Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Samskip hafa flutt alla starfsemi félagsins í Rotterdam í Hollandi í nýja skrifstofubyggingu við gömlu höfnina. Þar verða höfuðstöðvar fyrir starfsemi félagsins erlendis en yfirstjórn og Íslandsstarfsemin verða eftir sem áður í Reykjavík.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skotarnir seinir til

Frændur okkar hjá Royal Bank of Scotland hafa skikkað starfsmenn sína til að opna launareikning hjá bankanum. Fjölmiðlar í Bretlandi segja starfsmenn bankans, sem kjósa að halda launareikningi sínum opnum hjá samkeppnisaðilum, eiga yfir höfði sér áminningu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forgengileiki hamingjunnar

Í nýjasta tölublaði Vísbendingar veltir ritstjóri blaðsins fyrir sér afdrifum þeirra sem ná árangri í lífinu, hvort árangurinn kunni að draga úr fólki kraft eða hafa jafnvel neikvæð áhrif síðar á æviskeiðinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engin kreppa hjá VR

VR hefur ákveðið að lækka félagsgjöld félagsmanna úr einu prósenti af heildarlaunum í 0,7 prósent hinn 1. júlí næstkomandi eftir að aðalfundur samþykkti tillögu þess efnis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Væntanlega hafa glaðst í gær starfsmennirnir 550 frá Eimskipi og dótturfélögum þegar í ljós kom að óvissuferð sem lagt var upp í um morguninn endaði í borginni Barcelona á Spáni. Mikil spenna hafði ríkt fyrir ferðina, en óvissuferðin er sú þriðja sem Eimskip býður sínu fólki upp á.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Endurspeglar ekki hluthafahópinn

Nokkur breyting verður á stjórn Icelandic Group sem verður kjörin í dag á aðalfundi félagsins. Athygli vekur að enginn frá fjárfestingarfélaginu ISP býður sig fram til stjórnar. Félagið, sem er dótturfélag TM, er fjórði stærsti hluthafinn í Icelandic Group. Það heldur utan um 12,4 prósenta hlut í Icelandic Group og ætti því venjum samkvæmt að hafa fulltrúa í stjórn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvítflibbarnir fara

Stjórnendur Eimskipafélagsins stefna að því að selja eignir út úr kæligeymslufyrirtækinu Atlas Cold Storage sem gæti skilað þeim öllu kaupverðinu til baka. Þá er unnið að bæta rekstur Atlas með lækkun rekstrarkostnaðar og hækkun tekna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kosningasigur FL Goup

FL Group á í mesta basli með hlutinn í Finnair, en finnska ríkið vill ekkert af þessum næststærsta hluthafa vita. Sigur hægrimanna í Finnlandi kann að opna nýja möguleika, enda einkavæðing á dagskrá hægriflokka. Það kann þó að vera að tregðulögmál lifi enn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Borið í Bakka-vararlækinn

Einhverjir hafa rekið augun í það að lífeyrissjóðirnir hafa verið að auka hlut sinn í Bakkavör. Lífeyrissjóðir eru fyrir býsna áberandi í hluthafahópi fyrirtækisins og hafa fylgst vel með því um árin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sælir eru kynbættir

Kyngreint sæði hefur óveruleg áhrif á framleiðslutengda þætti á kúabúum en hinn fjárhagslegi ávinningur kemur að mestu fram í auknum erfðaframförum. Þetta er á meðal þess sem doktorsnemi sagði í erindi á ársfundi danskra kúabænda á dögunum um kyngreint sæði og efnahagslega þýðingu þess.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þægindi á sporgöngu

Maður getur huggað sig við það að kuldinn þessa dagana teygir sig langt suður eftir Evrópu. Við erum merkileg mannskepnan og þegar kuldinn nístir þá er stutt í að hugga sig við að aðrir hafi það álíka skítt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í austurvegi

Eins og kemur annars staðar fram á síðunni meira en tvöfaldaðist hagnaður MP Fjárfestingarbanka á milli áranna 2005 og 2006. Bankinn hefur byggt upp víðtæka starfsemi í Eystrasaltsríkjunum og opnaði útibú í Vilnius, höfuðborg Litháens, í upphafi ársins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutafé Exista fært í evrur

Þeim fyrirtækjum fjölgar nú hratt sem tilkynna að þau hyggist skrá hlutafé sitt í evrum í stað íslenskra króna. Actavis reið á vaðið með að bera þá ósk undir hluthafa sína í febrúar. Síðan hafa Marel og Straumur-Burðarás bæst í hópinn og víst að ekki sér fyrir endann á þeirri þróun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tékkheftið á grafarbakkanum

Plastið hefur vinninginn víða, í það minnsta gildir það þegar kemur að vali fólks á greiðslumiðli. Í nýjasta tölublaði fjármálarits Sunday Telegraph er fjallað um andlát ávísanaheftisins og talað um að útförin kunni að vera í nánd.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sumarfrí blaðamanna

Fyrir þá sem hafa áhuga á að hitta og spalla við danska blaðamenn er sumarið fínt tækifæri. Dönsku fríblöðin ráðgera að leggja niður útgáfu í tvær til fimm vikur í sumar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Arður í sekkjum

