Íslendingaliðin Gummersbach og Melsungen unnu örugga sigra Íslendingaliðin Gummersbach og MT Melsungen unnu örugga sigra í leikjum sínum í þýska handboltanum í kvöld. Gummersbach vann góðan fjögurra marka sigur gegn Minden, 26-22, og MElsungen vann tíu marka útisigur gegn Hamm-Westfalen, 18-28. Handbolti 27. október 2022 19:11
Ómar og Gísli fóru á kostum í jafntefli gegn Bjarka og félögum Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu samtals 15 mörk er Magdeburg gerði jafntefli gegn Bjarka Má Elíssyni og félögum hans í Telekom Veszprem í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 35-35. Þá var Haukur Þrastarson í liði Kielce sem vann þriggja marka sigur gegn Celje Lasko, 30-33. Handbolti 27. október 2022 18:26
Lilja valin í landsliðið í fyrsta sinn Valskonan Lilja Ágústsdóttir hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið í handbolta og gæti leikið sína fyrstu A-landsleiki um helgina. Handbolti 27. október 2022 17:01
„Með því stærra sem við höfum séð síðustu ár“ „Þetta er býsna stórt,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um afrek Valsmanna í frumraun sinni í Evrópudeildinni í fyrrakvöld. Hann segir næstu andstæðinga betur meðvitaða um getu og leikaðferð Vals. Handbolti 27. október 2022 08:00
„Virðingin sem að Snorri hefur fengið er bara ekki næg“ Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson dásamaði Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara meistara Vals, eftir að liðið vann Ferencváros í fyrsta leik í Evrópudeildinni. Handbolti 26. október 2022 12:31
Umfjöllun: Valur - Ferencváros 43-39 | Ungverjarnir réðu ekkert við hraða Valsmanna Evrópuævintýri meistaraliðs Vals hófst í kvöld með öruggum fjögurra marka sigri liðsins gegn ungverska liðinu Ferencváros, 43-39. Valsmenn keyrðu látlaust á Ungverjana í fyrri hálfleik og náðu mest tíu marka forskoti í leiknum. Handbolti 25. október 2022 23:08
„Smá mjólkursýra og bakið aðeins að bögga mann“ Magnús Óli Magnússon, miðjumaður og skytta Vals, var frábær í kvöld gegn FTC Ferencváros frá Ungverjalandi. Hann skoraði meðal annars 7 mörk og steig upp þegar á þurfti að halda. Handbolti 25. október 2022 22:48
„Maður fær góð færi af því að þeir eru að búa til færi fyrir mig“ Þorgils Jón Svölu Björgvinsson, línumaður Vals, var frábær í kvöld og skoraði átta mörk úr tíu skotum gegn ungverska liðinu FTC Ferencváros. Handbolti 25. október 2022 22:29
„Þetta var bara geggjuð stemning og við náðum að drekka það í okkur“ Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var frábær í kvöld, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann var einn þeirra sem átti stóran þátt í því að landa þessum merkilega sigri á móti FTC Ferencváros frá Ungverjalandi. Handbolti 25. október 2022 22:18
„Þú færð svona tilfinningu eins og þú sért að spila úrslitaleik“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum mjög stoltur af sínum mönnum eftir órúlegan 44–39 sigur á móti Ferencváros. Handbolti 25. október 2022 21:55
Teitur og félagar snéru taflinu við gegn Benidorm Teitur Örn Einarsson og félagar hans í þýska liðinu Flensburg unnu fimm marka sigur er liðið tók á móti Benidorm í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld, 35-30. Handbolti 25. október 2022 20:35
Kristján skoraði fjögur í öruggum Evrópusigri Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir franska félagið PAUC er liðið vann nokkuð öruggan marka sigur gegn sænska liðinu Ystads í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, . Handbolti 25. október 2022 18:16
Strákarnir okkar skráðir í Ólympíuhöllina í München Ísland hefur ekki misst af EM karla í handbolta alla þessa öld og nú er svo komið að handknattleikssamband Evrópu hefur þegar ákveðið hvar Ísland ætti að spila á næsta EM, í janúar 2024 í Þýskalandi. Handbolti 25. október 2022 14:30
Með stjörnur í útilínunni og sakamann í þjálfarastólnum Snorri Steinn Guðjónsson átti mjög auðvelt með að telja upp styrkleika Ferencváros sem er andstæðingur Vals í 1. umferð Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Handbolti 25. október 2022 14:01
Lovísa Thompson dregur sig úr landsliðshópnum Breytingar hafa orðið á leikmannahópnum sem Arnar Pétursson landsliðsþjálfari valdi fyrir komandi leiki Ísland í forkeppni HM 2023. Handbolti 25. október 2022 13:31
