Fylkir missir fyrirliðann til Svíþjóðar Berglind Rós Ágústsdóttir er gengin í raðir Örebro frá Fylki. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við sænska félagið. Íslenski boltinn 16. desember 2020 15:01
Tilkynning frá Fram: „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð“ Knattspyrnudeild Fram birti rétt í þessu fréttatilkynningu til þess að útskýra á hvaða grundvelli félagið hefur ákveðið að vísa ágreiningsmáli við KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ. Íslenski boltinn 16. desember 2020 14:05
Skúbb í Sportinu í dag: Ari Freyr í viðræðum við Val Rikki G. sagði frá því í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag að landsliðsbakvörðurinn Ari Freyr Skúlason sé mjög líklegur til að snúa aftur á heimaslóðir sínar í Val fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deildinni. Íslenski boltinn 16. desember 2020 12:30
Fram áfrýjar til dómstóla ÍSÍ Knattspyrnudeild Fram hefur ákveðið að áfrýja úrskurði áfrýjunardómstóls KSÍ í máli Fram gegn stjórn sambandinu til dómstóla Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Fótbolti 16. desember 2020 10:51
Íslenskar getraunir gefa íþróttafélögum landsins sextíu milljónir Íslenskar getraunir ákváðu í dag að gefa rúmlega 60 milljónir íslenskra króna í sérstakan styrk til afreksdeilda í fót-, hand-, og körfubolta. Sport 15. desember 2020 20:46
Ólafur Karl aftur í Stjörnuna Sóknarmaðurinn Ólafur Karl Finsen hefur skrifað undir samning við Stjörnuna og mun leika með liðinu í Pepsi Max deild karla á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 15. desember 2020 18:06
KSÍ styrkir félögin í landinu um 70 milljónir: ÍBV og Þróttur R. fá mest samanlagt Knattspyrnusamband Íslands gaf það út í dag að sambandið myndi styrkja aðildarfélög landsins um 70 milljónir króna. Var þetta samþykkt á stjórnarfundi KSÍ þann 10. desember síðastliðinn. Fótbolti 15. desember 2020 12:31
Hólmfríður aftur á Selfoss eftir stutta Noregsdvöl Hólmfríður Magnúsdóttir er gengin í raðir Selfoss á ný eftir stutta dvöl hjá Avaldsnes í Noregi. Hún samdi til eins árs við Selfoss. Íslenski boltinn 11. desember 2020 13:52
Framkvæmdastjóri KA segir ímynd íslenskrar knattspyrnu vera laskaða Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, telur að ímynd íslenskrar knattspyrnu sé löskuð eftir umræðuna í kringum kvennalandsliðið undanfarið. Íslenski boltinn 11. desember 2020 13:01
Hlín í atvinnumennskuna Hlín Eiríksdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið Piteå. Íslenski boltinn 11. desember 2020 11:56
KR skoðar sín mál en Fram virðist ekki ætla að halda áfram KR-ingar ætla að skoða sín mál og hafa ekki tekið ákvörðun með framhaldið eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti úrskurð aga- og úrskurðarnefndar. Þá var máli Fram vísað frá og virðist sem Fram ætli ekki lengra með málið. Fótbolti 11. desember 2020 07:01
Arnar hefur rætt við forráðamenn KSÍ: „Ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur áhuga á því að gerast A-landsliðsþjálfari. Segir Arnar að hann hafi rætt við forráðamenn KSÍ líkt og aðrir kandídatar. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. Fótbolti 10. desember 2020 18:17
Undanþágubeiðni KSÍ einnig samþykkt Knattspyrnusamband Íslands fékk undanþágubeiðni samþykkta svo lið í næstefstu deild, Lengjudeildinni, mega hefja æfingar. Íslenski boltinn 10. desember 2020 17:00
Heimavöllurinn stækkar við sig | Forsala á Lyon-treyju Söru Bjarkar Heimavöllurinn er að færa út kvíarnar og hefur nú opnað sína eigin vefsíðu. Á síðunni er hægt að kaupa treyju Evrópumeistarans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Hægt er að fá áritaða Lyon-treyju frá landsliðsfyrirliðanum þangað til á miðnætti í kvöld. Fótbolti 10. desember 2020 07:01
