Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Ýmir og félagar töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu

Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen máttu þola sitt fyrsta tap á tímabilinu er liðið heimsótti Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Ýmir og félagar voru með fullt hús stiga fyrir leikinn, en þurftu að sætta sig við þriggja marka tap, 32-29.

Handbolti
Fréttamynd

Elvar Örn framlengir hjá Melsungen

Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur skrifað undir nýjan samning við þýska úrvalsdeildarliðið MT Melsungen. Leikmaðurinn mun því spila með liðinu til ársins 2025.

Handbolti
Fréttamynd

„Nú bara fengum við einn á kjaftinn“

Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var eðlilega ósáttur eftir tíu marka tap sinna manna gegn Selfossi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann segir að leikurinn hafi í raun verið farinn í hálfleik og að sínir menn hafi einfaldlega átt vondan dag á Selfossi.

Handbolti
Fréttamynd

Kristján markahæstur í sigri AIX

Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður AIX, var markahæsti leikmaður vallarins þegar AIX sigraði Toulouse, 26-25, í franska handboltanum í kvöld. Grétar Guðjónsson, markvörður Selestat, beið ósigur gegn Saint-Raphael á sama tíma, 39-30.

Handbolti
Fréttamynd

„Það er alltaf gott að vinna, sérstaklega Hauka

„Ég er ofboðslega glaður. Það er alltaf gott að vinna, sérstaklega Hauka,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sáttur eftir eins marks sigur á Haukum 27-26. FH hafði yfir höndina bróðurpart leiksins og eftir æsispennandi lokamínútur náðu þeir að sigla þessu í höfn. 

Handbolti