Man United biðst afsökunar að hafa boðið dæmdum barnaníðing á leik Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur einokað fyrirsagnir í flestum fjölmiðlum síðustu daga og ekki vegna afreka liðsins inn á knattspyrnuvellinum. Ekki varð umtalið minna þegar í ljós kom að félagið hefði boðið dæmdum barnaníðing á leik hjá kvennaliði félagsins á síðustu leiktíð. Man United hefur beðist afsökunar á athæfinu. Enski boltinn 7. september 2023 23:30
Stoðsendingaþrenna hjá Eriksen og Lewandowski slökkti í Færeyingum Allir leikir dagsins í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2024 er nú lokið. Hinn danski Christian Eriksen, leikmaður Manchester United, lagði upp þrjú mörk í 4-0 sigri Danmerkur á San Marínó. Þá skoraði Robert Lewandowski, framherji Barcelona bæði mörk Póllands í 2-0 sigri á Færeyjum. Fótbolti 7. september 2023 21:18
United var tilbúið að senda Sancho til Sádí-Arabíu Jadon Sancho verður áfram leikmaður Manchester United, en félagið var tilbúið að leyfa honum að fara til Sádí-Arabíu. Enski boltinn 7. september 2023 19:30
Eden Hazard að leggja skóna á hilluna? Eden Hazard, fyrrverandi leikmaður Real Madrid hefur gefið það sterklega í skyn að hann ætli sér að hætta í fótbolta. Hazard var leystur undan samningi sínum við Real Madrid í sumar og hefur ekki samið við neitt annað lið. Í stiklu fyrir heimildaþætti um belgíska landsliðið lét leikmaðurinn þau orð falla að nú væri „kominn tími til að njóta lífsins og drekka nokkra bjóra.“ Fótbolti 7. september 2023 18:45
Mason Greenwood snýr aftur í heim tölvuleikjanna Aðdáendur fótboltatölvuleiksins sívinsæla, Football Manager, bíða enn frétta um hvenær næsta útgafa leiksins kemur út. En þeir hafa fengið það staðfest að Mason Greenwood mun snúa aftur til leiksins eftir að hafa skrifað undir lánssamning við Getafe á dögunum. Fótbolti 7. september 2023 17:31
Níu sæti enn til boða í Afríkukeppninni Það standa enn níu sæti til boða á Afríkukeppni karla sem fer fram á Fílabeinsströndinni í byrjun næsta árs. Fimmtán lönd hafa þegar tryggt sér sæti á mótinu en lokaumferð undankeppninnar fer fram á dögunum. Fótbolti 7. september 2023 17:00
„Væri ekki hér ef ég hefði ekki trú á því að við gætum farið á annað stórmót“ Jóhann Berg Guðmundsson, starfandi landsliðsfyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í fjarveru Arons Einar Gunnarssonar, hefur tröllatrú á því að íslenska landsliðinu takist að tryggja sig inn á annað stórmót. Fótbolti 7. september 2023 16:31
Ronaldo segir ríginn við Messi vera horfinn Cristiano Ronaldo segir allan ríg horfinn milli sín og Lionels Messi. Þeir hafi breytt fótboltasögunni og séu báðir vel virtir um allan heim. Ronaldo var ekki tilnefndur til Ballon d'or verðlaunanna í gær, í fyrsta skipti síðan árið 2003. Fótbolti 7. september 2023 15:46
Albert gefur ykkur Gula spjaldið: „Fótboltaumræða á léttu nótunum“ Á morgun, föstudag, verður hleypt af stokkunum nýjum hlaðvarpsþætti sem ber nafnið Gula spjaldið en í þættinum verða allar helstu fréttirnar og vendingarnar úr knattspyrnuheiminum, bæði hér heima fyrir og erlendis, teknar fyrir í opinni dagskrá og á öllum helstu hlaðvarpsveitum af reynslumiklum sérfræðingum um fótbolta. Fótbolti 7. september 2023 14:21
Markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar „ekki klár“ í A-landsliðið Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segist ekki hafa valið Bryndísi Örnu Níelsdóttur, leikmann Vals og markahæsta leikmann Bestu deildarinnar í landsliðið því hún sé ekki alveg klár í það. Fótbolti 7. september 2023 13:50
Sandra lítið spilað en er valin í landsliðið: „Stend og fell með þessari ákvörðun“ Sandra Sigurðardóttir snýr aftur í íslenska landsliðið í fótbolta, fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild UEFA, eftir að hafa tekið markmannshanskana af hillunni og gefið kost á sér í landsliðið á ný. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, segist standa og falla með ákvörðuninni að taka Söndru inn í landsliðið á nýjan leik þrátt fyrir að hún hafi spilað fáa leiki undanfarið. Fótbolti 7. september 2023 13:45
Sandra aftur inn í landsliðið en ekki pláss fyrir þá markahæstu Sandra Sigurðardóttir snýr aftur í íslenska fótboltalandsliðið fyrir leikina gegn Wales og Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Fótbolti 7. september 2023 13:12
Svona var blaðamannafundur kvennalandsliðsins Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur kvennalandsliðsins fyrir fyrstu tvo leikina í Þjóðadeildinni var kynntur. Fótbolti 7. september 2023 13:01
