Don´t Worry Darling dramað rakið: Harry Styles, meintur hráki, „Miss Flo“ og Shia LaBeouf Kvikmyndin Don't worry Darling er á leiðinni á hvíta tjaldið en dramað virðist vera enn meira utan handritsins miðað við fregnir af leikarahópnum. Sögurnar virðast verða fleiri með hverjum deginum sem líður og enn er margt óljóst í tengslum við þeirra samskipti. Lífið 6. september 2022 20:39
Bieber aflýsir fjölda tónleika vegna heilsubrests Tónlistarmaðurinn Justin Bieber tilkynnti í kvöld að hann hefði ákveðið að taka sé hlé frá tónleikahaldi um óákveðinn tíma vegna heilsubrests. Í júní síðastliðnum neyddist hann til að fresta fjölda tónleika vegna taugasjúkdóms sem hann greindist með. Lífið 6. september 2022 20:35
Gigi Hadid gæti orðið elsta kærastan til þessa Sá orðrómur er nú á kreiki vestanhafs að stórleikarinn Leonardo Dicaprio sé að slá sér upp með ofurfyrirsætunni Gigi Hadid, aðeins nokkrum vikum eftir að greint var frá sambandsslitum Dicaprio og leikkonunnar Camillu Morrone. Lífið 6. september 2022 15:31
Tapaði enn einu dómsmálinu Dómstóll í Kaliforníu hefur vísað frá enn einu dómsmálinu, í tengslum við eitt frægasta plötuumslag tónlistarsögunnar, plötu Nevermind með hljómsveitinni Nirvana. Fyrirsæta plötuumslagsins, Spencer Elden, hefur margoft krafist bóta þar sem hann telur myndatökuna falla undir „kynferðislega misnotkun barna“. Lífið 5. september 2022 21:23
Mörg járn í eldinum og rauði dregillinn með Jason Momoa Stórstjarnan Hera Hilmarsdóttir fer með hlutverk Helgu í kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu þar sem hún leikur á móti Þorvaldi Davíð og Anítu Briem. Hún fer einnig með hlutverk í þáttunum „See“ frá streymisveitunni Apple TV+ þar sem hún leikur meðal annars á móti Jason Momoa. Lífið 5. september 2022 20:00
Brendan Fraser felldi tár eftir frumsýningu Hvalsins Aðstandendur kvikmyndarinnar The Whale hlutu átta mínútna lófaklapp eftir frumsýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Tilfinningarnar báru Brendan Fraser, aðalleikara myndarinnar, ofurliði og varð hann klökkur yfir viðbrögðum fólks. Bíó og sjónvarp 5. september 2022 14:21
Missti röddina og hætti í miðjum tónleikum Tónlistarmaðurinn Weeknd, sem heitir réttu nafni Abel Tesfaye, og er frá Kanada, hætti að syngja á tónleikum í gær og gekk af sviðinu eftir að hafa misst röddina. Hann var hálfnaður með þriðja lag sitt þegar hann gekk út og skildi um sjötíu þúsund undrandi áhorfendur eftir. Tónlist 4. september 2022 14:30
Sonur Taylor Hawkins sló í gegn á trommunum Oliver Shane Hawkins, sextán ára sonur trommarans Taylor Hawkins, sló í gegn á trommunum með Foo Fighters á minningartónleikum um föður sinn í gær. Tónleikarnir fóru fram á Wembley í Lundúnum en Shane spilaði á trommurnar í laginu My Hero. Lífið 4. september 2022 09:35
„Master Chief“ nýtur lífsins á Íslandi Leikarinn Pablo Schreiber hefur notið lífsins á Íslandi af Instagram færslum hans að dæma. Schreiber hefur til dæmis leikið í sjónvarpsþáttunum „Halo“, „Orange is the New Black“ og kvikmyndinni „13 Hours. Lífið 3. september 2022 21:36
Jane Fonda er með krabbamein Nú rétt í þessu tilkynnti leikkonan, umhverfisaktívistinn og sjónvarpskonan Jane Fonda að hún hefði greinst með krabbamein. Lífið 2. september 2022 21:03
