Elvar framlengir dvöl sína í Danmörku: Áhuginn mikill frá öðrum liðum Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Elvar Ásgeirsson, hefur framlengt dvöl sína í Danmörku hjá úrvalsdeildarfélaginu Ribe-Esbjerg til ársins 2026. Frá þessu greinir félagið í tilkynningu í morgun. Handbolti 14. september 2023 09:01
Óvissa uppi um næstu skref hjá Ara Frey: „Eina sem ég hef lifað fyrir“ Samningur Ara Freys Skúlasonar, atvinnumanns og fyrrum landsliðsmanns Íslands í fótbolta, við sænska úrvalsdeildarfélagið IFK Norrköping rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Óvissa er uppi um framhaldið. Fótbolti 14. september 2023 08:30
Fjórir leikmenn látnir í flóðinu Knattspyrnusamband Líbýu staðfesti andlát fjögurra knattspyrnumanna í einu mannskæðasta flóði aldarinnar. Fótbolti 13. september 2023 23:30
Llanfairpwllgwyngyllgogerychwyrndrobwllllantysiliogogogoch í samstarf við spænsku deildina Clwb Pêl Droed Llanfairpwllgwyngyllgogerychwyrndrobwllllantysiliogogogoch, einnig þekktur sem CPD Llanfairpwll FC hefur gengið frá samstarfssamningi við La Liga, spænsku úrvalsdeildina. Fótbolti 13. september 2023 23:09
Heimsmeistari tekur við af heimsmeistara Laurent Blanc var á dögunum rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Lyon. Ítalski þjálfarinn og fyrrum leikmaðurinn Fabio Grosso tekur við af honum. Sport 13. september 2023 23:01
Rekinn í annað sinn á innan við ári Pólska knattspyrnusambandið hefur leyst portúgalann Fernando Santos frá störfum. Santos þjálfaði áður portúgalska landsliðið en var látinn fara fljótlega eftir heimsmeistarakeppnina í fyrra. Fótbolti 13. september 2023 22:15
„Þetta er úrslitabransi“ Gunnleifur Gunnleifsson, þjálfari Breiðabliks, var vonsvikinn eftir 3-2 tap gegn Þór/KA fyrir norðan í dag þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þór/KA komst í 2-0 snemma í seinni hálfleik en Blikar náðu að jafna metin seint í seinni hálfleik með tveimur mörkum frá Öglu Maríu Albertsdóttur áður en Una Móeiður Hlynsdóttir skoraði sigurmarkið. Fótbolti 13. september 2023 19:48
Verratti genginn til liðs við Aron Einar og félaga í Al-Arabi Ítalski miðjumaðurinn Marco Verratti hefur gengið til liðs við Al-Arabi í Katar. Hann hittir þar Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliða Íslands, sem hefur leikið með félaginu síðan 2019. Fótbolti 13. september 2023 19:31
Vålerenga mistókst að jafna Rosenborg að stigum í toppbaráttunni Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn í 2-2 jafntefli Vålerenga gegn LSK Kvinner í norsku úrvalsdeildinni. Með sigri hefði liðið getað jafnað Rosenborg að stigum í efsta sæti deildarinnar. Fótbolti 13. september 2023 19:15
Leikmaður Nottingham Forest dæmdur í fimm mánaða bann Harry Toffolo, varnarmaður Nottingham Forest, fannst sekur um 375 brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Hann var dæmdur í fimm mánaða bann frá knattspyrnuiðkun og sektaður um 20.956 sterlingspund. Fótbolti 13. september 2023 17:51
Bauluðu á liðið, klöppuðu fyrir andstæðingnum og heimtuðu endurgreiðslu Kínverska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 1-0 tap á heimavelli er liðið tók á móti Sýrlandi í vináttulandsleik í gær og stuðningsmenn liðsins virðast vera búnir að fá sig fullsadda á genginu. Fótbolti 13. september 2023 17:00
Umfjöllun: Þór/KA 3 - 2 Breiðablik | Blikar töpuðu og Valur er Íslandsmeistari Þór/KA vann 3-2 sigur á Breiðabliki á Akureyri í dag með sigurmarki í uppbótartíma eftir að hafa komist 2-0 yfir. Með sigrinum lyftir Þór/KA sér upp fyrir FH í 5. sæti deildarinnar. Breiðablik er áfram í 2. sæti og Valskonur eru orðnar Íslandsmeistarar í kjölfar þessara úrslita. Fótbolti 13. september 2023 16:00
Opnar sig um erfiða tíma og leitar til sálfræðings Brasilíski knattspyrnumaðurinn Richarlison ætlar sér að leita sér hjálpar hjá sálfræðingi er hann snýr aftur til Englands að landsleikjahléinu loknu. Fótbolti 13. september 2023 15:30
Ungstirni United hermdi eftir Salah Hannibal Mejbri, leikmaður Manchester United, virtist gera grín að Mohamed Salah þegar hann skoraði sigri Túnis á Egyptalandi. Enski boltinn 13. september 2023 14:45
Þorsteinn Már verður heiðursgestur KA á Laugardalsvelli Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, verður heiðursgestur KA á Laugardalsvelli á laugardaginn næstkomandi þegar að liðið mætir Víkingi Reykjavík í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta. Íslenski boltinn 13. september 2023 14:29