Í blíðu og stríðu: „Ég ætla fá að standa fyrir það sem ég vil standa fyrir“ Hjónin Björn Sigurbjörnsson og Sif Atladóttir hafa staðið í ströngu með kvennaliði Selfoss í Bestu deild kvenna í fótbolta á yfirstandandi tímabili. Fall Selfyssinga úr Bestu deildinni hefur verið staðfest en Björn er þjálfari liðsins og Sif leikmaður. Íslenski boltinn 7. september 2023 12:00
Mikilvægi leiksins kýrskýrt í huga Åge: „Verðum að mæta til leiks á fullu gasi“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi liðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á morgun. Íslenska landsliðið verður að sækja þrjú stig til þess að halda möguleikum sínum í riðlinum á floti. Fótbolti 7. september 2023 11:30
Nóg komið af nefndum: Jóhann Berg ræddi við Katrínu í morgun Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, lagði það til við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands í morgun að Ísland þyrfti á þjóðarleikvangi, líkt og liðið spilar á í Lúxemborg á morgun, að halda hér heima. Fótbolti 7. september 2023 11:16
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn í Lúxemborg Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik karlalandsliðsins gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024. Fótbolti 7. september 2023 11:00
Nýr þjóðarleikvangur Í tilefni umræðu undanfarinna daga, um aðsteðjandi vanda bæði félags- og landsliða okkar við að leika fótbolta hérlendis að vetri til ,langaði mig til þess að fara yfir málið sem stendur mér nærri. Skoðun 7. september 2023 10:31
Rubiales gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, gæti fengið allt að fjögurra ára fangelsisdóm ef hann verður fundinn sekur um kynferðisbrot. Fótbolti 7. september 2023 10:00
Sakar United um að hylma yfir með Antony Fyrrverandi kærasta Antonys, leikmanns Manchester United, sakar félagið um að hylma yfir með honum vegna ofbeldis sem hún segir hann hafa beitt sig. Enski boltinn 7. september 2023 09:01
Skagakonur spila til styrktar fjölskyldu Violetu Skagakonur hafa ákveðið að styðja við bakið fjölskyldu Violetu Mitul, leikmanns Einherja, sem lést af slysförum í smábátahöfninni á Vopnafirði á þriðjudaginn. Íslenski boltinn 7. september 2023 08:01
UEFA hækkar peningastyrk til liða sem komast ekki í Evrópukeppni Evrópska knttspyrnusambandið og samtök leikmanna í Evrópu hafa staðfest nýja skiptingu fjármagns þar sem hærra hlutfall fer til þeirra liða sem ekki vinna sér inn sæti í Evrópukeppnum. Fótbolti 6. september 2023 23:30
Tíu tilnefndir sem markvörður ársins en Alisson komst ekki á blað Tíu markverðir koma til greina sem besti markvörður síðasta tímabils. Aaron Ramsdale og Andre Onana eru báðir þar á meðal en Alisson markvörður Liverpool komst ekki á blað. Enski boltinn 6. september 2023 23:00
City og Barca með flesta á lista en Ronaldo ekki tilnefndur í fyrsta sinn í 20 ár Manchester City í karlaflokki og Barcelona kvennamegin eiga flesta leikmenn sem koma til greina sem sigurvegarar Gullknattarins þetta árið. Cristiano Ronaldo er ekki á meðal tilnefndra. Fótbolti 6. september 2023 21:31
Fékk rautt klukkutíma eftir leik fyrir að kalla dómara „helvítis hálfvita“ Máli Halldórs Árnasonar aðstoðarþjálfara Breiðabliks í Bestu deild karla var vísað frá áfrýjunardómstóli KSÍ í dag. Halldór vildi fá leikbanni hnekkt eftir rautt spjald sem hann fékk eftir leik Breiðabliks og KA fyrir skömmu. Fótbolti 6. september 2023 21:01
Vålerenga áfram með í Meistaradeildinni Ingibjörg Sigurðardóttir var með fyrirliðabandið hjá Vålerenga þegar liðið vann góðan sigur á Minsk í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í dag. Fótbolti 6. september 2023 19:58
Bosnía setur lykilleikmann í bann fyrir leikinn gegn Íslandi Landslið Bosníu og Hersegóvínu verður án lykilleikmanns í landsleiknum gegn Íslandi í næstu viku. Knattspyrnusamband landsins hefur sett leikmanninn í bann og trúir ekki útskýringum hans um meiðsli. Fótbolti 6. september 2023 19:31
Andri Lucas fiskaði víti þegar Lyngby fór áfram í bikarnum Íslendingaliðið Lyngby er komið áfram í danska bikarnum í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Hilleröd á útivelli í dag. Fótbolti 6. september 2023 17:59
Sigur hjá strákunum í U-19 ára landsliðinu Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla skipað leikmönnum nítján ára og yngri vann sigur á æfingamóti sem liðið leikur á í Slóveníu þessa dagana. Fótbolti 6. september 2023 17:30
Markahæsti leikmaður HM semur við Manchester United Markahæsti leikmaður svo til nýafstaðins HM kvenna í fótbolta, hin japanska Hinata Miyazawa, hefur samið við efstu deildar lið Manchester United. Frá þessu greinir félagið í tilkynningu á heimasíðu sinni. Enski boltinn 6. september 2023 17:01
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti