Íslandsmeistararnir hefja mótið fyrir hádegi Það verða Íslandsmeistarar á ferð í Lengjubikar karla og kvenna í fótbolta í dag nú þegar boltinn er farinn að rúlla í þessu síðasta undirbúningsmóti áður en Íslandsmótið hefst í vor. Fótbolti 13. febrúar 2021 09:01
Dagskráin í dag: Stórveldaslagur í Safamýri, barist um Hafnafjörðinn og íslenski fótboltinn fer aftur af stað Þrettán beinar útsendingar eru á dagskrá rása Stöð 2 Sport í dag. Frá rétt fyrir hádegi og fram á kvöld. Íslensi fótboltinn snýr aftur ásamt íslenskum handbolta, spænskum körfubolta, ítölskum fótbolta og svo miklu fleira. Sport 13. febrúar 2021 06:00
Breiðablik byrjar á stórsigri á meðan Víkingur og KR gerðu jafntefli Lengjubikar karla fór af stað í kvöld þar sem tveir leikir í A-deild og tveir leikir í B-deild fóru fram. Breiðablik vann Leikni Reykjavík 4-0, Víkingur og KR gerðu 1-1 jafntefli, Þróttur Reykjavík vann 4-3 sigur á Fjölni og Afturelding lagði Víking Ólafsvík 3-0. Íslenski boltinn 12. febrúar 2021 21:30
„Hefði klárlega horft til Cloé ef hún hefði fengið möguleika á að spila“ Þorsteinn Halldórsson þarf að bíða fram í apríl með að stýra íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn. Hann hefði kosið að vinna með liðinu í þessum mánuði en segir að það hafi verið rétt ákvörðun að fara ekki á æfingamótið í Frakklandi. Íslenski boltinn 11. febrúar 2021 13:31
Kórdrengir munu spila heimaleiki sína í Breiðholti Kórdrengir munu leika sem nýliðar í Lengjudeild karla í knattspyrnu í sumar. Það verður ekki það eina sem verður nýtt hjá liðinu en liðið mun leika heimaleiki sína í Breiðholti en ekki Safamýri líkt og undanfarin ár. Íslenski boltinn 9. febrúar 2021 18:30
Íslandsmótið í fótbolta aldrei byrjað fyrr Drög að leikjadagskrá fyrir Íslandsmótið í fótbolta hafa nú verið birt. Keppni í úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildinni, hefst sumardaginn fyrsta eða 22. apríl og hefur leiktíðin aldrei hafist svo snemma. Íslenski boltinn 9. febrúar 2021 14:30
Lettneskur kvartett í liði ÍBV í sumar Lettneskar landsliðskonur munu setja sterkan svip á lið ÍBV á komandi leiktíð í knattspyrnu en félagið hefur nú samið við tvo leikmenn sem koma frá lettnesku meisturunum í Riga FS. Íslenski boltinn 8. febrúar 2021 16:31
„Hefði aldrei trúað því að ég myndi enda í Harvard“ „Það er allt spennandi við þetta,“ segir knattspyrnumaðurinn Kristján Gunnarsson sem er á leið í hinn virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum í haust. Fótbolti 8. febrúar 2021 08:00
Reyndur þýskur markvörður í markið hjá Selfossi Selfoss hefur fengið þýskan markvörð til liðs við sig fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Anke Preuss mun spila með liðinu í sumar en hún hefur meðal annars spilað með Liverpool á ferli sínum. Íslenski boltinn 7. febrúar 2021 15:01
Aron búinn að semja í Svíþjóð Aron Bjarnason er genginn til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Sirius, þangað sem hann var keyptur frá ungverska úrvalsdeildarliðinu Újpest. Fótbolti 7. febrúar 2021 07:01
Daníel Hafsteinsson snýr aftur heim Daníel Hafsteinsson er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt, KA, frá sænska úrvalsdeildarliðinu Helsingborg. Íslenski boltinn 6. febrúar 2021 18:19
Valsarar Reykjavíkurmeistarar eftir vítaspyrnukeppni Íslandsmeistarar Vals bættu við sig meistaratitli í dag þegar liðið varð Reykjavíkurmeistari eftir sigur á Fylki í vítaspyrnukeppni en leikið var í Árbænum. Íslenski boltinn 6. febrúar 2021 17:31
Selfoss heldur áfram að sækja leikmenn Selfoss hefur styrkt sig enn frekar fyrir komandi átök í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu næsta sumar. Í dag var staðfest að félagið hefði samið við Evu Núru Abrahamsdóttur um að leika með liðinu næsta sumar. Íslenski boltinn 6. febrúar 2021 15:00
„Alltaf stefnan að keppa og reyna vinna alla titla“ „Það leggst bara rosalega vel í mig, þetta er virkilega spennandi verkefni,“ sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu í viðtali við Vísi í gær. Íslenski boltinn 6. febrúar 2021 11:00