Hildur Guðna orðuð við Óskarsverðlaun Kvikmyndin Tár var í dag frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og samdi Hildur Guðnadóttir tónlistina. Hildur er sögð líkleg til að vinna Óskarsverðlaun fyrir myndina. Lífið 1. september 2022 23:22
Virðist yngja upp þegar kærusturnar ná 25 ára aldri Ástarmál stórleikarans Leonardo Dicaprio vekja yfirleitt töluverða athygli fólks en kappinn hefur verið í ástarsamböndum með fjölda þekktra kvenna í gegnum tíðina, yfirleitt fyrirsætum eða leikkonum. Lífið 31. ágúst 2022 14:01
Suðurafríska leikkonan Charlbi Dean er látin Suðurafríska leikkonan og fyrirsætan Charlbi Dean, sem fór meðal annars með hlutverk í verðlaunamyndinni Triangle of Sadness og sjónvarpsþáttaröðinni Black Lightning, er látin. Dean varð 32 ára. Lífið 31. ágúst 2022 12:46
Leonardo DiCaprio og Camila Morrone eru hætt saman Leikarinn, hjartaknúsarinn og aktívistinn Leonardo DiCaprio og leikkonan Camila Morrone hafa samkvæmt heimildum vestanhafs slitið sambandi sínu eftir fjögur ár saman. Lífið 31. ágúst 2022 07:54
Birti mynd af sér með fyrrverandi Súpermódelið Irina Shayk birti mynd af sér með leikaranum Bradley Cooper en hann er fyrrverandi kærasti hennar og barnsfaðir. Fyrrum parið virðist vera að hafa það notalegt í sólinni og skrifaði hún ekkert undir myndirnar en lét lyndistáknið rautt hjarta fylgja með. Lífið 30. ágúst 2022 13:02
Segist hafa afþakkað boð um að verða aðalkynnir á næstu Óskarsverðlaunahátíð Bandaríski grínistinn Chris Rock segist hafa hafnað boði um að verða kynnir á næstu Óskarsverðlaunahátíð sem fram fer í mars á næsta ári. Rock var kýldur af Will Smith á síðustu Óskarsverðlaunahátíð þegar hann var að kynna tilnefningar fyrir bestu heimildarmynd ársins og gerði þá grín að Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will Smith. Lífið 30. ágúst 2022 08:35
Platan „Midnights“ væntanleg frá Taylor Swift í október Á VMA verðlaunahátíðinni í gær tilkynnti ástsæla söngkonan Taylor Swift að ný plata væri á leiðinni. Síðustu tvær plötur Swift hafa verið endurútgáfur af eldri plötum vegna deila um eignarhald á hennar eldri tónlist. Tónlist 29. ágúst 2022 21:30
Britney Spears lét allt flakka í nýju myndbandi Söngkonan Britney Spears birti rúmlega tuttugu mínútna myndband á Youtube í gær þar sem hún tjáði sig meðal annars um sjálfræðisbaráttu sína. Myndbandinu hefur nú verið lokað og Britney hefur eytt Twitter færslu þar sem hún auglýsti það. Einnig virðist Britney hafa lokað Instagram reikning sínum aftur, þó ekki sé vitað hve lengi það verður. Lífið 29. ágúst 2022 12:00
Taylor Swift vann bikarinn fyrir besta tónlistarmyndbandið Tónlistarkonan Taylor Swift vann til tveggja verðlauna á VMA verðlaunahátíðinni í gær. Annars vegar vann hún verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið og fyrir besta langa tónlistarmyndbandið fyrir myndbandið með laginu All Too Well (10 Minute Version). Tónlist 29. ágúst 2022 08:49
Hannaði silfurmen með safírum og demöntum fyrir Katy Perry Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður og eigandi Aurum, hannaði stórt silfurhálsmen með safírum og demöntum fyrir Katy Perry sem tónlistarkonan bar á sérstakri skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima við Skarfabakka í gær. Lífið 28. ágúst 2022 16:48
