Ósátt við ÍSÍ: „Kaldar kveðjur“ Yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ gagnrýnir úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ. KSÍ hefur ekki fengið úthlutað úr sjóðnum á sjöunda ár. Íslenski boltinn 7. febrúar 2024 13:16
Gagnrýni Samúels ósanngjörn: „Þetta verður stórkostleg breyting“ Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar lætur kveinstafi Samúels Samúelssonar, stjórnarmanns knattspyrnudeildar Vestra, sem vind um eyru þjóta. Hún segir bæjaryfirvöld styðja stolt við knattspyrnustarfið fyrir vestan. Íslenski boltinn 7. febrúar 2024 11:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1995 | Scania og Ferrari á Skaganum ÍA varð Íslandsmeistari fjórða árið í röð og jafnaði stigamet liðsins frá því tveimur árum áður. Skagamenn unnu fyrstu tólf leiki sína og unnu deildina með fjórtán stiga mun. Ólafur Þórðarson var í aðalhlutverki fyrri hluta tímabilsins en seinni hlutann stal Arnar Gunnlaugsson fyrirsögnunum og hirti gullskóinn þrátt fyrir að spila bara sjö deildarleiki. Íslenski boltinn 7. febrúar 2024 10:00
Eggert Gunnþór á heimleið: „Búa til almennilegt fótboltalið þarna“ Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson verður spilandi aðstoðarþjálfari KFA í sumar, næstum tveimur áratugum frá því að hann lék síðast fyrir austan. Íslenski boltinn 7. febrúar 2024 07:00
KSÍ hvetur félög að passa það að konurnar fái líka að mæta á þingið Ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram seinna í þessum mánuði og sambandið telur ástæðu til þess að hvetja félög sína til að huga að kynjaskiptingu við val sitt á þingfulltrúum. Íslenski boltinn 6. febrúar 2024 13:01
„Ég elska veturinn og náttúruna“ Þór/KA hefur styrkt sig fyrir átökin i Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar en félagið hefur samið við tvo nýja erlenda leikmenn. Íslenski boltinn 6. febrúar 2024 11:30
Tíu bestu liðin (1984-2023): Fram 1988 | Ókleifur hamarinn Fram varð Íslandsmeistari 1988, í annað sinn á þremur árum, með fáheyrðum yfirburðum og setti stigamet sem stendur enn í tíu liða deild með þriggja stiga reglunni. Fram-vörnin óvinnandi vígi og Birkir Kristinsson hélt tólf sinnum hreinu í átján leikjum. Framar á vellinum voru Pétur Ormslev og Guðmundur Steinsson aðalmennirnir. Íslenski boltinn 6. febrúar 2024 10:00
Bikarveisla Víkingsstelpna heldur áfram á nýju ári Bikarmeistarar Víkings tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í gærkvöldi þegar þær unnu 2-1 sigur á Fylki í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna í fótbolta í Egilshöllinni. Íslenski boltinn 6. febrúar 2024 06:30
Lætur bæjaryfirvöld á Ísafirði fá það óþvegið Formaður meistaraflokksráðs Vestra í fótbolta, Samúel Samúelsson - betur þekktur sem Sammi, er heldur betur ósáttur með bæjaryfirvöld á Ísafirði þessa dagana. Lét hann gamminn geysa á Facebook-síðu sinni. Íslenski boltinn 5. febrúar 2024 23:01
Þróttur sækir leikmann sem hefur áður spilað hér á landi Þróttur Reykjavík hefur samið við Caroline Murray um að spila með liðinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á næstu leiktíð. Hún þekkir ágætlega til á Íslandi eftir að hafa leikið hér á landi sumarið 2017. Íslenski boltinn 5. febrúar 2024 19:15
Valur hafnaði tilboði Breiðabliks í Aron Jó Þrátt fyrir miklar breytingar á þjálfarateymi og leikmannahóp þá er Breiðablik stórhuga fyrir komandi tímabil í Bestu deild karla. Liðið bauð í Aron Jóhannsson, leikmann Vals, en tilboðinu var hafnað. Íslenski boltinn 5. febrúar 2024 17:46
Tíu bestu liðin (1984-2023): KR 1999 | Þetta er KR, það er enginn einn Á aldarafmæli félagsins braut KR loks ísinn og varð Íslandsmeistari í fótbolta karla eftir 31 árs bið. KR-ingar urðu einnig bikarmeistarar í þriðja sinn á sex árum. Guðmundur Benediktsson fór á kostum en koma tveggja Skagamanna gerði gæfumuninn fyrir KR-inga sem náðu toppsætinu snemma móts og létu það ekki af hendi eftir það. Íslenski boltinn 5. febrúar 2024 10:00
Valsmenn fóru létt með Fylki í Lengjubikarnum Valsmenn fóru vel af stað í fyrstu umferð Lengjubikarsins í kvöld þegar þeir völtuðu yfir Fylki, 4-0. Fótbolti 4. febrúar 2024 21:02
FH með stórsigur í Þungavigtarbikarnum ÍA og FH mættust í úrslitaleik Þungavigtarbikarsins í fótbolta karla í dag en þetta var annað árið í röð sem FH vinnur þennan bikar. Íslenski boltinn 3. febrúar 2024 15:15
Blikar frá Barcelona beint á æfingu: „Erfitt að hringja sig inn veikan þá“ Karlalið Breiðabliks hóf í vikunni undirbúning fyrir komandi leiktíð í Bestu deild karla. Aldrei hefur lið hafið undirbúninginn eins seint. Leikmenn liðsins eru örlítið ryðgaðir en fagna nýbreytninni. Íslenski boltinn 3. febrúar 2024 08:01
