Umfjöllun: Ísland - Marokkó 31-23 | Öruggt gegn grófum mótherjum Íslendingar áttu ekki í vandræðum með að vinna Marokkó, 31-23, í lokaleik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi. Þar með fer Ísland með tvö stig áfram í milliriðla mótsins. Handbolti 18. janúar 2021 22:08
Einkunnir strákanna okkar á móti Marokkó: Viggó og Ólafur bestir Bestu menn íslenska liðsins í kvöld eiga það sameiginlegt að hafa unnið sér inn meiri spilatíma með flotti frammistöðu á HM í handbolta í leikjum íslenska liðsins í riðlakeppninni. Handbolti 18. janúar 2021 22:05
„Veit ekki af hverju þeir eru með þessi brot, viljandi“ „Þeir eru mjög óhefðbundnir og það var eiginlega óþægilegt að spila á móti þeim varnarlega, því maður vissi aldrei hvað þeir voru að fara að gera. Það var því gott að vinna þá og gott að gera það af öryggi,“ sagði Viggó Kristjánsson eftir 31-23 sigur Íslands gegn Marokkó á HM í kvöld. Handbolti 18. janúar 2021 21:50
Getur allt gerst í milliriðlinum „Þetta er stórhættuleg þjóð að eiga við á þessum tímapunkti móts, að mæta svona agressívu og blóðheitu liði, en við skiluðum þessu í hús,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson sem átti fínan leik í marki Íslands í sigrinum á Marokkó í kvöld. Handbolti 18. janúar 2021 21:37
Topparnir í tölfræðinni á móti Marokkó: Gegnumbrotaveisla á móti grófum Marokkóbúum Íslensku strákarnir þurftu að sýna klókindi á móti framliggjandi og grófri vörn Marokkó í kvöld. Handbolti 18. janúar 2021 21:35
Guðmundur: Fegnastur að enginn skyldi slasa sig Guðmundur Guðmundsson var ánægður með sigurinn á Marokkó, 31-23, í lokaleik Íslands í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi. Hann var ósáttur við grófan leik Marokkómanna. Handbolti 18. janúar 2021 21:29
Síðan fæ ég högg beint í smettið Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög fínan leik er íslenska liðið vann Marokkó með átta marka mun, 31-23. Hann fékk nokkuð þungt högg í andlitið sem honum fannst ekkert spes. Handbolti 18. janúar 2021 21:28
Twitter á meðan Ísland vann Marokkó: Útsendingastjóri mótsins óvinsæll og grófir mótherjar Íslenska landsliðið vann sinn annan leik í röð á HM í handbolta er það lagði Marokkó með átta marka mun í kvöld, lokatölur 31-23. Handbolti 18. janúar 2021 21:10
Norðmenn með tvö stig í milliriðil Íslands Norðmenn fara með tvö stig í milliriðil okkar Íslendinga eftir stórsigur á Austurríkismönnum í síðasta leik E-riðils. Lokatölur 38-29. Handbolti 18. janúar 2021 20:59
Danska pressan fékk að heyra það frá landsliðsþjálfaranum Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var heitt í hamsi á blaðamannafundi danska landsliðsins í dag er hann ræddi um málefni markvarðarins Emil Nielsen. Handbolti 18. janúar 2021 19:00
Portúgal hafði betur gegn Alsír, endurkomusigur Svía og Frakkar með fullt hús Portúgal mun taka með sér fjögur stig í milliriðla eftir að liðið tryggði sér toppsætið í F-riðlinum með 26-19 sigri á Alsír í dag. Portúgal leiddi 14-9 í hálfleik. Handbolti 18. janúar 2021 18:30
Ómar Ingi fær hvíld í kvöld Ómar Ingi Magnússon er ekki í leikmannahópi Íslands sem mætir Marokkó í kvöld í lokaleik sínum í F-riðli HM í handbolta í Egyptalandi. Handbolti 18. janúar 2021 16:47
Lazarov leiddi Norður-Makedóníu til sigurs og sætis í milliriðli Norður-Makedónía tryggði sér sæti í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í Egyptalandi með sigri á Síle, 32-29, í dag. Handbolti 18. janúar 2021 16:14
Grænhöfðaeyjar draga sig úr leik á HM Lið Grænhöfðaeyja hefur dregið sig úr keppni á HM í handbolta karla í Egyptalandi vegna hópsmita í herbúðum þess. Handbolti 18. janúar 2021 13:39
