Gagnrýni

Gagnrýni

Gagnrýni á kvikmyndum, bókmenntum, tónlist, leikhúsverkum og fleiru.

Fréttamynd

Heimurinn sem safngripur

Áhugaverð og vel unnin einkasýning eins okkar fremstu listamanna. Sýningin í heild er helst til áhrifalítil en innan hennar gera smærri atriði heildina eftirminnilegri.

Gagnrýni
Fréttamynd

Skipulagt og fókuserað

Ánægjulegt er því að segja frá því að raftónleikar á Myrkum músíkdögum á fimmtudagskvöldið fóru ágætlega fram. Þeir voru ekki of langir, níu verk á efnisskránni voru flest bæði stutt og hnitmiðuð. Nokkrir gerningar sköpuðu einnig skemmtilegt andrúmsloft.

Gagnrýni
Fréttamynd

Loðnar nótur

Ég veit ekki hvort það var salurinn, flygillinn eða tækni píanóleikarans. En það var eitthvað sem ekki virkaði. Tinna Þorsteinsdóttir frumflutti nokkrar píanótónsmíðar á Myrkum músíkdögum á laugardaginn. Tónleikarnir voru í Norðurljósum í Hörpu, sal sem er með mjög sveigjanlegan hljómburð. Mér sýndist flygillinn ekki vera í fullri stærð, sem er í sjálfu sér ekki óeðlilegt í sal af minni gerðinni. En í þetta sinn var hljómurinn ekki nógu magnaður fyrir sum verkanna á efnisskránni. Kannski var hljómburðurinn ekki rétt stilltur.

Gagnrýni
Fréttamynd

Konan sem syngur

Einstaklega vel gerð, nýstárleg og spennandi sýning. Leikarar stóðu sig allir með prýði.Jón Páll Eyjólfsson leikstýrir og er handbragð hans mjög sýnilegt. Sagan um systkinin og leit þeirra fer fram í magnaðri leikmynd Ilmar Stefánsdóttur, sem er svo heillandi og sterk að hún ein og sér lyftir frásögninni í hæðir.

Gagnrýni
Fréttamynd

Stórkostlegt sjónarspil

Niðurstaða: Ein allra besta mynd síðasta árs og nýtur sín best í kvikmyndahúsi. Nú er tækifærið. Ekki gera ekki neitt.

Gagnrýni
Fréttamynd

Fjandinn hirði paradís

Það er eitthvað ákaflega fallegt og einlægt við The Descendants. Gamla tuggan um að lífið sé hverfult á alltaf við, en Payne heldur því fram að aldrei sé neitt of seint. Hvort sem þú þarft að byrja að ala upp börnin þín, segja deyjandi ástvini eitthvað eða að læra að meta fegurð umfram fé.

Gagnrýni
Fréttamynd

Ástir og örlög í amerískum stíl

Ófrumleg unglingabók, einkum byggð á klisjum úr amerískum kvikmyndum. Engu líkara en að höfundunum liggi gríðarmikið á að klára söguna og hlaupi því yfir flesta atburði á hundavaði.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hin flöktandi stjarna

Myndin er afar vel heppnuð og sýnir goðsögnina Marilyn í fallegu en flöktandi ljósi. Kaflaskipt en þrælgóð mynd um eina þekktustu konu síðustu aldar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hvor var Axlar-Björn?

Frumsýning á miðvikudegi, öll sæti skipuð og eftirvænting í salnum. Eitthvað íslenskt, eitthvað nýtt og svo auðvitað Helgi Björns.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hressileg saga fyrir fróðleiksfúsa krakka

Náttúrugripasafnið er fantasía þar sem dvergar leika lausum hala, forsögulegur maður vaknar til lífsins, beinagrind löngu látinnar stúlku á safni tekur til sinna ráða og kettir hugsa líkt og menn.

Gagnrýni
Fréttamynd

Klassískt og kraftmikið

Á heildina litið er Open A Window fín frumraun frá efnilegri söngkonu og lagasmið. Kraftmikil blanda af blúsuðu rokki og sálartónlist frá Sólveigu Þórðardóttur.

