Engin sprengja fundist enn sem komið er Lögregla er enn að störfum á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótun um borð í flugvél barst í gærkvöldi. Flugvellinum var lokað um tíma en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var opnað aftur fyrir umferð í nótt. Engin sprengja hefur enn fundist. Innlent 29. september 2022 06:23
Flugvélum beint frá Keflavík vegna sprengjuhótunar Flutningaflugvél UPS lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan ellefu í kvöld vegna sprengjuhótunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var flugvélin á leið frá Köln í Þýskalandi til Kentucky í Bandaríkjunum þegar flugstjóri óskaði eftir leyfi til lendingar á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar. Ekki er vitað nánar hvernig sú hótun barst áhöfn flugvélarinnar. Innlent 29. september 2022 00:21
„Sé hina vélina skuggalega nálægt“ „Þetta var alveg mikill skellur,“ segir Evalilja Bjarnadóttir, ein þeirra farþega sem sátu í flugvél Icelandair sem lenti í árekstri á Heathrow fyrr í kvöld. Innlent 28. september 2022 22:35
Vél Icelandair lenti í minniháttar árekstri Vél Icelandair lenti í minniháttar árekstri við vél frá Koreanair á flugvellinum Heathrow í London í í kringum klukkan átta í kvöld. Enginn slasaðist og engar tafir eru á flugum til og frá flugvellinum. Innlent 28. september 2022 21:11
Þrotabú Wow air fær ekki krónu frá Skúla og félögum Skaðabótakröfu þrotabús Wow air gegn Títan Fjárfestingafélagi, félagi Skúla Mogensen, Skúla sjálfum og fjórum stjórnarmönnum Wow air hefur verið vísað frá héraðsdómi. Þrotabúið fór fram á tæplega hálfan milljarð króna í skaðabætur en þarf að greiða 14,1 milljón króna í málskostnað. Viðskipti innlent 27. september 2022 19:09
Ráðin framkæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Dohop Oana Savu hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar (e. Chief Strategy Officer) hjá Dohop og mun sem slíkur bera ábyrgð á stefnumótun og þróun félagsins ásamt samningum við samstarfsaðila. Viðskipti innlent 27. september 2022 09:05
Gnitanes orðið 9 milljarða króna fjárfestingafélag eftir samruna Fjárfestingafélagið Gnitanes, sem áður hét Eldhrímnir, var með eigið fé upp á ríflega 9,3 milljarða króna í lok síðasta árs eftir að hafa sameinast öðru fjárfestingafélagi, Eini ehf., sem er í eigu Einars Arnar Ólafssonar, fjárfestis og stjórnarformanns Play. Innherji 26. september 2022 12:54
Mikið þurfi að koma til svo farþegum sé vísað úr vélinni Ríka ástæðu þarf til að farþega sé vísað úr vélum Icelandair. Þetta segir talsmaður félagsins um atvik þar sem farþega var vísað úr vél í gær eftir að hafa lent í ágreiningi við áhöfn um grímuskyldu og handfarangur. Innlent 24. september 2022 13:35
Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. Innlent 23. september 2022 21:06
Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. Innlent 23. september 2022 15:33
Himinháar sektir fyrir lygar um 737 MAX Bandaríska verðbréfaeftirlitið hefur sektað bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing um 200 milljónir dollara, tæpa þrjátíu milljarði króna, fyrir að veita fjárfestum sínum rangar upplýsingar um öryggisvandamál Boeing 737 MAX vélarinnar. Fyrrum forstjórinn þarf einnig að greiða rúmar 140 milljónir króna í sekt. Viðskipti erlent 23. september 2022 07:04
Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. Innlent 22. september 2022 22:22
Breyta nafni hótelkeðju Icelandair og Flugleiða Nafnabreytingu á Flugleiðahótelum hf. og keðju Icelandair Hótela er lokið, en nýir eigendur félagsins, Berjaya Land Berhard (Berjaya), gerðu samkomulag við fyrri eigendur, Icelandair Group, um að láta af notkun vörumerkis þess síðarnefnda að lokinni sölu hótelfélagsins. Viðskipti innlent 21. september 2022 11:50
„Við þurfum að gera miklu betur“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að flugfélagið þurfi einfaldlega að gera miklu betur í innanlandsfluginu en raunin hefur verið að undanförnu, til að ná upp trausti á innanlandsflugið. Innlent 20. september 2022 09:12
Dvaldi í Leifsstöð í tvær vikur Landsréttur staðfesti nýverið úrskurð héraðsdóms þess efnis að karlmaður skyldi nauðungarvistaður á geðdeild í allt að 21 sólarhring. Hann hefur verið á geðdeild frá því að lögregla fylgdi honum þangað úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar hafði hann haldið til í tvær vikur eftir að hafa misst af flugi. Innlent 19. september 2022 19:46