Snorri Steinn: Spennandi að sjá hvort okkar leikstíll virki á þessu sviði Það er stórt kvöld fram undan fyrir Íslandsmeistara Vals þegar þeir taka á móti ungverska stórliðinu Ferencváros í fyrsta leik riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Handbolti 25. október 2022 12:30
Rúnar Júl skoraði síðast þegar Ferencváros kom til Íslands Valur mætir Ferencváros í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ungverska liðið kemur til Íslands en síðast þegar það gerðist skoraði einn mesti töffari Íslandssögunnar gegn því. Handbolti 25. október 2022 11:31
Karen Knúts ætlaði alltaf að spila í vetur en „Toggi tók mig úr umferð“ Karen Knútsdóttir hefur farið á kostum inn á handboltavellinum undanfarin ár og var kosin besti leikmaður úrslitakeppninnar þegar Fram varð Íslandsmeistari síðasta vor. Hún spilar ekki með Fram í vetur. Handbolti 25. október 2022 11:00
Kross 6. umferðar: Svarthvítur Hafnarfjörður og Essin þrjú á Selfossi Sjötta umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í síðustu viku. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Handbolti 25. október 2022 10:01
Mundi varla eftir því að hafa skorað síðustu tvö mörkin gegn Barcelona Það var þreyttur en sæll Ómar Ingi Magnússon sem ræddi við blaðamann Vísis daginn eftir að Magdeburg varði heimsmeistaratitil félagsliða í handbolta með sigri á Barcelona eftir framlengingu, 41-39. Handbolti 25. október 2022 09:01
50 sjálfboðaliðar muni koma að hverjum leik í umfangsmiklu verkefni Valsara Gísli Gunnlaugsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, segir mikla vinnu hafa farið í undirbúning fyrir fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem fer fram annað kvöld. Valur mætir þá Ferencváros frá Ungverjalandi. Handbolti 24. október 2022 22:31
Karen um Framliðið: Ég fattaði ekki að það yrðu svona miklar breytingar á liðinu Karen Knútsdóttir var sérstakur gestur í Seinni bylgjunni í gær en hún getur ekki spilað með Íslandsmeisturum Fram þar sem hún er í barneignarleyfi. Handbolti 24. október 2022 14:31
FH-ingar hættir að jaskast á Agli Egill Magnússon, leikmaður FH, spilaði meiddur í upphafi tímabilsins og á endanum ákváð þjálfarateymi liðsins að segja stopp. Handbolti 24. október 2022 13:30
Karen Knúts um Theu Imani: Yfirburðarleikmaður í þessari deild Karen Knútsdóttir var sérstakur gestur í Seinni bylgjunni í gær þar sem farið var yfir gang mála í fimmtu umferð Olís deildar kvenna í handbolta. Handbolti 24. október 2022 12:01
„Held að hann komi pirraður til Íslands“ Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er spenntur fyrir stóru verkefni með Val en liðið spilar á næstu mánuðum tíu leiki í Evrópudeildinni í handbolta. Handbolti 24. október 2022 08:31
Ágúst og Elvar öflugir í naumu tapi gegn GOG Íslendingalið Ribe Esbjerg tapaði með minnsta mun fyrir GOG í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 23. október 2022 20:02
Ómar og Gísli allt í öllu þegar Magdeburg varði heimsmeistaratitil félagsliða Magdeburg er besta handboltalið heims annað árið í röð eftir tveggja marka sigur á Barcelona í æsispennandi framlengdum úrslitaleik í Dammam í Sádi Arabíu í dag. Handbolti 23. október 2022 19:41
Viktor Gísli og félagar á toppinn í Frakklandi Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í Nantes unnu afar öruggan 11 marka sigur er liðið tók á móti Cesson Rennes-Metropole í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 35-24. Handbolti 23. október 2022 16:42
Elvar skoraði tvö er Melsungen komst aftur á sigurbraut | Viggó markahæstur í tapi Íslendingalið Melsungen vann langþráðan sigur er liðið tók á móti Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 21-19. Þá var Viggó Kristjánsson markahæsti maður vallarins er Leipzig tapaði gegn Füchse Berlin, 26-31. Handbolti 23. október 2022 15:49
Ýmir og félagar töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen máttu þola sitt fyrsta tap á tímabilinu er liðið heimsótti Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Ýmir og félagar voru með fullt hús stiga fyrir leikinn, en þurftu að sætta sig við þriggja marka tap, 32-29. Handbolti 23. október 2022 13:40