Ég þarf að fara að gæta mín þegar ég sest niður og set fram kenningar. Þannig varð spekúlasjón mín um Kaupþing og Glitni til þess að Mogginn lagði undir mig forsíðuna. Geri aðrir betur. Þegar fréttin birtist var ég reyndar farinn að hafa talsverðar efasemdir um eigin kenningu. Þetta er samt fín kenning og engin ástæða til að kasta henni alveg frá sér.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Viðræður standa enn milli stjórna VBS fjárfestingarbanka og fjárfestingafélagsins FSP en þær hófust um miðjan febrúar. Jón Þórisson, framkvæmdastjóri VBS, býst við að niðurstöður liggi fyrir öðru hvorum megin við helgina og er frekar bjartsýnn þótt ekkert liggi enn fyrir í þeim efnum. FSP, sem er í eigu flestra sparisjóðanna og Icebank, á um 36 prósent hlutafjár í VBS. Hagnaður VBS nam 192 milljónum króna í fyrra en ætla má að hagnaður FSP hafi verið um 550 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Litbrigði arðsins

Breska blaðið Sunday Times hefur um langt skeið efnt til virtrar keppni í vatnslitamálun. Slíkum keppnum hefur farið fækkandi og vígi hinnar hárnákvæmu og hófstilltu listar vatnslitamálunar falla hvert af öðru. Það eru fleiri vígi sem falla, því kepppnin heitir ekki lengur The Sunday Times Watercolour Competition, heldur The Kaupthing Singer and Friedlander/Sunday Times Watercolour Competition.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Byggjum réttlátt samfélag

Hrun á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarnar vikur kemur Aurasálinni ekki á óvart. Um árabil hefur hún haft áhyggjur af gegndarlausum hækkunum verðbréfapappír um víða veröld. Sérstaklega hefur Aurasálin áhyggjur af þeim búsifjum sem ofsagróðinn veldur almennum borgurum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

BYRjunar-örðugleikar

Eitthvað virðist nafnbreyting sameinaðra sparisjóða Hafnfirðinga og vélstjóra hafa farið fram hjá sumum viðskiptavinum. Á laugardaginn var nýtt nafn, Byr - sparisjóður, og merki kynnt. Á mánudegi heyrðist hins vegar af viðskiptavini sem kom inn í sinn gamla sparisjóð og stoppaði hissa við. „E... er þetta ekki ennþá banki?“ spurði sá og fékk frekar þreytulegt tilsvar um að víst væri það svo.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kínverskar púðurkerlingar

Kunningi minn hringdi í mig í vikunni alveg að fara á límingunum. „Er þetta allt að hrynja?“ spurði hann æstur. Ég geispaði letilega í símann og spurði hvað væri eiginlega í gangi. Það kom náttúrulega í ljós að vinurinn sem er snarmanískur andskoti, hleypur maraþon og þarf alltaf að vera að gera eitthvað, hafði náttúrulega rifið sig upp fyrir allar aldir og séð ástandið á kínverska markaðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Háskólapróf í nísku

Á Deiglunni.com er oft að finna skemmtilegar greinar. Þar er samankominn hópur frjálslyndra og velmenntaðra ungmenna sem tekst oft á tíðum að bregða frjóu sjónarhorni á hin ýmsu málefni líðandi stundar í bland við hin sem glíma þarf við á skala eilífðarinnar. Á Deiglunni er að finna núna grein eftir Magnús Þór Torfason, doktorsnema við Columbia Business School.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Síminn og Hans Petersen hafa skrifað undir samning um stafræna framköllun í kjölfar þess að Síminn markaðssetti þjónustuna Safnið í fyrra. Safnið er örugg geymsla fyrir ýmis rafræn gögn, en ljósmyndirnar þar er hægt að skoða bæði í tölvu og á sjónvarpsskjá auk fleiri möguleika.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Það eru fleiri sjóðir en íslensku lífeyrissjóðirnir sem vaxa hratt. Norski ríkislífeyrissjóðurinn, sem áður kallaðist norski olíusjóðurinn, skilaði 7,9 prósenta ávöxtun í fyrra samanborið við 11,1 prósents hækkun árið 2005.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flóir úr sekkjum Svarfdæla

Það er víða sem ofgnóttin knýr dyra í íslensku samfélagi. Sparisjóðirnir hafa ekki farið varhluta af góðu gengi á hlutabréfamarkaði. Þannig hafa sparisjóðir sem áttu hlut í Exista skilað gríðarlega góðri afkomu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þríréttuð vika og vín með

Þetta var nú fína vikan, þrátt fyrir smá alþjóðaskjálfta í gær. Ekkert sem vanur maður kippir sér mikið upp við, enda búinn að búast við leiðréttingu í smá tíma. Nú fer maður aftur að mjatla sér inn í Kína eftir fallið. Maður var orðinn hikandi þar. Augljóst að einhverjir færu að taka aurana heim.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dagur hinna bölsýnu

Heimurinn skiptist í stórum dráttum í bölsýna og bjartsýna. Hinir bjartsýnu sigra venjulega þegar til lengri tíma er litið, enda lífsafstaðan til þess fallin að koma fremur auga á tækifæri en sú afstaða að allt sé á leið til andskotans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mogginn til bjargar bönkum

Það gladdi Aurasálina þegar fréttist að útlensk hagspekifyrirtæki hefðu komist að þeirri niðurstöðu að engin ástæða væri að óttast um íslensku bankana því ríkissjóður stæði svo sterkur á bak við þá. Þessi tíðindi hafa vakið mikla athygli um gjörvallan heim þannig að íslensku bankarnir hafa endurheimt sinn fyrri sess á kostnað matsfyrirtækisins Moody"s.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hf. ehf.

HF Eimskipafélagið hefur sameinast dótturfélagi sínu Eimskipafélaginu ehf. Þar með er lokið mikilli hringferð með nafnið á Eimskipafélaginu gamla sem eitt sinn var flaggskip Kauphallar Íslands, þá stærsta félagið í höllinni.

Viðskipti innlent