Söngvari Arcade Fire sakaður um kynferðisbrot Fjórir einstaklingar hafa sakað Win Butler, söngvara kanadísku hljómsveitarinnar Arcade Fire, um að hafa brotið á sér kynferðislega. Atvikin áttu sér stað á árunum 2015 til 2020 en Butler hefur verið í hjónabandi með Régine Chassagne, meðlim Arcade Fire, síðan árið 2003. Erlent 27. ágúst 2022 21:06
Beyoncé siglir inn í fjórðu vikuna sína á toppnum Tónlistarkonan Beyoncé situr á toppi Íslenska listans fjórðu vikuna í röð með lagið Break My Soul af plötunni „RENAISSANCE act i“. Lagið hefur náð miklum vinsældum víða um heiminn, sat um tíma í fyrsta sæti bandaríska vinsældalistans Billboard Hot 100 og er komið með tæplega 150 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify. Tónlist 27. ágúst 2022 16:00
Innlit í skemmtiferðaskipið við Klettagarða í Reykjavík Stórt skemmtiferðaskip hefur vakið athygli við höfnina hjá Klettagörðum í Reykjavík síðustu daga. Skipið sem um ræðir er skemmtiferðaskipið Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka um helgina. Lífið 26. ágúst 2022 13:55
Veitingastaðareigandinn úr Beverly Hills er látinn Joe E. Tata, sem lék Nat, eiganda Peach Pit veitingastaðarins, í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills, 90210, er látinn. Tata var orðinn 85 ára gamall en hafði glímt við Alzheimer frá árinu 2014. Bíó og sjónvarp 25. ágúst 2022 22:35
Rússneskir grínistar blekktu Ian McKellen í spjall við Zelenskí Breski leikarinn Ian McKellen greindi frá því í gær að tveir rússneskir grínistar, sem hugðust notfæra sér leikarann, hafi sent honum boð um einkasamtal við Volodímír Zelenskí, Úkraínuforseta. Þegar samtalið við forsetann hófst runnu tvær grímur á leikarann og lagði hann á þá. Erlent 25. ágúst 2022 22:03
Meghan Markle vinsælli en Joe Rogan á Spotify Archetypes, nýtt hlaðvarp hertogaynjunnar Meghan Markle, steypti hlaðvarpinu The Joe Rogan Experience af stóli sem vinsælasta hlaðvarp streymisveitunnar Spotify í Bandaríkjunum. Aðeins tveir dagar eru liðnir síðan fyrsti þáttur Archetypes var gefinn út. Lífið 25. ágúst 2022 19:21
Snoop Dogg stofnar tónlistarrás fyrir börn á YouTube Tónlistarmaðurinn Snoop Dogg hefur stofnað YouTube rás fyrir börn, sem nefnist Doggyland - Kids Songs & Nursery Rhymes. Markmið rásarinnar er að hjálpa börnum með félagshæfni með söngi, dönsum og rappi. Tónlist 25. ágúst 2022 18:42
Nick Cannon á von á sínu níunda og tíunda barni Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon á nú von á sínu níunda og tíunda barni. Nýjasta tilkynningin er hans þriðja barn með fyrirsætunni Brittany Bell en fyrir eiga þau börnin Golden Sagon og Powerful Queen. Lífið 25. ágúst 2022 14:30
Idris Elba og Baltasar Kormákur skemmtu sér vel í London Sérstök Universal Pictures sýning á kvikmyndinni Beast fór fram í London í gær. Baltasar Kormákur leikstjóri myndarinnar mætti á frumsýninguna ásamt fjölskyldu sinni. Lífið 25. ágúst 2022 13:30
Meghan Markle gerist hlaðvarpsstjarna Hertogaynjan Meghan Markle hefur ákveðið að stíga inn í hlaðvarpsheiminn með þáttunum sínum Archetypes. Fyrsti viðmælandi hennar er tennisstjarnan Serena Williams sem nýlega tilkynnti að hún væri að fara að setjast í helgan stein eftir stórfenglegan feril. Lífið 25. ágúst 2022 07:30