Vildi fara frá Liverpool Írski markvörðurinn Caoimhin Kelleher, leikmaður Liverpool, vildi halda á önnur mið í sumar með þá von í brjósti að verða aðalmarkvörður hjá öðru liði. Ekkert varð af brotthvarfi hans frá félaginu og segir Írinn að ákvörðunin hafi ekki verið í sínum höndum. Fótbolti 9. september 2024 17:02
Lykillinn að sigri felist í samstöðu leikmanna: „Þetta verður barátta“ Andri Fannar Baldursson, miðjumaður íslenska undir 21 árs landsliðsins í fótbolta er bjartsýnn fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun þar sem að sigur kemur Íslandi í ansi veglega stöðu í riðlinum. Fótbolti 9. september 2024 16:31
Gary Martin kveður Ísland: „Takk fyrir mig“ Komið er að tímamótum á ferli enska sóknarmannsins Gary Martin sem leikið hefur hér á landi við góðan orðstír nær óslitið frá árinu 2010. Englendingurinn er á leið heim eftir farsælan feril hér á landi og hann þakkar fyrir sig í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum. Íslenski boltinn 9. september 2024 15:33
Skandall og ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs FHL í fótbolta, segir það ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta að ekki skuli vera sami fjöldi liða í Bestu deildum karla og kvenna. Kollegi hans í kvennaboltanum er sammála og segir það algjöran skandal að það séu aðeins tíu lið sem skipa Bestu deild kvenna. Íslenski boltinn 9. september 2024 15:03
Leikdagur í Izmir: Sálfræðihernaður í gangi í Tyrklandi Þeir Stefán Árni Pálsson, Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason hituðu upp fyrir leik Tyrklands og Íslands í Þjóðadeildinni á þaksvölunum á Renaissance hótelinu í miðborg Izmir. Fótbolti 9. september 2024 13:52
Afsakar sig með því að segja Frakka vera í tilraunamennsku Hvað er að gerast hjá Frökkum? Það er ekkert skrýtið að sumir spyrji eftir stórt tap í París fyrir helgi. Landsliðsþjálfarinn hefur ekki áhyggjur og segist vera að prófa sig áfram með nýja leikmenn. Fótbolti 9. september 2024 13:30
Drottning Lengjudeildarinnar upp í þriðja sinn á fjórum árum Murielle Tiernan og félagar í Fram tryggðu sér sæti í Bestu deild kvenna í fótbolta á næsta ári með stórsigri á deildarmeisturum FHL í lokaumferðinni. Fótbolti 9. september 2024 13:03
Gengið vel gegn Tyrkjum: Ferna Arnórs og ógleymanlegt kvöld í Eskisehir Karlalandsliðið í fótbolta hefur átt góðu gengi að fagna gegn Tyrkjum í gegnum tíðina. Tyrkir hafa aðeins unnið strákana okkar tvisvar í 13 viðureignum liðanna. Fótbolti 9. september 2024 12:33
Uppselt á leik Tyrklands og Íslands Uppselt er á leik Tyrklands og Íslands sem fer fram á Gürsel Aksel vellinum í Izmir í Tyrklandi í kvöld. Sport 9. september 2024 11:31
Ritaði ítarlega grein um Gylfa Þór: „Íslenska þjóðin í hans horni“ Á vef breska miðilsins The Athletic í morgun birtist ítarleg grein um íslenska landsliðsmanninn í fótbolta, Gylfa Þór Sigurðsson leikmann Vals. Í greininni er farið yfir undanfarin tvö ár í lífi leikmannsins og reynt að fá betri mynd af þeirri ákvörðun hans að snúa aftur heim til Íslands og halda áfram með ferilinn hér heima. Íslenski boltinn 9. september 2024 10:54
Sextán ára frændur bættu met hjá Barca B Toni Fernández og Guille Fernández eru ekki aðeins jafnaldrar og frændur því þeir eru báðir að skapa sér nafn innan raða Barcelona. Fótbolti 9. september 2024 10:32
Fór af velli á þrettándu mínútu í síðasta leiknum Bandaríska knattspyrnukonan Alex Morgan lék sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en hún tilkynnti fyrir leikinn að fótboltaskórnir væru að fara upp á hillu. Fótbolti 9. september 2024 10:02
„Getum hrist aðeins upp í hlutunum“ „Við þurfum einna helst að einbeita okkur að okkur leik, hvernig við ætlum að verjast og hvernig ætlum að sækja. Við erum búnir að greina leikinn þeirra gegn Wales og sáum hvernig þeir spila,“ segir Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, eftir æfingu liðsins í Izmir í Tyrklandi í gær. Sport 9. september 2024 09:01
Segir að Heimir Hallgríms verði að sýna hver sé stjórinn Fyrrum landsliðsþjálfari Íra hefur smá áhyggjur af því Heimir Hallgrímsson sýni það ekki nógu skýrt hver það sé sem ráði hjá írska fótboltalandsliðinu í dag. Fótbolti 9. september 2024 08:32
„Á ekki líða fyrir það að vera sonur minn“ Einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins, hinn 14 ára gamli Alexander Rafn Pálmason, kom inn á í sinum fyrsta leik í Bestu deildinni á dögunum. Hann hefur verið á reynslu í Danmörku og stefnir þangað aftur. Íslenski boltinn 9. september 2024 08:02
