Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni

Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Markafjöldi Haalands kemur Guardiola á ó­vart

Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, segir fjölda marka Norðmannsins Erling Haaland koma sér á óvart. Haaland hefur raðað inn mörkum á ferli sínum en náð nýjum hæðum í upphafi yfirstandandi leiktíðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Muna vel leikinn við Liverpool fyrir 60 árum

Sextíu ár eru frá því að bæði KR og Liverpool spiluðu sinn fyrsta leik í Evrópukeppni þegar þau áttust við á Laugardalsvelli árið 1964. Þeir Þórður Jónsson og Þorgeir Guðmundsson spiluðu leikinn fyrir KR.

Fótbolti
Fréttamynd

Lið Stefáns skoraði úr sex­tán vítum

Fjöldi leikja í þriðju umferð enska deildarbikarsins fór fram í kvöld. Hákon Rafn og félagar í Brentford fóru örugglega áfram en Preston, lið Stefáns Teits Þórðarsonar, þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum. 

Enski boltinn
Fréttamynd

Miðverðirnir báðir með mark í sigri Liverpool

AC Milan tók á móti Liverpool og komst snemma yfir en mátti þola 1-3 tap í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Miðverðirnir Ibrahima Konaté og Virgil Van Dijk komust báðir á blað, Dominik Szoboszlai gulltryggði svo sigurinn. 

Fótbolti
Fréttamynd

Rodri hótar verk­falli ef ekkert lagast

Spænski miðjumaðurinn Rodri segir að knattspyrnumenn séu að fá sig fullsadda af leikjaálaginu sem enn heldur áfram að aukast. Lið hans Manchester City spilar sjö leiki á aðeins þremur vikum og þá taka við landsleikir.

Fótbolti
Fréttamynd

Flestir mæta á heima­leiki Blika

Fleiri áhorfendur mættu á leiki fram að úrslitakeppni Bestu deildar karla í fótbolta í ár en í fyrra. Nú hefur deildinni verið skipt í tvennt og fram undan fimm æsispennandi umferðir í neðri og efri hluta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sjáðu heim­sókn Nabblans á Meistaravelli

Andri Már Eggertsson, eða Nabblinn eins og hann er jafnan kallaður, kíkti á Meistaravelli á leik KR og Víkings í Bestu deild karla á dögunum. Andri Már fór á kostum, talaði við mann og annan, og fylgdist með stemningunni.

Íslenski boltinn