Gagnrýni
Fréttamynd

Ljúf og heimilisleg afurð

Keflvíkingarnir Valdimar Guðmundsson, sá afbragðsflinki og blæbrigðaríki söngvari, og Björgvin Ívar Guðmundsson, úr gæðasveitinni Lifun og fleiri böndum, kynntu dúettinn Elda og þessa fínu plötu sem hliðarverkefni samhliða öðrum störfum fyrir jólin, sem sýnir sig kannski helst í því að hvorki er verið að finna upp hjólið né reyna of mikið á þolgæði þess.

Gagnrýni
Fréttamynd

Margræðar myndir

Vandað val kyrralífsmynda skapar margræða og fallega sýningu og minnir á þá margvíslegu möguleika sem felast í íslenskri myndlistarsögu. Margræð sýning Hörpu Björnsdóttur gefur áhorfandanum rými til umhugsunar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Langur forleikur

Varla var dauður punktur í sýningunni og hefur Valdimari Flygenring farnast það vel úr hendi að ná góðu samspili hópsins en leikritið er ekki uppá marga fiska.

Gagnrýni
Fréttamynd

Spennandi klækjaflækja

Njósnaheimur Tinker Tailor Soldier Spy er virkilega heillandi og ég held ég myndi jafnvel njóta hennar betur í annað sinn. Spennandi mynd eftir gamalli uppskrift "paranojumynda" 8. áratugarins. Handrit dregur þó á köflum niður góða sögu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Fuglahræða á ferð og flugi

This Must Be the Place er ekki fyrir alla en áhugaverð og falleg mynd. Ég get mælt með henni fyrir þá forvitnu og víðsýnu en myndin er full af frábærri tónlist, skemmtilega skrýtnum senum og kvikmyndatakan er upp á tíu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hverjir verða skáld?

Heimsljós eftir Halldór Laxness er sagan um Íslendinga eins og þeir margir hverjir vilja sjá sig. Skáldið stendur fyrir utan lífið, horfir á, er ekki með og tekur ekki afstöðu en getur engu að síður heillað kvenfólkið og jafnvel ráðamenn upp úr skónum þó það sé fátækt og umkomulaust í hinum veraldlega heimi.

Gagnrýni
Fréttamynd

Kafað í sálarlíf skálds

Stórmerkileg ævisaga, samin af heiðarleika og djúpri sannleiksþrá. Landnám er einstaklega góð greining á verkum Gunnars Gunnarssonar, sem og lífsskoðunum hans og persónuleika. Lesandi skilur ekki einungis höfundarverk skáldsins betur eftir að hafa lesið þessa bók, heldur er hann einnig nokkurs vísari um mannlegt eðli – og fyrir það má þakka.

Gagnrýni
Fréttamynd

Oftar, takk

Falleg lög, fallegur söngur og píanóleikur. Þetta er glæsileg útgáfa sem verður vonandi til þess að lög Sigursveins D. Kristinssonar hljóti þann sess sem þau verðskulda.

Gagnrýni
Fréttamynd

Þéttofið, litríkt og yfirleitt áhugavert

Söngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson er kynntur til sögunnar á þessari sjöundu hljóðversplötu Todmobile. Eins og búast mátti við fær hann að njóta sín í kraftmeiri lögunum og stimplar sig þar vel inn á meðan Andrea Gylfa syngur yfirleitt þau rólegri.

Gagnrýni
Fréttamynd

Fram og aftur blindgötuna

Mögnuð saga af flakki unglings um Spán og Marokkó og hvernig hann þokast áfram á þroskaferlinum. Götumálarinn er stórgóð bók og vel skrifuð. Listilega spunninn þráður um heim sem flestum er hulinn, margir sjá í hillingum en höfundur sýnir eins og er.

Gagnrýni
Fréttamynd

Öll fallegu orðin

Undurfalleg saga, sem ilmar af sól og seltu og mannlegri þrá. Það er hollt að lesa um Lífið með öllum þess gæðum og göllum. Þegar sagt er af brothættum manneskjum eru fáir höfundar sem sýna meiri nærgætni en Guðmundur Andri Thorsson. Og þeir eru mjög fáir sem kunna að skrifa svona fallegan texta.

Gagnrýni
Fréttamynd

Frá Írak á Akranes

Ríkisfang: Ekkert er ekki hnökralaus bók en á heildina litið er hún góð og þarft innlegg í umræðu um flóttafólk á Íslandi og hlutskipti þess. Áhugaverð saga kvenna sem hafa lifað tímana tvenna.

Gagnrýni