KSÍ dæmt í hag í málum KR og Fram gegn stjórn sambandsins Áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar í máli KR gegn stjórn KSÍ. Þá var máli Fram gegn stjórninni vísað frá. Íslenski boltinn 9. desember 2020 14:18
Arnór Smárason í Val Arnór Smárason hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val. Hann kemur til Íslandsmeistaranna frá Lillestrøm. Íslenski boltinn 9. desember 2020 12:00
Eiður Aron aftur í ÍBV Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson er snúinn aftur í raðir ÍBV. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem Eyjamenn sendu út nú rétt í þessu. Íslenski boltinn 8. desember 2020 18:46
Misjafnt eftir félögum hvort bæði karlar og konur megi æfa vegna nýju reglnanna Breytingar á sóttvarnareglum leggjast misvel í íþróttahreyfinguna. Hjá sumum félögum má meistaraflokkur karla æfa en ekki meistaraflokkur kvenna, og öfugt. Sport 8. desember 2020 15:35
Æfingabanni aflétt í efstu deildum Íþróttafólk í efstu deildum fékk góðar fréttir eftir ríkisstjórnarfund í dag. Sport 8. desember 2020 11:56
Niðurstaða í málum KR og Fram liggur fyrir á morgun eða hinn Niðurstaða áfrýjunardómstóls KSÍ í málum KR og Fram ætti að liggja fyrir á morgun eða hinn. Íslenski boltinn 8. desember 2020 11:48
Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022. Íslenski boltinn 5. desember 2020 23:21
Arnar um að Kári verði áfram: Jákvætt fyrir mig, klúbbinn og hann sjálfan Miðvörðurinn Kári Árnason skrifaði undir nýjan samning við Víking í dag. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Kára sem og Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga. Íslenski boltinn 4. desember 2020 22:16
Hefði verið skelfilegt og skilið eftir óbragð í munninum að enda þetta svona Kári Árnason skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við Víking. Varnarjaxl íslenska landsliðsins og Víkings gat ekki látið þetta vonbrigða ár verið sitt síðasta á ferlinum. Fótbolti 4. desember 2020 19:45
Örvar í Kórinn Örvar Eggertsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við HK. Hann kemur til liðsins frá Fjölni sem hann lék með í sumar. Íslenski boltinn 4. desember 2020 14:11
Kári Árnason búinn að skrifa undir nýjan samning við Víkinga Kári Árnason og Þórður Ingason skrifuðu í dag undir eins árs samning við Víking og verða því með Fossvogsliðinu í Pepsi Max deild karla sumarið 2021. Íslenski boltinn 4. desember 2020 12:01
Rakel hefur leikið sinn síðasta landsleik Síðasti landsleikur Rakelar Hönnudóttur var leikurinn sem tryggði Íslandi sæti á EM 2022. Fótbolti 4. desember 2020 11:44
Varnarmaður KR eftirsóttur af liðum í Svíþjóð Finnur Tómas Pálmason, miðvörður KR, er á óskalista tveggja liða í sænsku úrvalsdeildinni. Íslenski boltinn 3. desember 2020 13:01
Viðræður við kandídata að hefjast Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun í umboði stjórnar sambandsins hefja viðræður við þá sem til greina koma sem þjálfarar A-landsliðs karla í fótbolta. Íslenski boltinn 30. nóvember 2020 14:31
Íslandsbikarinn hefði átt að fara á loft í kvöld Ef Íslandsmótið í knattspyrnu hefði klárast þá hefði lokaumferð Pepsi Max deildar karla átt að fara fram mánudaginn 30. nóvember. Íslenski boltinn 30. nóvember 2020 11:31
Axel Freyr til liðs við Víkinga Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur hefur samið við Axel Frey Harðarson um að leika með liðinu næstu tvö árin, en hann kemur til félagsins frá Gróttu. Íslenski boltinn 28. nóvember 2020 12:23