Baugur sagt bjóða 180 milljarða í Saks Baugur Group er sagt koma sterklega til greina sem einn af hugsanlegum kaupendum á bandarísku lúxusversluninni Saks en breska blaðið Times taldi í gær líkur á að félagið myndi gera tilboð upp á þrjá milljarða dala í keðjuna á næstunni. Þetta jafngildir 180 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti innlent 20. október 2007 08:00
Gengi Google aldrei hærra Hagnaður bandaríska netleitarrisans Google nam tæpum 1,1 milljörðum dala, rúmum 66 milljörðum íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er heilum 46 prósentum meira en félagið skilaði í kassann í fyrra og nokkru yfir væntingum markaðsaðila. Viðskipti erlent 20. október 2007 06:00
Vilja slá skjaldborg um Sparisjóð Vestmannaeyja Bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Vestmannaeyja vilja koma í veg fyrir að Sparisjóður Vestmannaeyja verði yfirtekinn líkt og gerðist í Hafnarfirði. Bæjarstjórnin heitir á stjórn og stofnfjáreigendur að standa saman og sækist eftir að kaupa stofnfjárbréf til að gæta að hagsmunum bæjarfélagsins. Viðskipti innlent 20. október 2007 06:00
Jákvæðir fyrir einkavæðingu Vilji Svía til að einkavæða er fyrir hendi svo framarlega sem ferlið er gagnsætt og ljóst er að allir sitji við sama borð. Þetta sagði Karin Forseke, fyrrverandi forstjóri sænska fjárfestingabankans Carnegie, á fundi sem Sænsk-íslenska verslunarráðið hélt í gær. Viðskipti innlent 20. október 2007 06:00
Spá meiri hagvexti Samtök atvinnulífsins telja að líkur séu á að hagvöxtur á árinu 2007 mælist yfir fimm prósent en ekki innan við eitt prósent eins og fjármálaráðuneytið heldur fram. Viðskipti innlent 20. október 2007 05:00
Hannes fer til USA Hannes Smárason, forstjóri FL Group, er núna úti í Bandaríkjunum að herja á stjórn AMR að gera reksturinn skilvirkari. Meðal annars vill hann gera greinendum auðveldara fyrir að verðmeta félagið. Viðskipti innlent 19. október 2007 07:45
Ekki hærri veltumörk Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga og Frjálsrar verslunar í gær að ráðuneytið hefði verið að skoða ákvæði samkeppnislaga um samruna. Nokkur atriði þurfi að endurskoða í því sambandi og frumvarp í smíðum Viðskipti innlent 19. október 2007 00:01
Hannes fer til USA Hannes Smárason, forstjóri FL Group, er núna úti í Bandaríkjunum að herja á stjórn AMR að gera reksturinn skilvirkari. Meðal annars vill hann gera greinendum auðveldara fyrir að verðmeta félagið. Það mun vera einhverjum erfiðleikum bundið vegna undirliggjandi eigna sem erfitt er að verðleggja. Viðskipti innlent 18. október 2007 23:56
Peningaskápurinn... Jim Renwick, sem átti að vera næstæðsti maður Landsbankans í London eftir yfirtöku á fjármálafyrirtækinu Bridgewell, má ekki tjá sig við fjölmiðla um ástæðu brotthvarfs síns. Hann fullyrðir að flótti hans frá Landsbankanum í London hafi verið óumflýjanlegur án þess að útskýra það nánar. Viðskipti innlent 18. október 2007 00:01
Vínsöfnurum fjölgar Arnar Bjarnason og Arnar Sigurðsson versla báðir með gæðavín, hvor á sínum forsendum. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir talaði við nafnana um ástríðuna. Viðskipti innlent 17. október 2007 06:00
Ísland við meðtalið Verðbólga á Íslandi mælist nú nærri meðaltali EES-ríkja samkvæmt tölum Hagstofunnar yfir samræmda vísitölu neysluverðs innan EES-svæðis í september. Viðskipti innlent 17. október 2007 00:01
Upplýsingatæknifyrirtæki setja sig í stellingar Sjö mínútur liðu á milli tilkynninga um miklar breytingar hjá tveimur stærstu upplýsingatæknisamstæðum landsins síðasta fimmtudag. Viðskipti innlent 17. október 2007 00:01
Vinna eldsneyti úr mengandi útblæstri Carbon Recycling International, félag í eigu bandarískra og íslenskra aðila, hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við íslenskt raforkufyrirtæki um byggingu þriggja til fimm megavatta tilraunaverksmiðju hér á landi. Viðskipti innlent 17. október 2007 00:01
Yfirtökur í Kína Glitnir og Útflutningsráð Íslands stóðu fyrir ráðstefnu á mánudaginn þar sem meðal annars var rætt um yfirtökur fyrirtækja í Kína. Viðskipti innlent 17. október 2007 00:01
