Gagnrýni

Gagnrýni

Gagnrýni á kvikmyndum, bókmenntum, tónlist, leikhúsverkum og fleiru.

Fréttamynd

Góður Hamlet í gallaðri sýningu

Ólafur Darri leggur allt undir í titilhlutverkinu mikla og skilar heilsteyptri og oft áhrifamikilli mynd af Hamlet. En misheppnað leikaraval, undarleg textagerð og vafasamar áherslur í leikstjórn og sviðsetningu draga sýninguna niður og lokaþátturinn jaðrar við að verða farsi.

Gagnrýni
Fréttamynd

Stefán Hallur vinnur leiksigur

Virðingarverð og vönduð tilraun til að dusta rykið af gömlu íslensku verki sem líður fyrir rangt leikendaval í tvö af hlutverkunum þremur. Frábær túlkun Stefáns Halls Stefánssonar á Lúkasi er meginstyrkur sýningarinnar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Kellur sýna klærnar

Vel unnin og lífleg útfærsla á 2500 ára gömlum satíruleik Aristófanesar, frekar þyngslalegu verki um afar áhugaverð pólitísk álitamál sem enn eru í fullu gildi – illu heilli!

Gagnrýni
Fréttamynd

Saga handa karlmönnum

Börkur tekst á við stórar hugmyndir og liggur mikið á hjarta en missir tökin á sögunni eftir því sem á líður. Hefði virkað betur sem smásaga í tímariti.

Gagnrýni
Fréttamynd

Umskipti í Kína

Áhugaverð sjálfsævisöguleg nóvella eftir kínverskan Nóbelshöfund sem leynir á sér.

Gagnrýni
Fréttamynd

Brosið sem hvarf

Skemmtilega myndlýst bók fyrir unga krakka með áhugaverðum boðskap sem ætti að vekja umræður.

Gagnrýni
Fréttamynd

Líf í dal

Sveitasaga sem byggir á gamalli hefð. Bestu kaflarnir eru þeir sem lýsa lífsbaráttu fólks af samúð og skilningi en hæðnin lætur höfundi ekki jafn vel.

Gagnrýni
Fréttamynd

Ævintýri flóttamanna

Afar vel heppnuð og spennandi bók sem varpar ljósi á fáránleika stríðs og hvernig það getur haft áhrif á hugsunarhátt stríðshrjáðra þjóða.

Gagnrýni
Fréttamynd

Eigulegt listaverk

Sérstaklega vönduð barnabók sem alvörubókaunnendur ættu ekki að láta framhjá sér fara. Frumlegur söguþráður, ljóðrænn texti og fallegar myndir. Hönnunin til fyrirmyndar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Þverpólitísk ekkiævisaga

Guðni – Léttur í lund er bráðfyndin, einlæg og oft kostuleg lýsing á Guðna sjálfum, samferðamönnum hans og horfnum tímum í íslenskri pólitík.

Gagnrýni
Fréttamynd

Konur í karlaheimi

Áhrifarík ættarsaga af örlögum kvenna, en karlarnir skyggja enn þá á þær, í skáldsögunni eins og í sögunni sjálfri.

Gagnrýni
Fréttamynd

Heldur rýr Jón Páll

Áhugaverð upprifjun á ferli Jóns Páls Sigmarssonar en bókin ristir ekki djúpt. Endurtekningasöm og allt of stutt.

Gagnrýni