Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Tekur undir barnastjörnustimpilinn með semingi

Breiðhyltingurinn Arnar Freyr Guðmundsson þótti einn efnilegasti handboltamaður landsins á sínum tíma. Meiðsli settu stórt strik í reikning hans og skórnir voru á hillunni um tíma. En hann sneri aftur af alvöru fyrir þetta tímabil og hefur spilað vel liði ÍR sem hefur komið mörgum á óvart.

Handbolti
Fréttamynd

Danir hirtu efsta sætið af Norðmönnum

Danir gerðu sér lítið fyrir og lögðu Noreg að velli í síðasta leik liðanna í milliriðli á Evrópumóti kvenna í handknattleik í kvöld. Danir hirða þar með efsta sæti riðilsins af Norðmönnum og mæta Svartfjallalandi í undanúrslitum. Noregur mætir hins vegar Frakklandi sem valtaði yfir Spán í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Öruggir sigrar hjá Svíum og Hollendingum

Svíar og Hollendingar unnu örugga sigra í leikjum sínum í lokaumferð milliriðla á Evrópumótinu í handknattleik. Hvorugt liðið á möguleika á því að komast í undanúrslit keppninnar.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta er bara hræðileg ákvörðun hjá honum“

Seinni bylgjan tók sérstaklega fyrir þjálfara Haukakvenna í síðasta þætti sínum en það leit út fyrir að reynsluboltinn Ragnar Hermannsson hefði verið allt of seinn að bregðast við þegar Haukar misstu leikinn frá sér í seinni hálfleik.

Handbolti
Fréttamynd

Elliði framlengir hjá Gummersbach

Landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson hefur skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við þýska úrvalsdeildarfélagið VfL Gummersbach.

Handbolti
Fréttamynd

Íslendingalið Fredericia fékk skell

Íslendingaliðið Fredericia, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og með Einar Þorstein Ólafsson innanborðs, mátti þola átta marka tap er liðið heimsótti Skanderborg til Árósa í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 33-25.

Handbolti
Fréttamynd

Leikbann Alexanders dregið til baka

Leikbannið sem Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Vals, var dæmdur í vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Benidorm í Evrópudeildinni 1. nóvember hefur verið dregið til baka. Hann getur því spilað gegn Flensburg í næstu viku.

Handbolti