Breiðablik fór illa með ÍA Breiðablik er Fótbolti.net meistari árið 2021. Blikarnir unnu ÍA 5-1 í úrslitaleiknum á Kópavogsvelli í kvöld eftir að hafa komist í 3-0 á fyrstu þrettán mínútunum. Íslenski boltinn 5. febrúar 2021 21:52
Valur Reykjavíkurmeistari Valur er Reykjavíkurmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Fylki í úrslitaleiknum. Leikið var á Origo vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Íslenski boltinn 5. febrúar 2021 21:10
Segir smithættuna meiri á íþróttaviðburðum Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir að smithætta sé meiri á íþróttaviðburðum en til að mynda í leikhúsi. Þetta sagði hann í samtali við Reykjavík síðdegis þar sem hann fór yfir nýjustu breytingar á sóttvarnar takmörkunum. Sport 5. febrúar 2021 19:28
Rauschenberg aftur lánaður til HK Danski miðvörðurinn Martin Rauschenberg leikur með HK á næsta tímabili á láni frá Stjörnunni. Íslenski boltinn 5. febrúar 2021 15:01
FH kom til baka og nældi í bronsið FH endaði í 3. sæti Fótbolta.net mótsins eftir 3-2 sigur á HK í kvöld. Hafnfirðingar lentu 2-0 undir en komu til baka og unnu sætan sigur. Íslenski boltinn 4. febrúar 2021 23:00
Vilhjálmur Kári tekur við Íslandsmeisturunum Vilhjálmur Kári Haraldsson hefur tekið við Íslandsmeisturum Breiðabliks í knattspyrnu. Tekur hann við starfinu af Þorsteini Halldórssyni sem tók nýverið við íslenska kvennalandsliðinu. Íslenski boltinn 4. febrúar 2021 18:35
Arftaki Davíðs Atla mættur í Víkina Knattspyrnufélagið Víkingur tilkynnti í dag að liðið hefði samið við tvo leikmenn um að leika með liðinu í Pepsi Max deildinni á næstu leiktíð. Karl Friðleifur Gunnarsson kemur á láni og þá er Kwame Quee á leiðina í Víkina á nýjan leik. Íslenski boltinn 4. febrúar 2021 18:00
Stóðu við stóru orðin og fengu sér allar Hamarshúðflúr Þær munu örugglega ekki gleyma fyrsta tímabili kvennafótboltaliðs Hamars í bráð en ef það er einhver hætta á því þá nægir þeim hér eftir að skoða bara upphandlegginn sinn. Íslenski boltinn 4. febrúar 2021 13:00
Jana Sól komin í Val Jana Sól Valdimarsdóttir hefur ákveðið að yfirgefa uppeldisfélag sitt í Garðabænum og er búin að semja við Val. Íslenski boltinn 3. febrúar 2021 11:45
„Alltaf erfiðara að verja titil en að vinna hann“ Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, segir það forréttindi að æfa við þær aðstæður sem Valur býður upp á. Kom þetta fram í viðtali Heimis við Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 3. febrúar 2021 07:00
„Þetta er orðið atvinnugrein og við erum ekkert að laumupokast með það“ Formaður knattspyrnudeildar Vals fór yfir nýjar áherslur félagsins fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deildinni í fótbolta í viðtali við Stöð 2 Sport. Liðið æfir tvisvar á dag tvo daga vikunnar og er í raun orðið atvinnumannalið. Íslenski boltinn 2. febrúar 2021 19:00
Frá Vesturbæ Reykjavíkur til Napolí Lára Kristín Pedersen gekk í dag til liðs við ítalska úrvalsdeildarfélagið Napoli. Lára Kristín lék með KR í Pepsi Max deild kvenna síðasta sumar en liðið endaði á að falla er Íslandsmótinu í knattspyrnu var hætt. Íslenski boltinn 2. febrúar 2021 18:31
Segir umgjörðina hjá Val svipaða og hjá sterkum liðum á Norðurlöndunum Arnór Smárason segir að aðstaðan og umgjörðin hjá Val sé sambærileg því sem hann kynntist á ferli sínum sem atvinnumaður. Íslenski boltinn 2. febrúar 2021 16:30
Fjöldi tillagna til að efla knattspyrnu kvenna Stofnun U21 eða U23 landsliðs kvenna, áskorun á knattspyrnufélög um kynjakvóta í stjórnum, og hvatning til styrktaraðila um aukinn hlut til knattspyrnu kvenna. Þetta eru þrjár af mörgum tillögum sem starfshópur á vegum KSÍ leggur til í skýrslu um heildarendurskoðun á knattspyrnu kvenna. Íslenski boltinn 2. febrúar 2021 14:00
Hendrickx orðinn leikmaður KA Belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx, sem leikið hefur með FH og Breiðabliki hér á landi, er á leið aftur til Íslands og mun spila með KA á komandi leiktíð. Íslenski boltinn 1. febrúar 2021 11:55
Fimm mörk skoruð er Valur hafði betur gegn Leikni Íslandsmeistarar Vals unnu 3-2 sigur á Leikni er liðin mættust í síðasta leik liðanna í A-riðli Reykjavíkurmótsins. Íslenski boltinn 31. janúar 2021 15:01