Forstjóri Icelandair krafinn skýringa á fundi í dag Sveitarstjórnarfulltrúar á Norðurlandi eystra munu fjölmenna á fund með forstjóra Icelandair á Akureyri síðar í dag, þar sem hann verður krafinn skýringa á tíðum frestunum og aflýsingum á innanlandsflugi flugfélagsins. Innlent 19. september 2022 11:07
Icelandair stefnir núna á þrjátíu sæta rafmagnsflugvél fyrir innanlandsflug Rafmagnsflugvélin, sem Icelandair tilkynnti á föstudag að félagið hygðist taka þátt í að þróa með Heart Aerospace, verður uppfærð útgáfa af minni vél, sem sænski flugvélaframleiðandinn var búinn að vera með í þróun. Stefnt er að því að nýja flugvélin verði komin í farþegaflug árið 2028, eftir sex ár. Innlent 18. september 2022 07:27
Íslenskar konur slösuðust eftir að loftbelgur brotlenti Loftbelgur með þrjá Íslendinga innanborðs lenti harkalega nærri Tours í Frakklandi í gærmorgun með þeim afleiðingum að tveir slösuðust. Innlent 18. september 2022 00:08
Neyddust til að lenda vél Play í Kanada vegna flugdólgs Flugvél Play á leið frá Keflavíkurflugvelli til Baltimore í Bandaríkjunum þurfti að lenda í Sæludal á Nýfundnalandi í gær vegna farþega sem lét ófriðsamlega um borð. Maðurinn á von á kæru frá flugfélaginu. Innlent 17. september 2022 14:51
Ný rafmagnsflugvél geri innanlandsflug kolefnislaus Icelandair mun taka þátt í þróun nýrrar rafmagnsflugvélar en flugfélagið undirritaði viljayfirlýsingu um nýja rafmagnsflugvél í gær við Heart Aerospace. Nýja vélin er sögð geta gert kolefnislaus innanlandsflug að veruleika. Viðskipti innlent 16. september 2022 21:33
Hættustig á landamærum vegna yfirálags Embætti ríkislögreglustjóra hefur hækkað viðbúnaðarstig á landamærunum á hættustig vegna yfirálags til þess að tryggja örugga móttöku á fólki sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi. Innlent 16. september 2022 10:53
Atvikið á Keflavíkurflugvelli flokkað sem alvarlegt flugatvik Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur flokkað flugatvik sem varð á Keflavíkurflugvelli þann 31. ágúst síðast liðinn sem alvarlegt flugatvik. Flugmenn flugvélar Icelandair hættu þá skyndilega við lendingu vegna annarrar flugvélar Icelandair sem var á flugbrautinni. Innlent 16. september 2022 07:01
Hlíf af mótor flugvélar Atlanta lenti í innkeyrslu í Belgíu Hlíf féll af mótor flugvélar frá flugfélaginu Atlanta ehf. sem var á leið frá Liége í Belgíu til Möltu síðastliðinn fimmtudag. Hlífin lenti í innkeyrslu við íbúðarhúsnæði í Waremme í Belgíu. Viðskipti innlent 14. september 2022 16:54
Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. Erlent 14. september 2022 12:39
Flugdólgur dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi Kona frá New York var á dögunum dæmd í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að vera með dólgslæti í flugvél og þannig trufla starfsmenn vélarinnar. Þá verður konan á skilorði næstu fjögur árin. Erlent 14. september 2022 12:38
Nýjar höfuðstöðvar Icelandair rísa á Flugvöllum í Hafnarfirði Fyrsta skóflustunga að nýjum höfuðstöðvum Icelandair í Hafnarfirði var tekin síðdegis. Forstjórinn vonast til að skoðað verði hvort gömlu skrifstofurnar á Reykjavíkurflugvelli geti hentað sem flugstöð. Innlent 13. september 2022 20:40
Sleppt úr varðhaldi en sætir áfram farbanni vegna dópsmygls Landsréttur hefur úrskurðað konu til að sæta farbanni til 27. september næstkomandi eftir að hún gerði, í félagi við aðra konu, tilraun til að smygla amfetamíni með flugi til landsins um miðjan síðasta mánuð. Innlent 13. september 2022 13:57
Tvítugur Letti reyndi að smygla inn nær hreinu kókaíni Tvítugur karlmaður frá Lettlandi hefur verið ákærður fyrir að hafa reynt að koma nokkuð miklu magni af nær hreinu kókaíni fram hjá tollvörðum í Leifsstöð. Innlent 12. september 2022 23:45
Óánægja með Icelandair á Akureyri Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa óskað eftir skýringum Icelandair á því hvers vegna flugfélagið hefur að undanförnu fellt niður flugferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar með litlum fyrir vara. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið vera óboðlegt. Innlent 12. september 2022 06:25
Magnús Norðdahl er látinn Magnús Norðdahl, flugstjóri og fimmfaldur Íslandsmeistari í listflugi lést á heimili sínu á fimmtudaginn, 94 ára að aldri. Innlent 10. september 2022 17:17