Van Dijk vill vera áfram hjá Liverpool Ensku blöðin slá því upp í morgun að fyrirliði Liverpool vilji fá nýjan samning hjá félaginu. Enski boltinn 9. september 2024 07:47
Dagskráin í dag: Hvað gera strákarnir okkar í Tyrklandi? Eftir flottan sigur gegn Svartfellingum á föstudagskvöld spilar íslenska karlalandsliðið í fótbolta gegn Tyrklandi á útivelli í kvöld, í Þjóðadeild UEFA, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti 9. september 2024 06:02
England loks tekið úr handbremsu: „Leikmenn eiga allt hrós skilið“ England lagði lærisveina Heimis Hallgrímssonar hjá Írlandi 2-0 með mörkum tveimur fyrrverandi leikmanna yngri landsliða Íra, þeim Declan Rice og Jack Grealish. Sérfræðingar eru á því að nýr þjálfari Englands hafi tekið liðið úr handbremsu. Fótbolti 8. september 2024 23:01
Dulbjuggust sem Danir en það var ekki nóg Kvöldið reyndist ansi dýrt fyrir þá 140 Serba sem ætluðu að lauma sér inn á Parken í kvöld, til að horfa á leik Danmerkur og Serbíu í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fótbolti 8. september 2024 22:15
Ronaldo af bekknum og til bjargar Hinn 39 ára gamli Cristiano Ronaldo var hetja Portúgals í kvöld þegar liðið vann nauman 2-1 sigur gegn Skotlandi í A-deild Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. Fótbolti 8. september 2024 20:43
Hættur eftir tvö föll en ævinlega þakklátur Selfossi Björn Sigurbjörnsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks kvenna í fótbolta hjá Selfossi eftir þrjú erfið ár. Hann skilur við liðið eftir fall niður um tvær deildir. Íslenski boltinn 8. september 2024 20:00
Glæsileg hjólhestaspyrna í sigri Dana Danmörk er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í riðli sínum í A-deild Þjóðadeildar UEFA í fótbolta, eftir þægilegan 2-0 sigur gegn Serbum á Parken í dag. Fótbolti 8. september 2024 17:53
Þriðju hollensku tvíburarnir sem spila fyrir A-landsliðið Jurrien og Quinten Timber eru tvíburabræður og spiluðu báðir í 5-2 sigri Hollands á Bosníu og Hersegóvínu í Þjóðadeild karla í knattspyrnu á laugardag. Þeir eru þriðja tvíburaparið sem spilar saman fyrr A-landslið Hollendinga. Fótbolti 8. september 2024 17:01
Fyrirliðinn hefur verið að spila í meiri hita en er í Tyrklandi „Skrokkurinn er bara góður en það þarf alltaf að taka aðeins á manni eftir svona æfingar þar sem það er gríðarlega stutt á milli leikja,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins eftir æfingu liðsins í Izmir í Tyrklandi í dag. Sport 8. september 2024 16:25
ÍBV nálgast Bestu deildina en Grótta féll Eyjamenn eru ansi nálægt því að geta fagnað sæti í Bestu deild karla í fótbolta eftir 6-0 risasigur á Grindavík í næstsíðustu umferð Lengjudeildarinnar í dag. Grótta féll en ÍR bjó sér til góða von um að fara í umspil. Íslenski boltinn 8. september 2024 16:21
Afmælisbarnið Gylfi Þór fær kannski kökusneið Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir Gylfa Þór mögulega fá kökusneið í tilefni dagsins en ekki mikið meira en það þar sem það er leikur annað kvöld. Fótbolti 8. september 2024 16:01
Hlín tryggði Kristianstad mikilvæg þrjú stig á erfiðum útivelli Hlín Eiríksdóttir gerði sigurmark Kristianstad þegar liðið lagði Hammarby á útivelli með tveimur mörkum gegn einu. Markið kom seint í leiknum. Fótbolti 8. september 2024 15:01
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Tyrklandi Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Gürsel Aksel leikvanginum, degi fyrir leik Íslands gegn Tyrklandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fótbolti 8. september 2024 14:45
Þorsteinn Leó hafði betur gegn Stiven og Orri Freyr fer vel af stað Portúgalska úrvalsdeildin í handbolta er farin af stað og þar eru þrír íslenskir leikmenn í aðalhlutverki. Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto lögðu Stiven Tobar Valencia og félaga í Benfica að velli á meðan Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting byrja af krafti. Handbolti 8. september 2024 13:01
Tilbúinn að kaupa Boehly út Það virðist mikið ósætti meðal eiganda enska knattspyrnuliðsins Chelsea og nú hefur Sky Sports greint frá því að Behdad Eghbali og Clearlake Capital séu tilbúin að kaupa Todd Boehly út en hann hefur verið andlit hinna misheppnuðu eigendaskipta félagsins. Enski boltinn 8. september 2024 12:46