Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Áform ráðherra gætu haft „jákvæð áhrif á vaxtaumhverfið,“ segir bankastjóri Arion

Bankastjóri Arion banka telur að áform fjármálaráðherra um að slíta ÍL-sjóði með sérstakri lagasetningu, náist ekki samkomulag við kröfuhafa, eigi ekki að valda þrýstingi á fjármálamarkaði heldur geti þau haft „jákvæð áhrif“ á vaxtaumhverfið. Arion hefur fært niður virði íbúðabréfa útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum í bókum sínum fyrir um 250 milljónir króna.

Innherji
Fréttamynd

„Afglöpum“ Eflingarstarfsmanna um að kenna að mál Ólafar Helgu tapaðist

Fyrrverandi stjórnandi og starfsmaður Eflingar gerðu afglöp þegar þeir létu ekki endurnýja trúnaðarmannskosningu Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair, að mati Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. Félagsdómur dæmdi Icelandair í vil þar sem hann taldi að Ólöf Helga hefði ekki lengur notið verndar sem trúnaðarmaður.

Innlent
Fréttamynd

Afkoma Arion undir væntingum vegna samdráttar í fjármunatekjum

Arion banki hagnaðist um rúmlega 4.860 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi og dróst hann saman um liðlega 41 prósent á milli ára. Á meðan afkoman af kjarnarekstri bankans, meðal annars mikil aukning í vaxtatekjum, var í samræmi við væntingar þá var samdrátturinn í fjármunatekjum talsvert umfram spár greinenda samhliða erfiðum markaðsaðstæðum.

Innherji
Fréttamynd

Voru „ekki augljós tækifæri“ að nýta söluhagnað Mílu í fjárfestingar erlendis

Forstjóri Símans segir að það hafi verið kannað gaumgæfilega hvort það væru fyrir hendi ákjósanlegir fjárfestingarkostir erlendis til að nýta að hluta þá miklu fjármuni sem félagið fékk við söluna á Mílu. Svo hafi ekki verið og því ákveðið að greiða þá alla út til hluthafa en félagið hafi ekki viljað vera „yfirfjármagnað“ nema að fyrir lægju skýr markmið um hvað ætti að gera við þá fjármuni.

Innherji
Fréttamynd

FME ger­ir lægr­i eig­in­fjár­kröf­u til Kvik­u en hinn­a bank­ann­a

Heildareiginfjárkrafa sem fjármálaeftirlit Seðlabankans gerir til Kviku verður nokkru lægri en krafan á stóru viðskiptabankana þrjá ef fram fer sem horfir. Munurinn liggur einkum í því að stóru viðskiptabankarnir þrír fá tveggja prósentustiga auka álag vegna þess að þeir eru taldir kerfislega mikilvægir. Kvika hækkaði verulega á hlutabréfamarkaði eftir tíðindin.

Innherji
Fréttamynd

Spak­ur Invest naut góðs af styrk­ing­u Band­a­ríkj­a­dals

Ágjöf á fjármálamörkuðum vegna óvissu í alþjóðlegu efnahagslífi hefur leitt þess að hlutabréfasjóðir, innlendir sem erlendir, hafa skilað tapi að undanförnu. Fjárfestingasjóðurinn Spakur Invest, sem fjárfestir einkum í bandarískum hlutabréfum, státaði af skástu ávöxtun allra innlendra hlutabréfasjóða sem fjárfesta aðeins erlendis. Ávöxtun sjóðanna frá áramótum var neikvæð um 13 til 31 prósent. Á sama tíma lækkaði íslenska úrvalsvísitalan um 27 prósent.

Innherji
Fréttamynd

Skuldabréfasjóðir færa niður eignir um milljarða vegna áforma um slit á ÍL-sjóði

Stærstu skuldabréfasjóðir landsins, sem eru opnir öllum fjárfestum og margir hverjir með stórt hlutfall eignasafnsins bundið í íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum, hafa nú þegar fært niður virði eigna sinna um marga milljarða króna eftir að fjármálaráðherra boðaði aðgerðir til að slíta ÍL-sjóði, samkvæmt greiningu Innherja. Mestu munar um tæplega fimm prósenta gengislækkun 20 milljarða ríkisskuldabréfasjóðs í stýringu Íslandssjóða í einu vetfangi sem þýddi niðurfærslu á virði eigna hans um meira en 900 milljónir.

Innherji
Fréttamynd

Icelandair mátti reka Ólöfu Helgu

Félagsdómur telur að Ólöf Helga Adolfsdóttir hafi ekki notið sérstakrar verndar sem trúnaðarmaður þegar Icelandair sagði henni upp störfum í fyrra. Ólöf Helga bauð sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands og hefur verið í miðpunkti hatrammra deilna innan Eflingar.

