Eyþór Lárusson stýrir Selfyssingum í Olís-deildinni á næsta tímabili Handknattleiksdeild Selfoss hefur ráðið Eyþór Lárusson til að stýra kvennaliði félagsins á komandi leiktíð í Olís-deild kvenna í handbolta. Handbolti 29. júní 2022 21:31
Benedikt tryggði íslensku strákunum sigur þegar leiktíminn var búinn Benedikt Gunnar Óskarsson reyndist hetja íslenska U20 ára landsliðs karla í handbolta þegar hann tryggði liðinu eins marks sigur, 25-24, gegn Norðmönnum úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út. Handbolti 29. júní 2022 18:11
Stefnir í hitafund í Eyjum: „Átt andvökunætur og oft verið nálægt tárum yfir þessu“ Það stefnir í mikinn hitafund í Vestmannaeyjum í kvöld þegar aðalfundur ÍBV Íþróttafélags fer fram. Fyrr í dag sagði handknattleiksráð félagsins af sér vegna mikillar óánægju með skiptingu fjár á milli handboltans og fótboltans hjá félaginu. Handbolti 29. júní 2022 14:52
Kveður eftir meistaratímabil Handboltakonan Hildur Þorgeirsdóttir hefur lagt skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril. Handbolti 29. júní 2022 14:02
Segja af sér og lýsa yfir vantrausti á aðalstjórn ÍBV Stjórn handknattleiksdeildar ÍBV hefur lýst yfir vantrausti á aðalstjórn félagsins og séð sig tilneydda að segja af sér störfum. Handbolti 29. júní 2022 10:55
Ómar Ingi: Tólf ára Ómar hefði verið helvíti ánægður með þetta Íslenski landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon var besti leikmaðurinn í þýsku bundesligunni í vetur, bestu handboltadeild heims. Handbolti 29. júní 2022 08:00
Þorsteinn Leó tryggði Íslandi dramatískt jafntefli Þorsteinn Leó Gunnarsson reyndist hetja U20 ára landsliðs Íslands þegar hann tryggði liðinu jafntefli, 35-35, með seinasta skoti leiksins er liðið mætti Svíþjóð í opnunarleik Opna Skandinavíumótsins í handbolta sem fram ferí Noregi. Handbolti 28. júní 2022 20:25
Arna Sif til meistaranna Handboltakonan Arna Sif Pálsdóttir hefur gert tveggja ára samning við Íslandsmeistara Fram. Handbolti 28. júní 2022 15:01
Höfnuðu Degi en hleyptu Hollandi og Slóveníu á HM Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur nú tekið ákvörðun um það hvaða tvö landslið fá sérstök boðsæti (e. Wild Card) á HM karla sem fram fer í byrjun næsta árs, í Svíþjóð og Póllandi. Handbolti 28. júní 2022 14:01
Grétar sá fjórði í efstu deild Frakklands Nú er ljóst að hið minnsta fjórir íslenskir handboltamenn munu leika í efstu deild Frakklands á næstu leiktíð því markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson hefur samið við nýliða Sélestat. Handbolti 28. júní 2022 13:01
Alfreð Gísla sér íslenska handboltalandsliðið berjast um verðlaun á næstu árum Alfreð Gíslason er einn sá reyndasti og sigursælasti í hópi handboltaþjálfara heimsins og hann hefur mikla trú á íslenska karlalandsliðinu í handbolta á næstu árum. Handbolti 28. júní 2022 09:00
Ómar Ingi langbestur í Þýskalandi Landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon var í dag kjörinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta en hann leikur með Þýskalandsmeisturum Magdeburg. Handbolti 27. júní 2022 20:01
Hulda Dís aftur á Selfoss eftir tvö ár á Hlíðarenda Hulda Dís Þrastardóttir hefur samið við uppeldisfélag sitt Selfoss. Hulda Dís hefur leikið með Val í Olís deild kvenna í handbolta undanfarin tvö ár. Handbolti 27. júní 2022 18:31
Aron, Bjarki, Orri og Viktor fá að spila í Meistaradeild Evrópu Sjö leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta munu leika í Meistaradeild Evrópu í handbolta á næstu leiktíð. Þetta varð ljóst í dag þegar Handknattleikssamband Evrópu, EHF, gaf út hvaða lið fengju keppnisrétt. Handbolti 27. júní 2022 17:01
„Ég fór hratt í djúpu laugina“ Goðsögnin Ólafur Stefánsson fór aftur út í þjálfun í vetur er hann gerðist aðstoðarþjálfari hjá þýska handknattleiksfélaginu Erlangen. Hann er að finna sig vel í nýja starfinu og verður áfram í Þýskalandi en hann samdi upprunalega við liðið í febrúar fyrr á þessu ári. Handbolti 26. júní 2022 12:00
