Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Ellefta barnið komið í heiminn og það tólfta á leiðinni

Barnamaskínan Nick Cannon er orðinn ellefu barna faðir. Hann eignaðist dótturina Zeppelin Cannon á þeim flotta degi 11.11. með plötusnúðinum Abby De La Rosa. Zeppelin er þá fjórða barnið sem Cannon eignast á þessu ári en það fimmta er væntanlegt í desember.

Lífið
Fréttamynd

Lést á flug­vellinum þar sem hann dvaldi í á­tján ár

Mehran Karimi Nasseri, Íraninn sem dvaldi á Charles De Gaulle flugvellinum í París í átján ár er látinn. Hann lést á flugvellinum eftir að hafa snúið aftur þangað fyrir skömmu. Saga Nasseris varð kveikjan að kvikmyndinni vinsælu The Terminal með Tom Hanks í aðalhlutverki.

Erlent
Fréttamynd

Rihanna var nálægt því að hafna Super Bowl

Tónlistarkonan Rihanna er mætt á Íslenska listann á FM957 eftir langa fjarveru en hún gaf út sitt fyrsta lag í sex ár í lok október. Lagið heitir „Lift Me Up“ og var samið fyrir kvikmyndina „Black Panther: Wakanda Forever“.

Tónlist
Fréttamynd

Penn lánar Selenskí Óskarsverðlaunin

Leikarinn og leikstjórinn Sean Penn er staddur í Úkraínu, þar sem hann fundaði meðal annars með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta og lánaði honum annan af tveimur Óskarsverðlaungripum sínum. Bað hann Selenskí að skila styttunni til Malibu þegar Úkraínumenn hefðu haft sigur af Rússum.

Erlent
Fréttamynd

Leslie Phillips er látinn

Breski leikarinn Leslie Phillips er látinn, 98 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir hlutverk sitt í Carry On-kvikmyndunum og fyrir að ljá flokkunarhattinum í Harry Potter-kvikmyndunum rödd sína. 

Lífið
Fréttamynd

Þetta er kyn­þokka­fyllsti maður í heimi

Leikarinn Chris Evans er kynþokkafyllsti núlifandi karlmaður heims, samkvæmt bandaríska tímaritinu People. Tímaritið veitir þennan áhugaverða titil á hverju ári og tekur Evans við keflinu af leikaranum Paul Rudd.

Lífið
Fréttamynd

Net­verjar missa sig yfir ó­þekkjan­legum Zac Efron

Leikarinn og sjarmatröllið Zac Efron er nánast óþekkjanlegur í nýju hlutverki sem hann fer með þessa dagana. Á nýlegum myndum af Efron má sjá hann vöðvastæltari en nokkru sinni fyrr, með klippingu sem minnir helst á Prins Valíant.

Lífið
Fréttamynd

Jimmy Kimmel verður kynnir á Óskarnum

Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel verður kynnir á Óskarsverðlaununum þann 12. mars á næsta ári. Þetta er í þriðja sinn sem hann fær hlutverkið en hann hélt einnig utan um hátíðina árin 2017 og 2018. 

Lífið
Fréttamynd

Aaron Car­ter látinn 34 ára

Söngvarinn Aaron Carter er látinn 34 aðeins ára gamall. Fjölmiðlar ytra greina frá því að hann hafi látist í baðkarinu heima hjá sér. Ekki er grunur um saknæma háttsemi.

Tónlist
Fréttamynd

Var með Ari­önu Grande á milli brjóstanna í hóp­kyn­lífs­senu á Ítalíu

„Ég er svona einn af þessum leikurum sem er athyglissjúkur intróvert,“ segir Ólafur Darri Ólafsson. Ólafur var gestur Gústa B í Veislunni á FM957 þar sem hann ræddi meðal annars um vináttu hans og Ben Stillers, fyrstu kynnin við Jennifer Aniston og hópkynlífssenu sem hann lék í með Owen Wilson og tónlistarkonunni Ariönu Grande.

Lífið
Fréttamynd

ET selst til hæst­bjóðanda

Upprunalega líkanið af geimverunni E.T. sem notað var við tökur á kvikmynd Steven Spielberg E.T. The Extra-Terrestrial fer á uppboð í desember. Talið er að líkanið muni seljast á um það bil þrjár milljónir dollara, rúmar 430 milljónir íslenskra króna. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Heidi Klum mætti sem ormur

Fyrirsætan Heidi Klum er þekkt fyrir það að klæðast stórkostlegum búningum á hrekkjavöku sem eru í raun listaverk. Í ár hélt hún í hefðina og mætti klædd sem ormur og lá á gólfinu í viðtölunum sem hún fór í. 

Lífið
Fréttamynd

Takeoff skotinn til bana

Bandaríski rapparinn Takeoff var skotinn til bana í Houston í Texas í dag. Fjöldi fólks hefur vottað rapparanum virðingu sína á samfélagsmiðlum í dag. 

Erlent
Fréttamynd

Taylor Swift boðar tónleikaferðalag í bráð

Söngkonan Taylor Swift boðar tónleikaferðalag í náinni framtíð í viðtali Graham Norton. Hún gaf nýlega út plötuna Midnight sem sló öll met á Spotify og varð mest spilaða platan á einum degi. Myndband við eitt laganna á plötunni hefur þó verið umdeilt og talið ýta undir fitufordóma.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta lagið frá Rihönnu í sex ár

Fyrsta lag söngkonunnar Rihönnu síðan árið 2016 heiðrar leikarann Chadwick Boseman, sem lést árið 2020 úr ristilkrabbameini. Lagið ber heitið Lift Me Up og er það fyrsta sem hún gefur sjálf út í sex ár. 

Lífið