Danmörk nældi í brons Danmörk vann til bronsverðlauna á EM í handbolta með því að hefna fyrir tapið gegn Frakklandi í lokaleik milliriðils sem þýddi að Ísland komst ekki í undanúrslit. Lokatölur eftir framlengdan leik 35-32. Handbolti 30. janúar 2022 16:30
Ómar Ingi markahæstur á EM þar sem Hansen er meiddur Stórskyttan Mikkel Hansen mun ekki leika með Danmörku í leiknum um 3. sæti á EM í handbolta. Það þýðir að Ómar Ingi Magnússon endar mótið sem markahæsti leikmaður mótsins nema Wanne Hampus skori 19 mörk í úrslitaleiknum síðar í dag. Handbolti 30. janúar 2022 14:31
Lærisveinar Arons komnir í úrslit Asíumótsins Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í landsliði Barein eru komnir í úrslit Asíumótsins í handbolta. Barein lagði Sádi-Arabíu með níu marka mun í undanúrslitum mótsins, lokatölur 29-20. Handbolti 30. janúar 2022 14:00
Viktor Gísli í úrvalsliði EM en ekki pláss fyrir Ómar Inga Úrvalslið Evrópumótsins í handbolta er klárt. Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er í sjö manna draumaliði mótsins en ekki er pláss fyrir hinn magnaða Ómar Inga Magnússon sem gæti enn endað sem markahæsti leikmaður mótsins. Handbolti 30. janúar 2022 11:54
Erlingur meðal þeirra sem er orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Noregs Erlingur Richardsson, þjálfari karlaliðs ÍBV hér á landi og landsliðsþjálfari Hollands í handbolta er meðal þeirra sem er orðaður við landsliðsþjálfarastöðu norska landsliðsins. Þetta kemur fram á vef norska fjölmiðilsins TV2. Handbolti 30. janúar 2022 07:01
Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Valur 28-23 | Sterkur sigur hjá heimakonum KA/Þór vann mikilvægan sigur á Val í KA heimilinu í dag í toppbaráttunni í Olís deild kvenna. Lokatölur 28-23 fyrir KA/Þór. Handbolti 29. janúar 2022 19:15
Andri Snær: Við vitum hvað býr í okkur „Þetta var frábær sigur hjá okkur. Við vorum mjög ferskar í dag, vörnin var frábær og við fengum góða markvörslu. Svo vorum við einnig ferskar sóknarlegar og fengum framlag frá mörgum leikmönnum þannig þetta var bara glæsilegur sigur,“ sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór eftir 28-23 sigur á Val í KA heimilinu í dag. Handbolti 29. janúar 2022 19:00
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 22-28 | Nýr þjálfari landaði Stjörnusigri í sínum fyrsta leik Stjarnan vann magnaðan sex marka sigur á Haukum í Olís-deild kvenna í fyrsta leik sínum undir stjórn Hrannars Guðmundssonar. Haukar höfðu átt góðu gengi að fagna á heimavelli það sem af er tímabils en Stjarnan lét það ekki á sig fá í dag. Handbolti 29. janúar 2022 17:35
Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 24-26 | Áttundi sigur ÍBV í röð ÍBV vann sinn áttunda sigur í röð í öllum keppnum. Fyrri hálfleikur ÍBV var frábær og héldu gestirnir sjó í seinni hálfleik sem skilaði sér í tveggja marka sigri á Fram 24-26. Handbolti 29. janúar 2022 16:11
Mæta Austurríki eða Eistlandi í HM umspilinu Íslenska landsliðið í handbolta mun mæta sigurvegurum úr einvígi Austurríkis og Eistlands í umspili um laust sæti á HM í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í byrjun árs 2023. Handbolti 29. janúar 2022 16:08
Sigurður Bragason: Fæ ekkert að njóta sólarinnar á Spáni Sigurganga ÍBV hélt áfram í Framheimilinu þar sem ÍBV vann tveggja marka útisigur á toppliði Fram 24-26. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var í skýjunum eftir leik. Sport 29. janúar 2022 15:51
HK lagði Aftureldingu að velli í Kórnum HK vann tveggja marka sigur á Aftureldingu í Olís deildinni í handbolta í dag þegar liðin áttust við í Kórnum. Handbolti 29. janúar 2022 15:29
„Besta frammistaða landsliðsmanns frá upphafi“ Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson gerðu upp Evrópumótið í handbolta í EM hlaðvarpinu hjá Stefáni Árna Pálssyni í dag. Handbolti 29. janúar 2022 11:00
Guðmundur segist ekki geta tjáð sig um framtíðina: „Ég á fimm mánuði eftir af þessum samningi við HSÍ“ Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands fór yfir víðan völl eftir naumt tap Íslands gegn Noregi í leiknum um 5. sætið á EM í handbolta í gær. Sigur hefði einnig þýtt að Ísland væri búið að tryggja sér farseðilinn á HM á næsta ári en samningur Guðmundar verður þá runninn út. Handbolti 29. janúar 2022 07:01
Svíþjóð mætir Spáni í úrslitum Svíþjóð vann Frakkland í síðari undanúrslitaleik Evrópumótsins í handbolta, lokatölur 34-33 Svíum í vil. Handbolti 28. janúar 2022 21:40
Spánverjar í úrslit eftir sætan sigur á Dönum Evrópumeistarar Spánar gerði sér lítið fyrir og lögðu heimsmeistara Danmerkur í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta, Íslendingum til mikillar gleði. Lokatölur 29-25 og Spánn komið í úrslit þriðja Evrópumótið í röð. Handbolti 28. janúar 2022 18:59
