Hefur ekki áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar Eldgosið norðan Grindavíkur, sem hófst skömmu fyrir klukkan átta í morgun, hefur ekki haft áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar eða áætlun innanlandsflugs. Innlent 14. janúar 2024 09:45
Fluglitakóðinn appelsínugulur Fluglitakóðinn fyrir Reykjanes hefur verið hækkaður og en hann nú appelsínugulur. Innlent 14. janúar 2024 06:48
Hætt við lendingu vegna þokunnar Þétt þoka liggur yfir Reykjavík og á hún að hanga fram í nótt að sögn Þorsteins V. Jónssonar veðurfræðings hjá Veðurstofunni. Hún hefur orðið til þess að ekki var hægt að lenda flugvél á Reykjavíkurflugvelli í dag. Innlent 13. janúar 2024 15:07
Norski herinn sinnir loftrýmisgæslu næstu vikurnar Flugsveit frá norska flughernum er væntanleg til landsins á mánudaginn til að sinna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland næstu vikurnar. Innlent 12. janúar 2024 12:43
Ósáttur með gjaldskyldu á Akureyri og Egilsstöðum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, er meinilla við fyrirhuguð bílastæðagjöld við flugvellina á Akureyri annars vegar og Egilsstöðum hins vegar. Hann segir að með áformaðri breytingu sé vegið að frelsi Íslendinga. Innlent 11. janúar 2024 23:00
Fluglitakóði færður á gulan lit Vegna jökulhlaups og aukinnar skjálftavirkni í Grímsvötnum verður fluglitakóði fyrir eldstöðina færður á gulan lit, í samræmi við það að eldstöðin sýni merki um virkni umfram venjulegt ástand. Innlent 11. janúar 2024 13:34
Fær geymsluna á bílnum og þrifin endurgreidd að fullu Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur komist að því að fyrirtæki sem sér um geymslu og þrif bifreiða á meðan fólk ferðast þarf að endurgreiða manni 38.900 krónur og greiða 35 þúsund krónur í málskostnaðargjald. Neytendur 11. janúar 2024 08:00
Leigubílstjórar fá ekki árskort og kostnaður gæti margfaldast Isavia hefur gert breytingar á gjaldheimtu á leigubílastæðinu við Leifsstöð. Stakt gjald fyrir innakstur á stæðið helst óbreytt en árskort standa ekki lengur til boða. Ljóst er að kostnaður leigubílstjóra sem vinna mikið við að aka fólki til og frá Keflavíkurflugvelli gæti margfaldast. Viðskipti innlent 10. janúar 2024 11:02
Lausir skrúfboltar í vélum Boeing Skrúfboltar sem herða þurfti betur hafa fundist við skoðun á Boeing 737 Max 9 flugvélum. Flugfélagið United Airlines greinir frá þessu. Erlent 8. janúar 2024 22:38
Mátti reka ólétta konu Fyrirtæki, sem meðal annars rekur verslun í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli, hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum fyrrverandi starfsmanns, sem var rekin þegar hún var barnshafandi. Innlent 8. janúar 2024 17:01
Bob fann þilið sem losnaði af Boeing-vélinni Kennari að nafni Bob fann íhlutinn sem losnaði af Boeing 737 Max 9 vélinni sem þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak þegar gat myndaðist á skrokk vélarinnar. Erlent 8. janúar 2024 07:02
Vatns- og matarskortur í skjálausri ferð heim frá Kanarí Icelandair hefur borist nokkrar kvartanir frá farþegum sem voru um borð í flugi heim til Íslands frá Gran Canaria síðastliðinn mánudag. Veitingar um borð í vélinni voru nær uppurnar, ekkert vatn var á krönum og engin afþreying í boði í fluginu, sem endaði á því að vera sjö klukkustundir vegna seinkanna. Innlent 8. janúar 2024 07:01
Kyrrsetning Max-flugvéla nær ekki til Icelandair Gat sem myndaðist í Boeing 737 Max 9-flugvél Alaska Airlines tengist búnaði sem er ekki til staðar í Max-flugvélum Icelandair. Skoðanir bandarískra flugmálayfirvalda ná því ekki til flugvéla Icelandair. Innlent 6. janúar 2024 21:51
Kyrrsetja Boeing Max-flugvélar um allan heim Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa fyrirskipað kyrrsetningu 171 flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max 9 eftir að farþegaflugvél Alaska Airlines þurfti að nauðlenda í gær þegar gluggi gaf sig og stórt gat myndaðist í farþegarýminu. Erlent 6. janúar 2024 19:33
Icelandair í samskiptum við Boeing Icelandair á í samskiptum við bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing vegna farþegaflugvélar Alaska Airlines sem gat myndaðist á skömmu eftir brottför. Innlent 6. janúar 2024 12:40
Lentu vélinni eftir að gat kom á farþegarými Farþegaflugvél á leið frá Portland í Oregon ríki í Bandaríkjunum til Kaliforníu varð að lenda 35 mínútum eftir brottför eftir að hluti vélarinnar féll af vélinni með þeim afleiðingum að stórt gat myndaðist í farþegarýminu. Erlent 6. janúar 2024 08:29
