Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Segir soninn ekki lengur heita Wolf

Bandaríska raunveruleikastjarnan og snyrtivörumógúllinn Kylie Jenner hefur tilkynnt að sonur hennar og söngvarans Travis Scott heiti ekki lengur Wolf. Þessi ákvörðun sé tekin eftir að foreldrarnir hafi kynnst syninum betur, en hann kom í heimin í byrjun síðasta mánaðar.

Lífið
Fréttamynd

Instagram bannar Kanye

Meta hefur tekið þá ákvörðun að banna Kanye West af Instagram í sólarhring vegna áreitis á miðlinum. Rapparinn hefur verið að áreita Pete Davidson sem er kærasti fyrrverandi eiginkonu hans Kim og einnig þáttastjórnandann Trevor Noah.

Lífið
Fréttamynd

Harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um konur í viðskiptum: „Það nennir enginn að vinna þessa dagana“

Athafnakonan Kim Kardashian sagði í viðtali á dögunum að til þess að ná árangri í viðskiptum þyrftu konur einfaldlega að leggja harðar að sér. Fyrir þessi ummæli var hún harðlega gagnrýnd, enda er Kardashian fædd inn í afar auðuga fjölskyldu. Til þess að beina athyglinni frá þessum ummælum greip Kardashian til þess ráðs að birta fyrstu myndina af kærasta sínum Pete Davidson á Instagram-síðu sinni og virðist það hafa virkað vel.

Lífið
Fréttamynd

Rebel Wilson hélt uppi fjörinu á BAFTA verðlaununum

BAFTA verðlaunin fóru fram í gær, sama kvöld og Critics choice verðlaunin voru haldin, það virtust þó vera nóg af stjörnum á báðum stöðum sem skörtuðu sínu allra besta á rauða dreglinum. Rebel Wilson stóð sig vel sem kynnir en þekkt er að hátíðin sé á alvarlegri nótunum og því erfitt að halda uppi góðu gríni.

Lífið
Fréttamynd

Justin Bieber óttast um eiginkonu sína Hailey

Hailey Bieber var lögð inn á spítala í síðustu viku vegna blóðtappa í heilanum og hefur eiginmaður hennar Justin Bieber varla getað sofið úr áhyggjum síðan. Henni heilsast vel í dag og vonandi er um einangrað atvik að ræða.

Lífið
Fréttamynd

Lady Gaga býður upp á frítt netnámskeið

Lady Gaga hefur ásamt góðu teymi farið af stað með frítt netnámskeið til að kenna fólki að hjálpa öðrum. Hún vill efla yngri kynslóðina í því að læra að vera til staðar fyrir aðra öruggan hátt á sama tíma og þau passi upp á sína eigin geðheilsu.

Lífið
Fréttamynd

Stanley Tucci er heppinn að vera á lífi

Leikarinn Stanley Tucci greindist með krabbamein í tungunni árið 2017 en lifir í dag góðu lífi eftir að hafa sigrast á meininu. Hann vill meina að athygli og ást eiginkonu sinnar Felicity Blunt hafi komið honum í gegnum sjúkdóminn.

Lífið
Fréttamynd

Aftur saman eða jafnvel aldrei í sundur

Leikkonan Shailene Woodley og íþróttamaðurinn Aaron Rodgers voru samkvæmt heimildum hætt saman. Þau staðfestu þó aldrei sambandsslitin sjálf og virðast í dag vera byrjuð aftur saman eða hafa mögulega alltaf verið saman.

Lífið
Fréttamynd

Eyðir orkunni ekki lengur í útlitið

Leikkonan Cameron Diaz sagði í viðtali á dögunum að áhyggjur af útlitinu væru neðarlega á lista eftir að hún steig í burtu frá leiklistinni. Hún segist áður hafa verið fórnalamb samfélagslegra útlitisstaðla en sé komin á betri stað í dag.

Lífið
Fréttamynd

Spielberg vill að allir sitji við sama borð á Óskarnum

Leikstjórinn Steven Spielberg er ósammála ákvörðun Óskarsverðlaunanna um að afhenda átta verðlaun áður en beina útsendingin hefst. Honum finnst að allir sem búi til bíómyndir eigi að fá að sitja við sama borð og vera partur af formlegu hátíðinni.

Lífið
Fréttamynd

Pamela Anderson fer af ströndinni á Broadway

Pamela Anderson ætlar að stíga á svið á Broadway í fyrsta skipti þar sem hún mun leika Roxie Hart í söngleiknum Chicago. Leikkonan er spennt fyrir því að fara með hlutverkið þar sem hún mun leika, syngja og dansa.

Lífið
Fréttamynd

Glímukappinn gleymdi að segja frá skilnaðinum

Glímukappinn Hulk Hogan gerði aðdáendur sína heldur betur hissa þegar hann byrjaði að mæta á stefnumót með nýju kærustunni án þess að tilkynna um skilnaðinn sinn. Myndir af honum og kærustunni Sky Daily vöktu upp margar spurningar sem hann hefur nú svarað.

Lífið
Fréttamynd

Mæðgurnar sýndu saman á tískupallinum í gær

Mæðgurnar Cindy Crawford og Kaia Gerber gengu báðar á tískupallinum fyrir Off-White kvennfatnaðar sýninguna sem haldin var í gær sem partur af tískuvikunni í París. Fleiri stjörnur með fjölskyldutengsl komu einnig fram á pallinum eins og Hadid systurnar.

Lífið
Fréttamynd

„Vertu á réttum tíma og ekki vera asni“

Leikkonan Helen Mirren hlaut í gær viðurkenningu á SAG verðlaununum fyrir ævistarf sitt í leiklistinni. Hún sló á létta strengi í ræðunni sinni og sagði allur hennar árangur væri möntrunni sinni að þakka en mantran er „Vertu á réttum tíma og ekki vera asni“.

Lífið
Fréttamynd

Sean Penn gerir heimildarmynd um innrás Rússa í Úkraínu

Leikarinn og leikstjórinn Sean Penn er staddur í Úkraínu þar sem hann vinnur að heimildarmynd um innrás Rússlands. Hann flaug til Kyiv til þess að festa atburðina sem eru að eiga sér stað á filmu. Hann hefur verið að fylgjast með aðdragandanum um nokkurt skeið en hann sást fyrst að störfum við myndina í Úkraínu í nóvember.

Lífið