Minntu á opnunartíma skrifstofunnar svo KR gæti skilað bikarnum Víkingur og KR mættust í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í gær þar sem KR-ingar göfnuðu sigri eftir vítaspyrnukeppni. Víkingum var þó dæmdur sigurinn þar sem KR-ingar notuðu ólöglegan leikmann. Fótbolti 2. febrúar 2024 18:51
KSÍ sektar KR um sextíu þúsund krónur Knattspyrnusamband Íslands hefur nú staðfest það að KR tapar úrslitaleik Reykjavíkurmótsins vegna þess að liðið notaði ólöglegan leikmann í leiknum. Íslenski boltinn 2. febrúar 2024 15:04
Davíð til Danmerkur Fótboltamaðurinn Davíð Ingvarsson er genginn í raðir danska B-deildarliðsins Kolding frá Breiðabliki. Íslenski boltinn 2. febrúar 2024 13:23
Titillinn tekinn af KR: „Þetta er bara klúður“ KR-ingar þurfa að öllum líkindum að horfa á eftir Reykjavíkurmeistaratitlinum í fótbolta, sem þeir fögnuðu í gærkvöld, í hendur Víkinga sem verður dæmdur 3-0 sigur í leik liðanna vegna ólöglegs leikmanns KR. Íslenski boltinn 2. febrúar 2024 10:30
Tíu bestu liðin (1984-2023): Stjarnan 2014 | Sú tilfinning er engu lík Undir taktföstum tónum Silfurskeiðarinnar vann Stjarnan sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil á eins ævintýralegan hátt og mögulegt var. Stjörnumenn fóru einnig lengra í Evrópukeppni en íslenskt lið hafði áður farið og mætti meðal annars Inter í tveimur leikjum. Úrslitaleik FH og Stjörnunnar gleymir svo enginn sem hann sá. Íslenski boltinn 2. febrúar 2024 10:01
Afturelding fær Aron frá Brann Lengjudeildarlið Aftureldingar hefur styrkt sig fyrir átökin í sumar en félagið hefur samið við nítján ára varnarmann. Íslenski boltinn 1. febrúar 2024 15:31
Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1996 | Á degi eins og þessum Eftir stormasamt tímabil lauk glæsilegri sigurgöngu ÍA á eftirminnilegan hátt, með fimmta Íslandsmeistaratitlinum á jafn mörgum árum og bikarmeistaratitli. Nýjar stjörnur komu fram og kjarnastarfsmenn stóðu áfram fyrir sínu. Æsilegu kapphlaupi Skagamanna og KR-inga um Íslandsmeistaratitilinn lauk með úrslitaleik á Akranesi. Íslenski boltinn 1. febrúar 2024 10:00
Fram lagði Valsara í Úlfarsárdal Fram vann 3-2 sigur á Val þegar Reykjavíkurliðin mættust í Reykjavíkurmótinu í kvöld. Úrslitaleikur mótsins fer fram annað kvöld. Fótbolti 31. janúar 2024 22:33
Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍBV 1998 | Komu fagnandi Eftir að hafa verið hársbreidd frá því að vinna tvöfalt árið á undan afrekaði ÍBV það tímabilið 1998. Steingrímur Jóhannesson fyllti skarð Tryggva Guðmundssonar með glæsibrag og skoraði grimmt fyrir Eyjamenn sem lentu í þrengingum um sumarið en tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á KR-ingum í úrslitaleik í Frostaskjólinu. Íslenski boltinn 31. janúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): Breiðablik 2022 | Háflug á vængjum Hrafnsins Breiðablik missti af Íslandsmeistaratitlinum 2021 á grátlegan hátt en kom öflugt til baka og vann titilinn með talsverðum yfirburðum árið eftir. Blikar, með Ísak Snæ Þorvaldsson í feiknaformi, byrjuðu tímabilið af gríðarlegum krafti, unnu fyrstu átta leiki sína og voru alltaf fremstir í kapphlaupinu um titilinn. Þá gerðu þeir sig gildandi í Evrópukeppni. Íslenski boltinn 30. janúar 2024 10:01
Barbára til Breiðabliks Fótboltakonan Barbára Sól Gísladóttir er gengin í raðir Breiðabliks frá Selfossi. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við Kópavogsfélagið. Íslenski boltinn 29. janúar 2024 14:01
Lengjubikar karla og kvenna í beinni á Stöð 2 Sport Knattspyrnuáhugafólk getur farið að hita upp fyrir fótboltasumarið með því að sjá liðin spila leiki í beinni á Stöð 2 Sport í stærsta mótinu á undirbúningstímabilinu. Íslenski boltinn 29. janúar 2024 11:47
Tíu bestu liðin (1984-2023): Fylgt úr hlaði Vísir fékk valinkunna sérfræðinga til að velja bestu liðin í íslenskum karlafótbolta undanfarin fjörutíu ár. Umfjöllun um tíu bestu liðin birtist á næstu dögum. Íslenski boltinn 29. janúar 2024 10:01
Ívar Ingimars hættir í stjórn KSÍ og gagnrýnir ÍTF: Vill klippa á naflastrenginn Ívar Ingimarsson, stjórnarmaður KSÍ og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að bjóða sig ekki áfram til stjórnunarstarfa fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Fram undan er ársþing KSÍ og Ívar hefur verið í stjórn sambandsins undanfarin tvö ár. Íslenski boltinn 29. janúar 2024 07:31
„Alveg sama hvað öðru fólki finnst um það“ Ólöf Sigríður Kristinsdóttir samdi nýverið við Breiðablik og spilar með liðinu í Bestu deild kvenna næsta sumar. Hún nýtur lífsins í Harvard-háskóla og spilar þar með skólaliði fram á vor. Íslenski boltinn 28. janúar 2024 08:01