Icelandair leigir eina Airbus til Icelandair og SMBC hafa undirritað samning um langtímaleigu á Airbus A321LR þotu til afhendingar á fyrsta ársfjórðungi 2026. Þetta er fimmta Airbus-þotan sem Icelandair semur um langtímaleigu á við SMBC. Viðskipti innlent 5. janúar 2024 16:30
Kóðinn færður aftur niður á grænan Fluglitakóðinn fyrir Grímsvötn hefur aftur verið færður niður í grænan eftir að hafa verið færður upp í gulan seinnipartinn í gær. Töluvert hefur dregið úr skjálftavirkni á svæðinu. Innlent 5. janúar 2024 16:14
Fluglitakóði færður í gulan yfir Grímsvötnum Fluglitakóðinn fyrir Grímsvötn hefur verið færður upp í gulan eftir að sex skjálftar yfir einum mældust á einum klukkutíma nærri Grímsvötnum. Skjálftahrinan byrjaði rétt rúmlega fjögur í dag og var stærsti skjálftinn um 1,6 að stærð. Innlent 4. janúar 2024 18:02
Flug og blý Af hverju lækkar hæfileikinn til að læra ef búið er nálægt flugvelli? Í október 2023 treysti umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) sér loksins til þess að álykta að blýmengun frá flugi valdi óásættanlegum skaða og að setja þurfi nýjar reglur svo samfélög geti varið sig gagnvart henni. Lítil blýmengun skerðir greind og námsárangur. Leitin að viðmiðunarmörkum þar sem blýmengun hefur ekki skaðleg áhrif hefur engan árangur borið. Skoðun 3. janúar 2024 20:00
„Computer says no“ hjá Play vegna ónýts farangurs „Mér finnast þau bara alveg ömurleg,“ segir Kristján Sævald Pétursson um viðbrögð Play en hann varð fyrir því á dögunum að taskan hans eyðilagðist í flugi með flugfélaginu. Neytendur 3. janúar 2024 14:00
Fordæmir viðbrögð Play eftir að taska gjöreyðilagðist í flugi „Við komuna á Kastrup fór ég eins og venja er að ná í töskuna mína en í stað þess að fá hana til baka eins og venjulega þá kom taskan til mín gjörsamlega í henglum brotin á alla kanta og hékk bókstaflega saman á lyginni einni saman.“ Neytendur 3. janúar 2024 10:16
Fimm um borð í vél strandgæslunnar fórust Fimm sem voru um borð í vél japönsku strandgæslunnar fórust þegar vélin og flugvél Japan Airlines, sem kom til lendingar, rákust saman á Haneda-flugvelli í japönsku höfuðborginni Tókýó í dag. Erlent 2. janúar 2024 12:49
Flugvél í ljósum logum í Tókýó Mikill eldur kom upp í flugvél flugfélagsins Japan Airlines eftir lendingu á Haneda-flugvelli í japönsku höfuðborginni Tókýó í dag. Um fjögur hundruð voru um borð í vélinni og tókst að bjarga þeim öllum. Erlent 2. janúar 2024 09:45
Fengu boð frá neyðarsendi en allt var í himnalagi Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, var kölluð út í gærkvöldi eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning í gegnum gervitungl um að neyðarsendir væri virkur djúpt suður af Reykjanesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni, en þar kemur einnig fram að þyrlusveit gæslunnar hafi verið í viðbragðsstöðu á Reykjavíkurflugvelli vegna málsins. Innlent 30. desember 2023 12:06
Viðskiptafréttir ársins 2023: Sala áratugarins, vandræði Marel og heljarinnar gjaldþrot Árið sem líður var, eins og nánast öll ár, viðburðaríkt hvað varðar viðskiptin. Árið einkenndist af ítrekuðum stýrivaxtahækkunum, síhækkandi verðalagi og mikilli lækkun hlutabréfaverðs en einnig stórum sigrum í atvinnulífinu. Viðskipti innlent 29. desember 2023 15:56
Kanni möguleika á lausri skrúfu í 737 Max vélum Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hvetur flugfélög til þess að skoða nýrri 737 MAX farþegaþotur vegna möguleikans á því að þar sé lausa skrúfu að finna í hliðarstýri vélarinnar. Viðskipti erlent 28. desember 2023 16:39
Icelandair skýri betur fjárhæð skrópgjalds og fleira til Neytendastofa hefur beint þeim fyrirmælum til Icelandair að tilgreina í flutningsskilmálum sínum með hvaða hætti farþegar skuli senda félaginu tilkynningar um að þeir hyggist ekki nýta einhvern hluta flugmiða og fyrir hvaða tímamark. Neytendur 28. desember 2023 14:31
Keflavíkurflugvöllur umbreytist á nýju ári Framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia segir næsta ár verða stærsta ferðamannaár sögunnar en farþegaspár gera ráð fyrir því að metfjöldi erlendra ferðamanna fari um flugvöllinn. Hann segir tíðni flugferða til og frá landinu munu aukast og tækifærin á tengimarkaði aldrei fleiri. Viðskipti innlent 28. desember 2023 10:54
Meint mansalsvél fékk að fara frá Frakklandi Flugvél sem hafði verið kyrrsett í Frakklandi frá því á fimmtudag, vegna gruns um að farþegar hennar væru fórnarlömb mansals, var flogið til Indlands í dag. Erlent 25. desember 2023 21:48