Skýrsla Henrys: Hetjurnar okkar munu vinna til verðlauna í framtíðinni Ég er að verða uppiskroppa með lýsingarorð til handa strákunum okkar. Þvílíkar hetjur er líklega besta lýsingin á þeim eftir þessa lygilegu rússíbanareið sem þetta Evrópumót hefur verið. Þó svo úrslit dagsins hafi verið súr þá skildu drengirnir gjörsamlega allt eftir á gólfinu. Það var unaður að horfa á þá spila. Handbolti 28. janúar 2022 18:01
Twitter eftir naumt tap Íslands: „Búinn að læra mjög mörg nöfn á nýjum íslenskum hetjum“ Ísland lauk leik á Evrópumóti karla í handbolta í dag með einkar súru eins marks tapi gegn Noregi í framlengdum leik. Hér að neðan má sjá það helsta sem gerðist á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð og eftir leik. Handbolti 28. janúar 2022 17:51
Topparnir í tölfræðinni á móti Noregi: Ómar Ingi átti orku í enn einn stórleikinn Ómar Ingi Magnússon og íslenska liðið gróf sig upp úr holu á móti geysisterku norsku liði en voru svo grátlega nálægt því að taka fimmta sætið. Handbolti 28. janúar 2022 17:30
Einkunnir á móti Noregi: Ómar Ingi og Elvar fá báðir hæstu einkunn Ómar Ingi Magnússon bauð upp á enn einn stórleikinn og að þessu sinni sýndi Elvar Örn Jónsson okkur líka hversu framtíð hans er björt í íslensku landsliðstreyjunni. Handbolti 28. janúar 2022 17:25
Umfjöllun: Ísland - Noregur 33-34 | Naumt tap eftir hetjulega frammistöðu Noregur vann Ísland, 33-34, í leiknum um 5. sætið á EM í handbolta karla í dag. Harald Reinkind skoraði sigurmark Norðmanna með síðasta kasti leiksins. Noregur tryggði sér ekki bara 5. sætið með sigrinum heldur einnig sæti á HM á næsta ári. Handbolti 28. janúar 2022 17:20
Ómar Ingi: Er loksins að spila af eðlilegri getu þó það sé margt hægt að bæta „Ég held það sé alveg tía. Þetta var bara svekkjandi í dag, við börðumst og gáfum allt en þetta voru bara smáatriði í lokin,“ sagði Ómar Ingi Magnússon – ein af hetjum Íslands á Evrópumótinu í handbolta – um hversu þreyttir menn væru á skalanum 1-10 eftir allt sem íslenska liðið hefur gengið í gegnum. Handbolti 28. janúar 2022 17:15
Guðmundur: Með ólíkindum hvað liðið hefur staðið sig stórkostlega Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, kvaðst afar stoltur af sínu liði eftir leikinn gegn Noregi um 5. sætið á EM í dag. Norðmenn unnu, 33-34, þökk sé flautumarki Haralds Reinkind og tryggðu sér þar með sæti á HM á næsta ári. Handbolti 28. janúar 2022 17:05
Fyrirliðinn Ýmir Örn: Ég elska þessa stráka alveg út af lífinu „Ég held bara að við höfum allir gefið allt sem við áttum í þetta mót. Hvað þá í dag. Þetta eru skrítnar tilfinningar,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, fyrirliði Íslands, eftir einkar súrt eins marks gegn Noregi tap um 5. sætið á EM í handbolta í dag. Handbolti 28. janúar 2022 17:00
Bjarki Már: Bjartsýnn en svekktur að hafa ekki unnið í dag Bjarki Már Elísson, ein af stjörnum íslenska landsliðsins í handbolta, var eðlilega mjög svekktur eftir súrt eins marks tap Íslands gegn Noregi í framlengdum leik um 5. sæti mótsins. Ekki nóg með að leikur dagsins hafi verið upp á 5. sæti Evrópumótsins heldur var sæti á HM í Póllandi og Svíþjóð á næsta ári í boði. Handbolti 28. janúar 2022 16:45
Danir taka „Íslendinginn sinn“ aftur inn í liðið fyrir undanúrslitin í dag Danir kalla ekki bara á lykilmennina sem þeir hvíldu á móti Frökkum því íslensk ættaði hornamaðurinn Hans Lindberg verður með Dönum í undanúrslitaleiknum á móti Spáni í kvöld. Handbolti 28. janúar 2022 15:00
Hraustir leikmenn í sænska handboltalandsliðinu lyftu bíl á leið á æfingu Svíar keppa við Íslendinga um það að vera spútniklið Evrópumótsins í handbolta en það eru greinilega hraustmenn í þessu sænska landsliði. Handbolti 28. janúar 2022 14:31
Ásgeir Örn valdi leiðinlegustu mótherjana á ferlinum Tveir fyrrverandi landsliðsmenn Þýskalands fóru mjög í taugarnar á Ásgeiri Erni Hallgrímssyni á ferlinum. Handbolti 28. janúar 2022 14:01
Aron ekki með gegn Noregi Aron Pálmarsson missir af leik Íslands gegn Noregi um 5. sætið á EM í handbolta í Búdapest í dag. Aron meiddist í kálfa í sigrinum gegn Svartfjallalandi á miðvikudag, eftir að hafa losnað úr vikulangri einangrun. Handbolti 28. janúar 2022 13:33
Miklu erfiðara að horfa á soninn en eiginmanninn Í gærkvöldi fór í loftið nýr þáttur á Stöð 2 og Stöð 2 sport sem ber heitið Þeir tveir og er í umsjón Gumma Ben og Hjálmars Arnar Jóhannssonar. Um er að ræða skemmtiþátt þar sem fjallað verður um íþróttir og rætt um þær á skemmtilegum nótum. Handbolti 28. janúar 2022 13:30