Svensson biðst afsökunar á ummælum sínum um Aron: Misskilningur Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út tilkynningu á miðlum sínum vegna fréttar sænska blaðsins Aftonbladet sem Vísir sagði frá í morgun. Handbolti 18. janúar 2021 12:02
Patrekur skaut Marokkómenn í kaf Ísland mætir Marokkó í síðasta leik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Handbolti 18. janúar 2021 11:01
Hvaða möguleikar eru í stöðunni hjá Íslandi á HM? Eftir fimmtán marka sigurinn gegn Alsír á laugardag eiga Íslendingar góða möguleika á að taka með sér tvö stig í milliriðilinn á HM í handbolta í Egyptalandi. Handbolti 18. janúar 2021 10:00
Tomas Svensson segir að læknir íslenska liðsins hafi ekki fengið að skoða Aron Aron Pálmarsson er ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundssonar setur spurningarmerki við meiðsli landsliðsfyrirliðans í viðtali við sænskan blaðamann. Handbolti 18. janúar 2021 08:30
Danir halda áfram að kvarta yfir aðstæðunum í Egyptalandi Danska landsliðið í handbolta hefur ekki farið í felur með það að þeir eru allt annað en sáttir við þær aðstæður sem liðið býr við á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi þar sem mismargir fara eftir sóttvarnarreglum. Handbolti 18. janúar 2021 06:31
Ungverjar skoruðu 44 mörk, Spánn marði Pólland og auðvelt hjá heimsmeisturunum Heimsmeistarar Dana eru komnir áfram í milliriðla eftir að þeir unnu tuttugu marka sigur á Kongó, 39-19, á HM í Egyptalandi. Handbolti 17. janúar 2021 21:11
Naumt tap Halldórs gegn Argentínu og ótrúlegt jafntefli í B-riðlinum Króatía vann öruggan sigur á Angóla í C-riðlinum á HM í Egyptalandi, 28-20, en Króatar eru þar með komnir í milliriðil. Þeir eru með þrjú stig en Angóla án stiga. Handbolti 17. janúar 2021 18:37
Stella og Karen: Gaman að geta spilað aftur saman Það var mikil spenna fyrir endurkomu Stellu Sigurðardóttur og Karenar Knútsdóttur, leikmanna Fram í fyrsta leik Olís deildar kvenna eftir að tímabilið var flautað aftur á. Handbolti 17. janúar 2021 16:33
Janus Daði á heimleið vegna meiðsla Janus Daði Smárason landsliðsmaður í handbolta mun ekki leika meira á HM í Egyptalandi vegna meiðslna á öxl. Handbolti 17. janúar 2021 16:21
Naumt tap hjá Degi eftir háspennuleik Eftir flott jafntefli gegn Króatíu í fyrstu umferðinni í riðlakeppninni á HM í Egyptalandi, töpuðu lærisveinar Dags Sigurðssonar í Japan gegn Katar í dag, 31-29. Handbolti 17. janúar 2021 15:58
Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 26-25 | Fram hafði betur eftir æsispennandi lokamínútur Fram lagði ÍBV að velli með minnsta mun í stórleik Olís-deildar kvenna í dag. Handbolti 17. janúar 2021 15:26
Besti maður Króata farinn heim af HM Luka Cindric mun ekki taka frekari þátt á HM í handbolta sem fram fer í Egyptalandi þessa dagana. Handbolti 17. janúar 2021 12:01
Grænhöfðaeyjar þurfa að gefa leikinn gegn Þjóðverjum Þýskaland verður dæmdur 10-0 sigur á Grænhöfðaeyjum á HM í handbolta í dag þar sem þeir síðarnefndu ná ekki í lið. Handbolti 17. janúar 2021 10:03
Einkunnir strákanna okkar á móti Alsír: Gísli og Bjarki bestir af mörgum góðum Það voru margir að spila vel í íslenska landsliðinu í stórsigri á Alsírbúum og tveir leikmenn fengu fullt hús í einkunnagjöf okkar. Handbolti 16. janúar 2021 22:05
Umfjöllun: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. Handbolti 16. janúar 2021 21:55
Bjarki Már: Menn spiluðu með minni þyngsli á öxlunum „Þetta var mikilvægt fyrir okkur, að stimpla okkur inn í mótið og fá tvö stig. Ég er ánægður með hvernig við mættum til leiks. Það er mjög gaman þegar þetta gengur svona vel,“ sagði Bjarki Már Elísson við Vísi eftir sigurinn stóra á Alsír, 24-39, á HM í Egyptalandi í kvöld. Handbolti 16. janúar 2021 21:47