Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Natasha kom inn af bekknum í magnaðri endur­komu

Natashi Anasi og stöllur hennar í norska liðinu Brann nældu í stig er liðið tók á móti Lyon í B-riðli Meistaradeildar Evrópu kvenna í kvöld. Lokatölur 2-2 í leik þar sem frönsku gestirnir skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

UEFA og FIFA í ó­rétti gegn Ofurdeildinni

Evrópudómstóllinn hefur tekið fyrir baráttuaðferðir Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gegn þeim sem reyna að stofna nýjar knattspyrnukeppnir eins og hina umdeildu Ofurdeild Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Mjög stutt í að Svein­dís Jane snúi aftur

Það er mjög stutt í að við fáum að sjá ís­­lensku lands­liðs­­konuna Svein­­dísi Jane Jóns­dóttur, leik­mann Wolfs­burg, aftur inn á knatt­­spyrnu­vellinum eftir meiðsla­hrjáða mánuði. Þessi öflugi leik­­maður hefur ekki setið auðum höndum þrátt fyrir að hafa ekki geta' sinnt at­vinnu sinni að fullu að undan­förnu. Hún er rit­höfundur nýrrar barna­­bókar sem kom út núna fyrir jólin.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta er nú bara svona á hverju ári“

Það má með sanni segja að Orri Steinn Óskarsson hafi tekið stór skref á sínum fótboltaferli ár árinu sem nú er að líða. Eftir að hafa verið sendur á láni til liðs í næst efstu deild Dan­merkur í upp­hafi árs þá sneri Orri Steinn til baka þaðan í lið FC Kaup­manna­hafnar, meira reiðu­búinn en áður til þess að láta til sín taka.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool og Chelsea gætu aftur mæst í úr­slitum

Rétt í þessu var dregið í undanúrslit enska deildarbikarsins og líkegt þykir að Liverpool og Chelsea mætist aftur í bikarúrslitaleik. Liðin léku til úrslita í bæði FA- og deildarbikarnum árið 2022, báðir leikir enduðu með 0-0 jafntefli. 

Enski boltinn
Fréttamynd

Brösugir Börsungar áttu í vand­ræðum með botnliðið

Barcelona vann 3-2 á heimavelli gegn Almería, neðsta liði spænsku úrvalsdeildarinnar. Mörkin komu frá hægri væng Börsunga, kantmaðurinn Raphinha skoraði fyrra markið og lagði annað markið svo upp á bakvörðinn Sergi Roberto, sem var aftur á ferðinni í sigurmarkinu en þá eftir undirbúning Robert Lewandowski.

Fótbolti
Fréttamynd

Fimm leik­menn litu rautt eftir slags­mál

Deildarkeppnir í knattspyrnu í Tyrklandi hófust aftur í gær, viku eftir að hlé var gert frá öllum keppnum vegna líkamsárásar á dómara af hendi forseta félagsins Ankaragucu. Strax í gær leit annar skandall dagsins ljós og nú í dag urðu hópslagsmál í næst efstu deild. 

Fótbolti
Fréttamynd

Þriðja Dísin frá Val í at­vinnu­mennsku

Ásdís Karen Halldórsdóttir fagnaði 24 ára afmæli sínu með því að skrifa undir samning til tveggja ára við norska knattspyrnufélagið Lilleström. Þar með fjölgar enn í hópi íslenskra leikmanna sem farið hafa úr Bestu deildinni í atvinnumennsku eftir síðustu leiktíð.

Íslenski boltinn