Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Cuba Gooding Jr. sleppur við fangelsi

Leikarinn Cuba Gooding Jr. slapp við fangelsisrefsingu þegar dómur yfir honum var kveðinn upp í dag í New York ríki. Hann játaði að hafa kynferðislega áreitt þrjár konur árin 2018 og 2019. Með því skilyrði að halda áfengismeðferð sinni áfram hlaut hann sex mánaða skilorðsbundinn dóm. 

Erlent
Fréttamynd

Stundaði kynlíf ömmu sinni til heiðurs

„Við stunduðum kynlíf fyrir framan arineldinn þér til heiðurs,“ sagði athafnakonan Kim Kardashian við ömmu sína MJ í nýjasta þættinum af  The Kardashians. Ömmu hennar brá heldur betur í brún þar til hún fékk staðfest að það hafi verið inni á hótelherbergi en ekki í anddyri hótelsins. 

Lífið
Fréttamynd

Blake Shelton hættir í The Voice

„Ég hef tekið ákvörðun um að tími sé kominn fyrir mig að hætta í The Voice eftir næstu seríu,“ sagði kántrí söngvarinn Blake Shelton í tilkynningu. Það er óhætt að segja að þættirnir hafi breytt lífi hans en í þeim kynntist hann meðal annars núverandi eiginkonu sinni Gwen Stefani.

Lífið
Fréttamynd

Angela Lans­bury er látin

Leikkonan ástsæla Angela Lansbury er fallin frá 96 ára að aldri. Hún fæddist í London árið 1925 og á langan leiklistarferil að baki, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. 

Lífið
Fréttamynd

Hjart­næmir endur­fundir Doc og Marty á Comic Con

Myndband af endurfundum leikaranna Christopher Lloyd og Michael J. Fox hefur vakið mikla athygli á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum. Leikararnir léku saman í Back to the Future-kvikmyndunum á árunum 1985 til 1990. Lloyd lék brjálaða vísindamanninn Emmett „Doc“ Brown og Fox unglinginn Marty McFly.

Lífið
Fréttamynd

Átti ekki von á að Snertingu myndi ganga svona vel

Eitt stærsta kvikmyndadreifingarfyrirtæki heims hefur keypt réttinn að íslensku kvikmyndinni Snerting. Kaupsamningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hvað íslenska kvikmynd varðar en leikstjórinn segist ekki hafa búist við svo góðum móttökum úr kvikmyndaheiminum.

Lífið
Fréttamynd

Adidas skoðar framtíð Kanye

Fyrirtækið Adidas er að endurskoða samstarf sitt við tónlistarmanninn Kanye West. „Farsælt samstarf byggir á sameiginlegri virðingu og sömu gildunum,“ sagði fyrirtækið í tilkynningu. 

Lífið
Fréttamynd

Christian Bale þakkar Leonardo DiCaprio fyrir ferilinn sinn

Leikarinn Christian Bale þakkar kollega sínum Leonardo DiCaprio fyrir þau hlutverk sem hann hefur fengið. „Mig grunar að nánast allir leikarar á hans aldri í Hollywood skuldi honum ferilinn sinn fyrir að hafna hlutverkunum sem þeir hafa fengið,“ segir Bale í viðtali við GQ.

Lífið
Fréttamynd

Britney fyrirgefur mömmu sinni ekki

Söngkonan Britney Spears er ekki sátt við afsökunarbeiðnina sem móðir hennar skildi eftir undir mynd á Instagram miðli Britney. „Mamma taktu afsökunarbeiðnina þína og rí**u þér,“ sagði hún meðal annars. 

Lífið
Fréttamynd

Hjónabandið á slæmum stað

Hjónaband fyrirsætunnar Gisele Bündchen og ruðnings kappinn Tom Brady hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Nú hafa þau bæði ráðið skilnaðarlögfræðing samkvæmt heimildum Page Six. 

Lífið
Fréttamynd

Kanye West svarar fyrir sig eftir gagnrýni á „White Lives Matter“ boli

Rapparinn Kanye West sætir mikilli gagnrýni um þessar mundir fyrir að hafa klæðst bol með áletruninni „White Lives Matter“ á tískusýningu í París í vikunni. Þá fullyrti hann að „Black Lives Matter“ hafi verið svik og sagði fólk taka þátt í að „rífa niður svartan mann fyrir að hafa aðra pólitíska skoðun.“

Lífið
Fréttamynd

Faðir Miley Cyrus hefur fundið ástina á ný

Söngvarinn Billy Ray Cyrus, faðir Miley Cyrus, er kominn með kærustu. Kærastan er ástralska söngkonan Firerose. Það var í apríl á þessu ári sem fyrrverandi eiginkona hans til tuttugu og átta ára, Tish Cyrus, sótti um skilnað.

Lífið
Fréttamynd

Beyoncé skín skært fyrir Tiffany & Co

Söngkonan Beyoncé skín skært klædd demöntum frá toppi til táar í nýju myndbandi frá skartgripafyrirtækinu Tiffany & Co. Í því má sjá hana dansa og syngja á fullum skemmtistað af fólki ásamt því að sitja á baki glitrandi hests. 

Lífið
Fréttamynd

Kim Kardashian nær sáttum við fjármálaeftirlit Bandaríkjanna

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur náð sáttum við bandaríska fjármálaeftirlitið (SEC) vegna auglýsinga á samfélagsmiðlum hennar um fjárfestingar í rafmyntaafurðum. SEC féll frá ákæru eftir að Kardashian náði samkomulagi um greiðslu upp á 1,26 milljónir dollara, eða sem nemur ríflega 180 milljónum króna.

Innherji
Fréttamynd

Sacheen Littlefeather er látin

Aðgerðarsinninn Sacheen Littlefeather er látin, 75 ára að aldri. Hún hafði barist við krabbamein í brjósti undanfarin ár. Í tilkynningu frá Óskarsverðlaunaakademíunni segir að hún hafi verið umkringd fjölskyldu og vinum þegar hún féll frá.

Lífið
Fréttamynd

Sögð ætla að halda tryggð við Adam Levine

Þrátt fyrir allt virðist skilnaður ekki vera í farvatninu hjá poppstjörnunni Adam Levine. Eiginkona hans, fyrirsætan Behati Prinsloo, er sögð ætla að halda tryggð við Levine en hún gengur með þeirra þriðja barn um þessar mundir.

Lífið