Ragnheiður heim í Hauka Handknattleikskonan Ragnheiður Sveinsdóttir hefur samið við Hauka á nýjan leik eftir tveggja og hálfs árs dvöl hjá Val á Hlíðarenda. Hún varð bikarmeistari með Val á síðustu leiktíð en hefur nú ákveðið að snúa á heimaslóðir. Handbolti 23. júní 2022 19:45
Tvöfaldir Evrópumeistarar settir í bann Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í dag að norður-makedónska meistaraliðið Vardar mætti ekki taka þátt í Evrópukeppnum á næstu leiktíð. Handbolti 22. júní 2022 16:31
„Hef ekki náð hátindi míns ferils“ Handknattleiksmaðurinn Aron Dagur Pálsson skrifaði undir samning við Íslands-, bikar- og deildarmeistara Vals í vikunni, en hann kemur til liðsins frá Noregsmeisturum Elverum. Aron segir nokkur tilboð hafa legið á borðinu, en honum hafi þótt Valur vera með mest spennandi verkefnið í gangi. Handbolti 22. júní 2022 10:00
Sveinn til Skjern Handknattleiksmaðurinn Sveinn Jóhannsson hefur samið við danska félagið Skjern. Gildir samningurinn til eins árs. Handbolti 22. júní 2022 08:30
Björgvin Páll selur húsið sitt með gufu á pallinum Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur sett fallega parhúsið sitt og fjölskyldu sinnar á sölu. Húsið er staðsett í póstnúmerinu 108 og er með glæsilegu útsýni yfir Esjuna frá svefnherberginu. Lífið 21. júní 2022 14:03
„Tímabil sem byrjaði vel og endaði vel“ Aðalsteinn Eyjólfsson segist hafa lært mikið af þarsíðasta tímabili en hann stýrði liði sínu Kadetten til sigurs í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í ár. Aðalsteinn hefur þjálfað liðið frá 2020 en hann hefur verið þjálfari erlendis frá árinu 2008. Handbolti 21. júní 2022 13:00
Ómar Ingi í liði ársins annað árið í röð Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon er í liði ársins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta annað árið í röð. Ómar varð þýskur meistari með liði sínu, Magdeburg. Handbolti 21. júní 2022 12:01
Svikahrappar haft milljónir af íslenskum íþróttafélögum Eftir að hafa haft hægt um sig á tímum kórónuveirufaraldursins virðast netsvikarar núna farnir að herja að nýju á íþróttafélög í landinu sem í einhverjum tilvikum hafa tapað milljónum króna við að láta blekkjast. Sport 21. júní 2022 08:01
Aron Dagur semur við Val Stórar fréttir voru að berast frá Hlíðarenda fyrir skömmu þegar Valsarar tilkynntu nýjasta liðsstyrkinn fyrir komandi leiktímabil, Aron Dag Pálsson. Handbolti 20. júní 2022 22:00
Evrópumeistararnir frá 2017 og 2019 að öllum líkindum ekki með á næsta ári Það virðist sem stórliðið Vardar Skopje frá Norður-Makedóníu, Evrópumeistarar 2017 og 2019, verði ekki með í Meistaradeild Evrópu í handbolta á næsta ári vegna fjárhagsvandræða. Handbolti 20. júní 2022 15:00
„Að yfirburðirnir yrðu svona miklir lét ég mig ekki dreyma um“ Guðjón Valur Sigurðsson náði fantaárangri í vetur sem þjálfari Gummersbach í þýsku B-deildinni í handbolta. Hann er á sínu öðru tímabili með liðið og mun stýra liðinu í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Handbolti 20. júní 2022 12:01
Barcelona Evrópumeistari í ellefta sinn eftir vítakeppni Barcelona bar sigurorð af Kielce í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í dag. Framlengja þurfti leikinn til að skera úr um sigurvegara en leikurinn endaði 37-35. Handbolti 19. júní 2022 18:07
Landin tryggði Kiel brons í vítakastkeppni Kiel lagði Veszprém, 37-35, í Lanxess höllinni í Köln í bronsleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni. Handbolti 19. júní 2022 15:15
Róbert fær liðsstyrk til Gróttu Elvar Otri Hjálmarsson hefur gengið til liðs við Gróttu frá Fjölni. Elvar skrifaði undir tveggja ára samning við Gróttu. Handbolti 19. júní 2022 12:00
Haukur ekki með í úrslitaleiknum Haukur Þrastarson er ekki í 16 manna leikmannahóp Vive Kielce fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni gegn Barcelona seinna í dag. Handbolti 19. júní 2022 11:31