Innlent
Fréttamynd

Verðið á íbúðabréfum fellur um 16 prósent vegna áforma um slit á ÍL-sjóði

Verðið á íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum lækkaði verulega á markaði í morgun í fyrstu viðskiptum sem hafa átt sér stað með bréfin, sem eru á sérstökum athugunarlista Kauphallarinnar, eftir að fjármálaráðherra boðaði tillögur um hvernig megi leysa upp ÍL-sjóð síðasta fimmtudag. Miðað við verð bréfanna í viðskiptunum, sem voru aðeins upp á samtals 300 þúsund krónur, má áætla að markaðsvirði útistandandi íbúðabréfa hafi lækkað um samtals meira en 100 milljarða króna.

Innherji
Fréttamynd

Verðlagning flestra félaga komin undir langtímameðaltal eftir miklar lækkanir

Hlutabréfaverð hérlendis og alþjóðlega hefur lækkað skarpt á einu ári. Sjóðstjóri segir að V/H hlut­fall flestr­a fé­lag­a á Aðallista í Kauphöllinni sé kom­ið und­ir lang­tím­a­með­altal, en flest fyrirtækin hafa lækkað talsvert á þennan mælikvarða sem gefur til kynna að þau séu ódýrari en fyrir einu ári, samkvæmt samantekt Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Fjár­­­mála­ráð­herra segir Þor­björgu Sig­ríði fara með rangt mál

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttir þingmann Viðreisnar ranglega halda því fram að hann hafi lengi borið ábyrgð á málefnum ÍL-sjóðs. Hið rétta sé að málið hafi komið í hans hlut árið 2020 og hann sé að leggja fram góða lausn, sem geti sparað tugi milljarða, nái tillagan fram að ganga.

Innlent
Fréttamynd

Fjármálaráðherra hafi „kallað fram óþarfa óvissu á markaði“

Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins, sem eru langsamlega stærstu eigendur krafna á hendur ÍL-sjóði, gagnrýnir harðlega tímasetningu Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra þegar hann kynnti tillögur sínar um hvernig gera megi upp eignir og skuldir sjóðsins eftir lokun markaða í gær. Ávinningur ríkissjóðs af aðgerðunum muni jafnframt á móti þýða tap fyrir lífeyrissjóði.

Innherji
Fréttamynd

Óvissa um uppgjör ÍL-sjóðs setur „allan skuldabréfamarkaðinn í uppnám“

Tillögur fjármálaráðherra um hvernig leysa megi upp ÍL-sjóð voru „nokkuð óvænt útspil“ en verði það gert á grundvelli svonefndrar einfaldrar ábyrgðar ríkissjóðs, þar sem tæknilega er hægt að greiða upp skuldabréf sjóðs á pari í dag frekar en yfir líftíma þeirra allt til ársins 2044, mun það þýða „umtalsvert“ tap fyrir þá sem halda á bréfunum, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði. Langsamlega stærstu eigendur skuldabréfanna eru lífeyrissjóðir.

Innherji
Fréttamynd

Líf­eyr­is­sjóð­ir þurf­a að „taka á sig högg“ vegn­a slit­a á ÍL-sjóð­i

Fá sjónarhóli ríkisins er skiljanlegt að vilja leysa upp ÍL-sjóð og stöðva þá blæðingu úr ríkisfjármálunum vegna hans sem annars er fyrirsjáanleg næstu tvo áratugina. Lánardrottnar ÍL-sjóðs, að langstærstum hluta lífeyrissjóðir en einnig verðbréfasjóðir, fjármálafyrirtæki og einstaklingar, munu þurfa að taka á sig högg hvort sem gengið verður til samninga um uppgjör skuldanna eða sjóðnum slitið einhliða af ríkinu í kjölfar lagasetningar. Þetta segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka.

Innherji
Fréttamynd

Farþegatekjur Icelandair 54 milljarðar og aldrei verið meiri á einum fjórðungi

Icelandair skilaði rekstrarhagnaði (EBIT) upp á 92,7 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 12,3 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi og jókst hann um 11,2 milljarða frá sama tímabili í fyrra. Forstjóri flugfélagsins segir að með því að skila svo góðu uppgjöri á þessum tímapunkti á grundvelli sterkrar tekjumyndunar sýni „augljóslega að viðskiptalíkan félagsins sé að sanna gildi sitt.“

Innherji
Fréttamynd

Sækir yfir tvo milljarða til íslenskra fjárfesta fyrir skráningu á markað

Málmleitarfyrirtækið Amaroq Minerals, sem hefur meðal annars uppi stórtæk áform um gullvinnslu á Grænlandi, hefur klárað hlutafjáraukningu frá breiðum hópi íslenskra fjárfesta og sjóða í lokuðu hlutafjárútboði sem hefur staðið yfir síðustu daga samtímis erfiðum aðstæðum á mörkuðum. Í kjölfarið verður félagið skráð á markað á núverandi ársfjórðungi í Kauphöllinni hér á landi.

Innherji
Fréttamynd

Munu fljúga til Aþenu næsta sumar

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til grísku höfuðborgarinnar Aþenu. Áætlað er að fyrsta ferðin verði farin 2. júní 2023 en flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, út október 2023.

Viðskipti innlent