Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Sigvaldi og félagar með stórsigur

Sigvaldi Guðjónsson og félagar hans í Vive Kielce unnu í dag stórsigur gegn Gwardia Opole í pólsku deildinni í handbolta. Lokatölur 40-24, og Kielce hefur nú unnið báða leiki sína í byrjun tímabils.

Handbolti
Fréttamynd

Leonharð framlengir við FH

Leonharð Þorgeir Harðarson, hornamaður FH, hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild FH út keppnistímabilið 2024.

Handbolti
Fréttamynd

Lík­legast að ein­vígið fari fram í Kósovó

Íslandsmeistarar KA/Þórs mæta KHF Istogu, landsmeisturum Kósovó, í fyrstu umferð Evrópukeppni kvenna í handbolta. Liðin mætast tvívegis um miðjan septembermánuð og stefnir allt í að báðir leikirnir fari fram í Kósovó.

Handbolti
Fréttamynd

Viktor Gísli og félagar áfram eftir risasigur

GOG frá Danmörku, lið Viktors Gísla Hallgrímssonar, vann öruggan ellefu marka sigur, 36-25, á stórliði Celje frá Slóveníu í fyrstu umferð í forkeppni Evrópudeildar karla í handbolta í dag. Liðið fór þannig áfram í næstu umferð.

Handbolti
Fréttamynd

Valsmenn unnu fyrri leikinn í Króatíu

Góð frammistaða í fyrri hálfleik var grunnurinn að fjögurra marka sigri Vals, 22-18, á Porec frá Króatíu í fyrri leik liðanna í 1. umferð Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld. Liðin mætast í síðari leiknum á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Aron fer vel af stað í Danmörku

Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg áttu ekki í miklum vandræðum með að vinna Midtjylland, 29-36, í dönsku bikarkeppninni í handbolta í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Ýmir Örn og félagar með stórsigur í Evrópudeildinni

Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen tóku á móti Spor Toto frá Tryklandi í Evrópudeildinni í handbolta í dag. Ýmir of félagar lentu ekki í miklum vandræðum með Tyrkina og unnu að lokum 16 marka sigur, 38-22.

Handbolti