Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Tekur við fé­lagi í níunda sinn

Ítalinn Nicolo Napoli hefur verið ráðinn þjálfari U Craiova í Rúmeníu innan við ári eftir að hafa verið rekinn. Þetta er í níunda skipti, fyrst 2003, sem hann tekur við þjálfun félagsins en sjaldnast hefur hann enst í meira en tólf mánuði í senn.

Fótbolti
Fréttamynd

Dagur kom á ó­vart og sleppti stór­stjörnu

Dagur Sigurðsson hefur nú valið sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta. Mesta athygli vekur að hann skyldi ekki velja eina stærstu stjörnuna, Luka Cindric, í 21 manns hóp sem á að tryggja Króatíu sæti á Ólympíuleikunum.

Handbolti
Fréttamynd

Gylfi æfir með Fylki á Spáni

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er staddur um þessar mundir á Spáni ásamt sjúkraþjálfaranum Friðriki Ellerti Jónssyni í endurhæfingu.

Fótbolti
Fréttamynd

Hræddur að fara of nærri Norður-Kóreu

Norðmaðurinn Benjamin Stokke hafnaði tilboðum víða að á kostnað Breiðabliks sem hann mun leika með í Bestu deild karla í sumar. Fyrrum leikmaður Blika gerði mikið til að sannfæra Norðmanninn um að koma til Íslands.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta?

Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ein sú besta í heimi segist vera sak­laus

Ástralska knattspyrnukonan Sam Kerr lýsti sig saklausa af ákæru saksóknara um að hafa áreitt lögregluþjón í London á síðasta ári en hún kom fyrir dómara í London í gær. Réttarhald yfir henni fer ekki fram fyrr en á næsta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

„Unun að vera hluti af þessu“

Martin Ødegaard, fyrirliði Arsenal, skoraði fyrsta mark Arsenal er liðið vann 6-0 útisigur gegn botnliði Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Skytturnar skutu Sheffield í kaf

Arsenal vann sinn sjöunda deildarleik í röð er liðið heimsótti botnlið Sheffield United í kvöld. Óhætt er að segja að sigur gestanna hafi verið öruggur, en lokatölur urðu 0-6.

Fótbolti
Fréttamynd

Freyr í trylltum fögnuði í stúkunni

Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson mætti upp í stúku og fagnaði með hörðustu stuðningsmönnum belgíska liðsins Kortrijk eftir sigurinn lífsnauðsynlega gegn RWDM í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Elísa Viðars orðin strákamamma

Knattspyrnuparið Elísa Viðarsdóttir og Rasmus Christiansen eignuðust dreng 2. mars síðastliðinn. Elísa greindi frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum í gær.

Lífið