Baugur horfir á Saks Baugur Group er meðal fjárfesta sem hafa hugsanlega áhuga á því að kaupa bandarísku munaðarvöruverslunina Saks, samkvæmt Reuters. Baugur á rúman átta prósenta hlut í félaginu. Viðskipti innlent 17. október 2007 00:01
Forsetinn talar fyrir atvinnulífið Ólafur Ragnar Grímsson segir að þjóðin verði að gera það upp við sig hvort hún vilji að forseti Íslands beiti sér fyrir því að styrkja stöðu Íslands á heimsvettvangi, hvort sem er á sviðum viðskipta, vísinda, tækni eða menningar, eða sé fyrst og fremst til heimabrúks. Björgvin Guðmundsson fór yfir verkefni forseta Íslands það sem af er þessu ári. Viðskipti innlent 17. október 2007 00:01
Miklu kostað til í umbreytingarferli Í síbreytilegu umhverfi upplýsingatækninnar skiptir höfuðmáli fyrir fyrirtæki sem í þeim geira starfa að skilgreina starfsemi sína rétt, segir Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja. Viðskipti innlent 17. október 2007 00:01
Dansar hipphopp í Belfast Halla Guðrún Mixa, framkvæmdastjóri hönnunarsviðs auglýsingastofunnar Pipars, veit fátt skemmtilegra en að dansa hipphopp. Viðskipti innlent 17. október 2007 00:01
Teymi horfir til heimamarkaðar Eins og sakir standa horfir Teymi fyrst og fremst til upplýsingatæknimarkaðar hér heima, að sögn Ólafs Þórs Jóhannessonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs félagsins. Hann segir horfur góðar í starfseminni og ánægju með viðskipti síðustu viku. Viðskipti innlent 17. október 2007 00:01
Baugur vill hluti fyrrverandi forstjóra Forsvarsmenn Baugs Group í Bretlandi eru sagðir bera víurnar í Jurek Piasecki, stofnanda og fyrrum forstjóra skartgripakeðjunnar Goldsmiths, næststærstu skartgripakeðju Bretlands í aldarfjórðung, um kaup á hlutum hans í keðjunni. Viðskipti innlent 17. október 2007 00:01
Flytja inn prótín til Kína Orf líftækni hefur hafið samstarf við stærstu samsteypu lyfjafyrirtækja í Kína, Sinopharm. Viðskipti innlent 17. október 2007 00:01
Dagur í lífi... Gísla Reynissonar, forstjóra Nordic Partners Viðskipti innlent 17. október 2007 00:01
SEB í íslensku kauphöllinni Sænski bankinn SEB hefur frá og með deginum í dag aðild að hlutabréfamarkaði íslensku kauphallarinnar. Viðskipti innlent 16. október 2007 00:01
Peningaskápurinn ... Þrálátur orðrómur hefur gengið um að Iceland Express ætli að kaupa Air Atlanta sem er í eigu Eimskipafélagsins. Elmar Gíslason, ritstjóri Fréttabréfs atvinnuflugmanna, veltir fyrir sér og bendir á að forsvarsmenn beggja félaga hafi boðað starfsfólk til fundar 20. október næstkomandi. Matthias Imsland neitar því í samtali við Markaðinn að þetta standi til. Tilviljun ráði þessari dagstetningu. Auðvitað á að taka orð forstjórans alvarlega. Uppstokkun á ákveðnum sviðum í viðskiptalífinu getur verið tilviljunum háð. Þannig urðu stór viðskipti í upplýsingatæknigeiranum á fimmtudaginn. Allt tilviljanir. Viðskipti innlent 13. október 2007 11:03
Industria verðlaunað fyrir sjónvarp um net „Freewire“ er besta nýjungin á sviði sjónvarps sem dreift er með internettækni (Internet Protocol Television – IPTV) að mati dómnefndar Global Telecoms Business magazine Innovation Awards. Industria, ásamt breskum samstarfsaðila að nafni Inuk Networks, vann til verðlaunanna nýverið. Viðskipti innlent 10. október 2007 04:15
Hugmyndir mikilvægasta framleiðsluvara Vesturlanda Vestrænum þjóðum stafar veruleg ógn af því hversu lítið skapandi þegnar þeirra eru. Þetta fullyrðir sænski fyrirlesarinn Fredrik Hären sem staddur var hér nýverið í boði Nýherja. Viðskipti innlent 10. október 2007 03:30
Tíu prósent iPhone-síma ólögleg Einn af hverjum tíu iPhone-margmiðlunarsímum frá Apple er seldur til fólks sem hefur í hyggju að afkóða símann og selja á svörtum markaði. Þetta segir í nýrri umfjöllun um símana, sem eingöngu er hægt að kaupa í Bandaríkjunum og á ekki að vera hægt að nota utan landsteinanna. Ekki er gert ráð fyrir að símarnir komi á markað í Evrópu fyrr en eftir mánuð. Viðskipti erlent 10. október 2007 00:01
Annað Ísland í útlöndum Fjöldi erlendra starfsmenn íslenskra fyrirtækja í útlöndum hefur rúmlega áttatíufaldast á rúmum áratug og eru þeir nú jafn margir ef ekki fleiri en allir starfandi einstaklingar hér á landi í fyrra. Viðskipti innlent 10. október 2007 00:01