Sárnar fréttirnar og segir ágóðann renna til góðgerðarmála John Terry, fyrrverandi fyrirliði Chelsea, segir að allur ágóði af „Kvöld með John Terry,“ nýjum viðburði þar sem aðdáendum gefst tækifæri á að hitta Chelsea-goðið, renni til góðgerðarstarfsemi. Fótbolti 13. september 2023 14:01
Ekki möguleiki að Klopp taki við þýska landsliðinu Ekki kemur til greina að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, taki við þýska landsliðinu. Þetta segir umboðsmaður hans. Fótbolti 13. september 2023 13:30
Spilar með kviðmági sínum í ítalska landsliðinu Tveir leikmenn ítalska karlalandsliðsins í fótbolta tengjast á nokkuð athyglisverðan hátt. Fótbolti 13. september 2023 12:01
N1, Netgíró og Stöð 2 Sport keyrðu upp stemninguna fyrir landsleik - myndir N1, Netgíró og Stöð 2 Sport hituðu hressilega upp fyrir leik Íslands gegn Bosníu á mánudaginn í húsakynnum Sýnar. Þaðan var ferðinni heitið yfir á Laugardalsvöll þar sem íslenska liðið vann lið Bosníu 1 - 0. Lífið samstarf 13. september 2023 11:44
West Ham útilokar ekki að sækja félagslausan Lingard Þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hafi lokað fyrir tæpum tveimur vikum síðan berast enn fréttir af mögulegum félagsskiptum leikmanna. Fótbolti 13. september 2023 11:00
Búinn að eyða yfirlýsingunni þar sem hann gagnrýndi knattspyrnustjórann Jadon Sancho, sóknarmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, hefur eytt færslu sinni á samfélagsmiðlum þar sem að hann gagnrýndi ummæli Erik ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir leik liðsins gegn Arsenal á dögunum. Enski boltinn 13. september 2023 10:00
Íslandsvinurinn geðþekki leggur landsliðsskóna á hilluna eftir tuttugu og sex ára feril Hinn 43 ára gamli Ildefons Lima hefur leikið sinn síðasta leik fyrir landslið Andorra. Frá þessu greinir Lima í færslu á samfélagsmiðlum en hann hefur verið hluti af landsliði Andorra síðastliðin 26 ár. Fótbolti 13. september 2023 09:31
Viðtal Morgan við Rubiales nú þegar harðlega gagnrýnt: „Gaf honum plássið“ Viðtal breska fjölmiðlamannsins Piers Morgan við Luis Rubiales, nú fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins, var í gær sýnt í heild sinni í fyrsta skipti en eins og frægt er orðið greindi Rubiales frá afsögn sinni úr embætti forseta knattspyrnusambandsins í viðtalinu. Fótbolti 13. september 2023 09:00
FH-ingar rændir jöfnunarmarki á heimavelli: „Ég þoli ekki svona“ Mark var dæmt af FH í uppbótartíma seinni hálfleiks í leik liðsins í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta gegn Þrótti Reykjavík í Kaplakrika í gær. Markið var skorað í stöðunni 3-2 fyrir Þrótti R. en myndbandsupptökur sýna að ekki var um rangstöðu að ræða. Íslenski boltinn 13. september 2023 08:31
Sjáðu mörkin úr hádramatískum sigri Íslands gegn Tékklandi U21 árs landslið Íslands og Tékklands í fótbolta mættust á Víkingsvelli í gær í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2025. Ísland vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu. Andri Fannar Baldursson skoraði sigurmarkið með stórkostlegu skoti í uppbótatíma venjulegs leiktíma. Fótbolti 13. september 2023 08:00
Lét gamminn geisa eftir leik og fordæmdi „fáránlega“ meðferð á Maguire Gareth Southgate, landsliðsþjálfari enska landsliðsins í fótbolta, er allt annað en sáttur með þá umræðu sem hefur verið og er í gangi í kringum enska landsliðsmiðvörðinn Harry Maguire. Enski boltinn 13. september 2023 07:31
Bonucci ætlar í mál við Juventus Leonardo Bonucci, fyrrverandi leikmaður Juventus, ætlar í mál við félagið eftir að hann var settur út í kuldann á undirbúningstímabilinu í sumar. Fótbolti 13. september 2023 07:01
Lára Kristín kölluð inn í landsliðshópinn fyrir Alexöndru Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur gert breytingu á hópnum sem mætir Wales og Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Fótbolti 12. september 2023 21:29
Landsleikjahlénu lokið: Stórsigur Spánverja og afmælisleikur Bretlandsþjóða Það voru nokkrir leikir á dagskrá í undankeppni EM í kvöld. Auk þess fór fram vináttulandsleikur Skota og Englendinga í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá fyrsta landsleiknum í knattspyrnu. Þessum landsleikjaglugga er þar með lokið, næsta umferð undankeppninnar fer fram 12.–17. nóvember. Fótbolti 12. september 2023 20:47
Talsmaður Pogba segir hann aldrei hafa ætlað sér að brjóta reglur Talsmaður knattspyrnumannsins Paul Pogba segir að leikmaðurinn hafi aldrei ætlað sér að brjóta reglur eftir að greint var frá því að Pogba hafi fallið á lyfjaprófi. Fótbolti 12. september 2023 20:00