Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Ein­föld ráð til að hlaða batteríin yfir sumarið

„Sumarið að mínu mati er tilvalið til þess að núllstilla sig, skapa nýjar og heildrænar venjur sem styðja við heilsuna okkar. Við höfum meiri tíma, rútínan okkar breytist og við ættum að stefna á að hlúa extra vel að okkur og nýta sumarið til þess að hlaða batteríin, segir Sara Snædís Ólafsdóttir heilsuþjálfari og stofnandi With Sara.

Lífið
Fréttamynd

„Ef við erum lausnamiðuð þá sköpum við tæki­færin“

Röð atburða leiddi til þess að Kolbrún Róbertsdóttir tók stóra og djarfa ákvörðun árið 2012. Hún flutti til Spánar ásamt börnunum sínum þremur, og það eina sem höfðu meðferðis voru fimm ferðatöskur. Kolbrún lét hjartað ráða för og leyfði tækifærunum að koma til sín. Það borgaði sig á endanum; hún opnaði jógastúdíó við suður strönd Spánar.

Lífið
Fréttamynd

Segir brjóst myndast við mikla bjór­drykkju

Þorbjörg Hafsteinsdóttir frumkvöðull í heilsugeiranum, sem jafnan er kölluð Tobba Hafsteins, segist hafa fengið opinbera gagnrýni frá fagaðilum um skaðleg áhrif sykurs á líkamann. Hún segist hafa verið á undan sinni samtíð.

Lífið
Fréttamynd

Kjúklinganaggar hollu stjúpunnar

Sunneva Halldórsdóttir, meistaranemi í líf- og læknavísindum, sem heldur úti Instagram-síðunni Efnasúpan deildi nýverið uppskrift að meinhollum kjúklinganöggum með gómsætu meðlæti með fylgjendum sínum.

Lífið
Fréttamynd

Er lýsi eins skað­legt og það er bragðvont?

Lýsi er fiskiolía unnin úr lifur ýmist þorska, ufsa eða lúðu en þorskalýsi er þó algengast. Lýsi er ríkt af A og D-vítamínum og inniheldur mikið magn fjölómettaðra fitusýra líkt og omega-3 fitusýra sem að eru okkur nauðsynlegar.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er al­deilis ekki sjálf­sagt að hafa heilsu“

Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona og viðburðarstýra, segist hafa sett heilsuna í fyrsta sæti eftir að hafa misst hana í kjölfar barnsburðar fyrir fjórum árum síðan. Hún segist spennt fyrir sumrinu sem er þéttskipað af fjallahlaupum og tónlistarviðburðum.

Lífið
Fréttamynd

Binni Glee hrundi til jarðar í Köben

Brynjar Steinn Gylfason, Binni Glee, lenti í því óheppilega atviki í gær að falla í yfirlið þegar hann gekk út úr neðanjarðarlest í Kaupmannahöfn. Hann segist vera í áfalli eftir atvikið þó allt hafi farið vel að lokum. 

Lífið
Fréttamynd

Sumarleg pitaya-skál frá Balí sem þú verður að prófa

Júlía Magnúsdóttir, hráfæðiskokkur og eigandi Lifðu til Fulls heilsumarkþjálfunnar, deildi uppskrift að sumarlegri smoothie skál á dögunum sem er sögð bragðast eins og ís. Meginuppistaðan í skálinni er hinn suðræni og skærbleiki drekaávöxtur sem er stútfullur af næringarefnum.

Lífið
Fréttamynd

Segir konur fórna líkama sínum og heilsu á með­göngu

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur og áhrifavaldur, segist þakklát fyrir það að fá að ganga með barn eftir að hafa barist við ófrjósemi í mörg ár. Hún segir það þó ekki sjálfgefið að konur fórni líkama sínum og heilsu í tíu mánuði þar sem gyllinæð, tannpína og krónískt kvef telst eðlilegur fylgikvillu barnsburðar. 

Lífið
Fréttamynd

Í sumarform á 6 vikum

Er hægt að bjarga forminu fyrir sumarið á þessum allra síðustu vordögum, með sex vikna átaki? Er almennt hægt að komast í gott líkamlegt form á sex vikum?

Lífið samstarf
Fréttamynd

Langar þig að fylgjast með vin­sælum húðmeðferðum?

Húðin og LPG Reykjavík verða með opið hús á morgun í tilefni opnunar nýs húsnæðis í Skipholti 50b, fimmtudaginn 23. maí. Þar munu gestir fá að fylgjast með meðferðum eins og fylliefnum, LPG, örnálameðferð, ávaxtasýrumeðferð og húðþéttingarmeðferð. Ásamt því verða frábær tilboð, allt að 30% af meðferðum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Sam­einaðu hreyfingu og hlátur í Lyfju­göngunni

Lyfja stendur fyrir göngu og uppistandi út í skógi í Elliðaárdal á morgun, miðvikudaginn 22. maí kl. 18 í Elliðaárdal. Grínistinn Dóri DNA mætir í lok göngunnar og kitlar hláturtaugar göngufólks en rannsóknir sýna að hreyfing, útivera og hlátur geta bætt andlega og líkamlega vellíðan.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Endur­kast sólar­ljóss jafn skað­legt og beint sólar­ljós

Kjartan B. Kristjánsson sjóntækjafræðingur og eigandi Optical Studio segir nauðsynlegt að nota sólgleraugu allt árið um kring. Endurkast sólarljóss sé meira en fólk geri sér grein fyrir og skaði augun. Velja þurfi rétt sólgleraugu. Hann mælir með sólgleraugum frá Maui Jim sem einum bestu sólgleraugum sem völ er á í heiminum þegar kemur að gæðum glerjanna.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Elísa­bet og Áki nefndu stúlkuna

Hjónin og eigendur heilsustaðarins Maikai, Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, betur þekktur sem Áki, tilkynntu nafn dóttur þeirra, sem fæddist fyrr í mánuðinum, í sameiginlegri færslu á Instagram. Stúlkunni var gefið nafnið Maja Svan.

Lífið
Fréttamynd

Heitustu trendin fyrir sumarið 2024

Sundlaugar landsins fyllast, umferðin minnkar og þegar að sólin lætur sjá sig færist bros yfir landsmenn. Sumarið er komið í allri sinni dýrð hérlendis óháð fjölbreyttu veðurfari og mismiklu sumarfríi. Þessi árstíð einkennist gjarnan af tilhlökkun og gleði en samhliða því þróast hin ýmsu sumartrend. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp álitsgjafa um heitustu trendin í sumar, hvort sem það er í fjallgöngum, grillmat, hárgreiðslu eða öðru.

Lífið
Fréttamynd

Gleði­tár hjá hundrað konum á Geysi

Sara Snædís Ólafsdóttir heilsuþjálfari og eigandi Withsara og Elísabet Gunnarsdóttir athafnakona sameinuðu krafta sína með skipulagningu á sólarhrings heilsuferð fyrir konur (e. Wellness Retreat) á Hótel Geysi síðastliðna helgi. Þær segjast hrærðar yfir viðbrögðunum sem fóru fram úr þeirra björtustu vonum.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Mér fannst mæðradagurinn alltaf triggerandi“

Stjörnur landsins nutu liðinnar viku eins og þeim einum er lagið. Mæðradagurinn var í gær og sendu fjölmargir Íslendingar fallegar kveðjur á mæður í lífi þeirra í tilefni dagsins. Fjölmargir sóttu tónleika hljómsveitarinnar GusGus í Hörpu um helgina, þar sem stiginn var trylltur dans.

Lífið