Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Stjörnurnar skiptu um föt og fóru beint í eftirpartý

Eftir Óskarshátíðina er fjörið rétt að byrja og halda stjörnurnar beint í eftirpartý í nýjum sparifötum. Stærstu og umtöluðustu teitin utan hátíðarinnar eru líklega Governors Ball, Vanity Fair og áhorfspartýið hjá Elton John.

Lífið
Fréttamynd

Smith biður Chris Rock af­sökunar á kinn­hestinum

Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi.

Lífið
Fréttamynd

Sigurvegarar Óskarsins 2022: „Þetta er okkar stund“

Óskarsverðlaunahátíðin 2022 fer líklega í sögubækurnar sem ein viðburðarríkasta og jafnvel undarlegasta hátíðin hingað til. Dune vann flest verðlaun kvöldsins, alls sex, en þó ekki sem besta myndin. Hátíðin var í beinni útsendingu á Stöð 2 auk þess sem fylgst var grannt með gangi mála í vaktinni, eins og sjá má neðst í fréttinni.

Lífið
Fréttamynd

Óskarsvaktin 2022

Óskarinn fer fram í Dolby leikhúsinu í kvöld þar sem allar stærstu stjörnurnar mæta og vonast eftir gullstyttunni. Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að halda uppi vaktinni í nótt og fara með lesendum í gegnum rauða dregilinn og hátíðina. 

Lífið
Fréttamynd

Tim Burton endurvekur Addams fjölskylduna

Tim Burton mun glæða Addams fjölskylduna lífi í nýrri þáttaseríu fyrir Netflix en þetta verður í fyrsta skipti sem hann leikstýrir seríu. Þættirnir bera heitir Wednesday og er það tilvitnun í dóttur Addams fjölskyldunnar sem Jenna Ortega mun leika. 

Lífið
Fréttamynd

Fékk boð á Óskarinn eftir allt saman

Leikkonan Rachel Zegler greindi frá því á samfélagsmiðlum í vikunni að hún hafi ekki fengið boð á Óskarinn og var hún heldur súr yfir því og sagðist hafa reynt allt en nú virðist óskin hafa ræst.

Lífið
Fréttamynd

Hita upp fyrir Óskarinn

Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að fylgja þér í gegnum Óskarinn á sunnudaginn og tóku þær forskot á sæluna með sérstökum upphitunarþætti. Þær ætla að vera með ykkur á vaktinni á Vísi frá því að fyrsta stjarnan mætir og þangað til að sú síðasta fer heim.

Lífið
Fréttamynd

Amanda Bynes endurheimti sjálfræðið

Amanda Bynes fetaði síðustu daga í fótspor Britney Spears og var að sækjast eftir sjálfræði sem hún hlaut loks í gær. Móðir barnastjörnunnar fékk upphaflega forræði yfir henni árið 2013.

Lífið
Fréttamynd

Fékk ekki boð á Óskarinn

Rachel Zegler leikur Maríu Vasquez  í endurgerð West side story sem er tilnefnd sem besta myndin á hátíðinni en hún segist ekki hafa fengið boð á Óskarinn í ár. Hún segist ætla að hvetja myndina áfram af sófanum heima hjá sér en vonast enn eftir kraftaverki.

Lífið