Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Chelsea í úr­slit fimmta árið í röð

Chelsea varð fyrsta liðið í þrettán leikjum til að leggja Manchester City að velli í kvöld, 1-0, í undanúrslitum deildabikars kvenna í fótbolta á Englandi. Chelsea mætir því Arsenal í úrslitaleik, líkt og í fyrra.

Enski boltinn
Fréttamynd

Liverpool tryggði sig nánast á­fram

Liverpool er svo gott sem komið áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 5-1 sigur gegn Sparta Prag í Tékklandi í kvöld. Það virðist því nánast formsatriði að spila seinni leikinn í Liverpool.

Fótbolti
Fréttamynd

Orri skóf ekkert af því: „Ég átti þetta ekki skilið“

Orri Steinn Óskarsson, landliðsmaður í fótbolta og leikmaður FC Kaupmannahafnar, viðurkennir að undanfarnar vikur, utan leikmannahóps hafi reynst honum erfiðar. Staðan sé ósanngjörn gagnvart honum en Orri minnti rækilega á sig með stoðsendingu í tapi gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Væri ekkert vesen ef rétt væri staðið að hlutunum

Vallar­stjóri KR á Meistara­völlum, Magnús Valur Böðvars­son, fylgist náið með lang­tíma veður­spánni og vonar að mars­hretið haldi sig fjarri Vestur­bænum. Það styttist í að flautað verði til leiks í Bestu deild karla og er Magnús þokka­lega bjart­sýnn á að heima­völlur KR verði leik­fær fyrir fyrsta heima­leik liðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sár­kvalinn með putta sem að fólki hryllir við

Það er líklega vert að vara viðkvæma við meðfylgjandi mynd og myndbandi af því þegar Portúgalinn Matheus Nunes meiddist í leiknum með Manchester City gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld.

Fótbolti