Uppgjör, viðtöl og myndir: FH-KR 1-2 | KR-ingar á sigurbraut eftir hark í Hafnafirði FH tók á móti KR í Kaplakrika í 7. umferð Bestu deildar karla. Eftir afar kaflaskiptar 90 mínútur fór svo að lokum að KR vann 2-1 sigur. Íslenski boltinn 20. maí 2024 18:55
„Hann þekkir mig örugglega betur en ég sjálfur“ Eftir að hafa þurft að dúsa á varamannabekknum í síðustu umferð kom Danijel Dejan Djuric til baka af krafti í 4-1 útisigri Víkings gegn Vestra. Danijel átti frábæran leik, skoraði tvö mörk og hefði hæglega getað sett það þriðja en var tekinn af velli. Íslenski boltinn 20. maí 2024 16:58
Jafnmörg mörk og rauð spjöld í Vestmannaeyjum Báðum leikjum dagsins í Lengjudeild karla í fótbolta lauk með jafntefli. Íslenski boltinn 20. maí 2024 16:01
Uppgjörið: Vestri-Víkingur 1-4 | Öruggur meistarasigur gegn nýliðunum Vestri tók á móti Víkingi á AVIS vellinum í Laugardal í 7. umferð Bestu deildar karla. Víkingar fóru þar með afar öruggan 1-4 sigur. Íslenski boltinn 20. maí 2024 13:30
„Rúnar skilur fótbolta og skilur fólk“ Kyle McLagan, sem hefur verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í sumar, ber Rúnari Kristinssyni, þjálfara Fram, afar vel söguna. Íslenski boltinn 20. maí 2024 11:00
Hefur fest rætur á Íslandi eftir örlagaríkt símtal Eftir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla hefur Kyle McLagan verið einn besti leikmaður Bestu deildar karla í sumar. Hann hefur verið sem klettur í vörn Fram sem er óþekkjanleg frá fyrri árum. Kyle kom fyrst hingað til lands í hálfgerðu bríaríi fyrir nokkrum árum en hefur fest rætur á klakanum og nýtur lífsins hér. Íslenski boltinn 20. maí 2024 09:02
Kristján Guðmundsson: Aldrei brot og mjög slök frammistaða hjá dómurum leiksins „Auðvitað er mjög erfitt að kyngja þessu en það verður bara að gera það“, sagði Kristján Guðmundsson eftir 3-4 tap Stjörnunnar gegn Breiðabliki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Úrslitin réðust á röngum vítadómi í framlengingu. Íslenski boltinn 19. maí 2024 23:11
Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 3-4 | Rangur dómur réði úrslitum í framlengingu Breiðablik vann Stjörnuna 4-3 og er komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna. Venjulegum leiktíma lauk með 3-3 jafntefli en úrslitin réðust á kolröngum vítaspyrnudómi sem féll gegn Stjörnunni. Agla María steig á punktinn og skoraði sigurmarkið. Íslenski boltinn 19. maí 2024 18:45
Leiknir vann Breiðholtsslaginn og Njarðvík með fullt hús stiga Leiknir vann Breiðholtsslaginn gegn ÍR og Njarðvík hélt sigurgöngu sinni í Lengjudeild karla áfram í dag. Íslenski boltinn 18. maí 2024 15:56
Sandra María lagði upp bæði mörk Þórs/KA í bikarsigri á Dalvík Lið Þórs/KA er komið áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta eftir sigur á Tindastóli, 1-2, í dag. Leikið var á Dalvík. Íslenski boltinn 18. maí 2024 14:11
Bikarmeistarar Víkings í næstu umferð ásamt Keflavík og Fylki Bikarmeistarar Víkings eru komnir áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta. Sömu sögu er að segja af Keflavík og Fylki. Íslenski boltinn 16. maí 2024 21:31
Uppgjör: Stjarnan - KR 5-3 | Endurkoma KR-inga hófst of seint gegn Stjörnunni Stjörnumenn lögðu KR-inga að velli með fimm mörkum gegn þremur þegar liðin áttust við í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld. Íslenski boltinn 16. maí 2024 21:31
Margrét Lára: Mér finnst hún hafa verið stórkostleg Breiddin hjá kvennaliði Breiðabliks var til umræðu í Bestu mörkunum í gær en Blikakonur hafa unnið fimm fyrstu leiki sína og það með markatölunni 16-1. Íslenski boltinn 16. maí 2024 16:01
„Sá að þeim leið aldrei illa“ Bestu mörkin ræddu þann ávana Íslandsmeistaranna af Hlíðarenda að lenda alltaf undir í sínum leikjum. Það hefur þó ekki komið að sök, að minnsta kosti ekki hingað til. Íslenski boltinn 16. maí 2024 11:01
Uppgjörið og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-2 | Blikar enn með fullt hús Breiðablik hefur unnið alla fimm leiki sína til þessa í Bestu deild kvenna eftir 2-0 útisigur gegn Fylki í kvöld. Íslenski boltinn 15. maí 2024 18:30
Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 0-1 | Þróttarar enn án sigurs Þróttur tók á móti Víkingi í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna á Avis-vellinum í Laugardal í kvöld. Nýliðarnir úr Fossvogi tóku stigin þrjú í kvöld með 1-0 sigri og leita Þróttarar enn að fyrsta sigrinum í deildinni. Íslenski boltinn 15. maí 2024 17:15
Illa orðað samningsákvæði varð KA að falli Óvandvirkni við samningagerð virðist hafa reynst KA dýrkeypt í dómsmáli liðsins og Arnars Grétarssonar, fyrrum þjálfara liðsins, ef rýnt er í dóm Héraðsdóms. KA var í gær dæmt til að greiða Arnari tæpar níu milljónir í vangoldin laun vegna samningsákvæðis sem sneri að bónusgreiðslum. Íslenski boltinn 15. maí 2024 11:05
Albert gáttaður á Lárusi Orra: „Hvað meinarðu? Hvað er í gangi hérna?“ Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason eru ekki alltaf sammála og voru það svo sannarlega ekki þegar þeir fjölluðu um leik Víkings og FH í Bestu deild karla í Stúkunni á mánudaginn. Íslenski boltinn 15. maí 2024 10:01
„Þegar við skorum að þá er gaman“ „Ég er ægilega ánægður, mér fannst liðið bara flott í þessum leik á móti erfiðu liði,“ sagði Jóhann Kristinn þjálfari Þór/KA eftir 4-0 sigur á Keflavík á Akureyri í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 14. maí 2024 21:30
„Þetta var eins og handboltaleikur“ FH tapaði í kvöld gegn Stjörnunni á Samsungvellinum í Garðabæ. Eftir ótrúlegar upphafsmínútur þar sem staðan var 4-1 eftir korter fyrir heimakonum þá bitu Hafnfirðingar frá sér í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn niður í eitt mark. Lokatölur 4-3. Íslenski boltinn 14. maí 2024 21:15
„Fórum af bensíngjöfinni í staðin fyrir að gefa í” Valur lagði Tindastól með þremur mörkum gegn einu þegar þessi lið mættust í 5.umferð Bestu deild kvenna í dag. Fanndís Friðriksdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö af mörkum Íslandsmeistaranna sem lentu nokkuð óvænt undir. Íslenski boltinn 14. maí 2024 20:10
Uppgjör og viðtöl: Þór/KA - Keflavík 4-0 | Heimakonur ekki í vandræðum Þór/KA vann góðan 4-0 heimasigur á Keflavík í 5. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Akureyri í dag. Fyrir leikinn var Þór/KA í þriðja sæti deildarinnar með níu stig en gestirnir í botnsætinu án stiga. Íslenski boltinn 14. maí 2024 19:55
Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - FH 4-3 | Markasúpa í Garðabænum Stjarnan fékk FH í heimsókn á Samsungvöllinn í kvöld, í 5. umferð Bestu deildar kvenna. Boðið var upp á markasúpu en fyrstu fimm mörk leiksins komu á fyrsta korterinu. Lauk leiknum með sigri heimakvenna 4-3. Íslenski boltinn 14. maí 2024 19:55
Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 3-1 | Meistararnir lentu undir en komu til baka Tindastóll hafði unnið tvo leiki í röð í Bestu deild kvenna þegar liðið mætti Val, ríkjandi Íslandsmeisturum, á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komust yfir en meistararnir svöruðu með þremur mörkum og hafa nú unnið alla fimm leiki sína til þessa í deildinni. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 14. maí 2024 19:25
„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. Innlent 14. maí 2024 18:30
KA dæmt til að greiða Arnari tæpar ellefu milljónir Knattspyrnufélag Akureyrar þarf að greiða Arnari Grétarssyni, fyrrverandi þjálfara meistaraflokks karla, ellefu milljónir króna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Norðurlands eystra sem kveðinn var upp í dag. Íslenski boltinn 14. maí 2024 15:06
Heiðruðu mömmur leikmanna á sérstakan hátt HK heiðraði mæður leikmanna sinna í gær þegar byrjunarliðið var tilkynnt á miðlum félagsins fyrir leik Kópavogsliðsins í Lengjudeildinni. Íslenski boltinn 14. maí 2024 14:00
„Ef KR-ingar vita að Óskar sé til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir?“ Sérfræðingar Stúkunnar segja að Gregg Ryder, þjálfari KR, sé í erfiðri stöðu, sérstaklega í ljósi þess að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé á lausu. Íslenski boltinn 14. maí 2024 10:30
„Búinn að vera tilfinningarússibani“ Fótboltamaðurinn Jón Guðni Fjóluson hefur sigrast á miklu mótlæti síðustu misseri og náði í gær að komast aftur á völlinn eftir langt hlé. Íslenski boltinn 14. maí 2024 08:00
„Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. Íslenski boltinn 14. maí 2024 07:32