Arsenal, Chelsea, Newcastle og Man Utd á eftir framherja Leipzig Benjamin Šeško er nafn sem reikna má með að verði mikið í fjölmiðlum í sumar en þessi 21 árs gamli framherji RB Leipzig er eftirsóttur af Arsenal, Chelsea, Manchester og Newcastle United. Fótbolti 6. júní 2024 12:30
Kjartan Henry og Helga selja í Vesturbænum Kjartan Henry Finnbogason, knattspyrnumaður og sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport, og Helga Björnsdóttir lögfræðingur hafa sett íbúð sína við Meistaravelli í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 89,9 milljónir. Lífið 6. júní 2024 11:30
Leikmannasamtök ensku úrvalsdeildarinnar beita sér gegn eyðsluþaki Fundur eiganda liða í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta fer fram síðar í dag. Þar er talið næsta víst að kosið verði gegn hugmynd um eyðsluþak en sú umræða kom upp á dögunum. Enski boltinn 6. júní 2024 11:00
Heldur út í atvinnumennsku og ætlar sér fast sæti í landsliðinu Komið er að tímamótum á ferli skyttunnar ungu, Þorsteins Leós Gunnarssonar. Hann kveður nú uppeldisfélag sitt Aftureldingu með trega og heldur út í atvinnumennskuna í Portúgal þar sem að hann hefur samið við Porto. Markmið Þorsteins næstu árin á hans ferli snúa mikið að íslenska landsliðinu. Hann ætlar sér að verða fastamaður í því liði. Handbolti 6. júní 2024 10:00
Maddison fer ekki með Englandi á EM James Maddison, miðvallarleikmaður Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni, verður ekki í flugvélinni þegar enska landsliðið heldur til Þýskalands á Evrópumót karla í knattspyrnu sem þar fer fram frá 19. júní til 14. júlí næstkomandi. Fótbolti 6. júní 2024 09:30
Gerðu upplifunina að EM í fótbolta skemmtilegri með Match Attax Margir hverjir muna vel eftir því þegar Ísland komst í fyrsta sinn á Evrópumót í fótbolta sem fór fram í Frakklandi árið 2016 og komust alla leið í átta liða úrslit. Lífið samstarf 6. júní 2024 08:31
Stór fáni af Pétri dreginn upp í Stokkhólmi: „Farið til helvítis“ Segja má að Pétur Marteinsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, hafi skilið eftir sig alvöru fótspor hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Hammarby eftir tíma sinn þar sem leikmaður. Það sýndi sig einna best um nýliðna helgi er gríðarstór fáni, mynd af honum á eftirminnilegri stundu, var dreginn upp í einni af stúkum Tele2 leikvangsins í Stokkhólmi. Pétur fékk veður af þessu og hefur gaman að, segir þetta til marks um ríginn sem ríkir milli þessara nágranna í Stokkhólmi. Fótbolti 6. júní 2024 08:31
Uppselt á leik Englands og Íslands á Wembley England mætir Íslandi í síðasta vináttulandsleik sínum fyrir Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Leikurinn fer fram á hinum fornfræga Wembley-leikvangi og er uppselt á leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti 6. júní 2024 07:30
KR og FH án lykilmanna í næstu umferð Ef til vill finnur Gregg Ryder lausn á varnarvandræðum KR-liðsins í næstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Miðvarðarpar liðsins, Finnur Tómas Pálmason og Axel Óskar Andrésson, verður í leikbanni þegar KR-ingar sækja ÍA heim þann 18. júní næstkomandi. Íslenski boltinn 5. júní 2024 22:45
Tryggði Íslandi sigurinn mikilvæga en nú í leit að nýju félagi Hildur Antonsdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Austurríki í undankeppni EM 2025 á þriðjudag. Hildur spilaði með hollenska liðinu Fortuna Sittard á nýafstaðinni leiktíð en er í leit að nýju félagi í sumar. Fótbolti 5. júní 2024 22:01
Réðu nýjan þjálfara sama dag og Solskjær var orðaður við félagið Fyrr í dag virtist sem Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi þjálfari Manchester United, væri við það að taka við Bestiktas í tyrknesku úrvalsdeild karla í fótbolta. Sá orðrómur virtist byggður á sandi þar sem Giovanni Van Bronckhorst er tekinn við liðinu. Fótbolti 5. júní 2024 21:15
„Hann þarf greinilega að borga Stúkumönnum til að peppa sig upp“ Henry Birgir Gunnarsson segir að ummæli Alberts Brynjars Ingasonar í Stúkunni hafi greinilega kveikt í Ísaki Snæ Þorvaldssyni, leikmanni Breiðabliks. Íslenski boltinn 5. júní 2024 20:31
Danir lögðu Svía og Haaland skoraði þrjú Danmörk lagði Svíþjóð 2-1 í vináttulandsleik þjóðanna á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld. Þá vann Noregur 3-0 sigur á Kósovó. Fótbolti 5. júní 2024 19:05
Samningslaus Brynjólfur eftirsóttur Samningur Brynjólfs Andersen Willumssonar við norska félagið Kristiansund renndur út í haust og stefnir í að leikmaðurinn færi um set. Eru nokkuð stór lið í Skandinavíu horfa til hins 23 ára framherja. Fótbolti 5. júní 2024 18:15
Evans í viðræðum við United um nýjan samning Jonny Evans, varnarmaður Manchester United, er í viðræðum við félagið um að framlengja samningi sínum. Fótbolti 5. júní 2024 17:00
Meiðslalisti íslenska landsliðsins lengist enn frekar Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur neyðst til þess að gera frekari breytingar á landsliðshópnum fyrir komandi leiki Íslands gegn Englandi og Hollandi. Tveir leikmenn til viðbótar við þá Orra Óskarsson og Willum Þór Willumsson hafa bæst við meiðslalistann. Fótbolti 5. júní 2024 16:35
Kærir mótherja sem kýldi sig í miðjum leik Marokkóska knattspyrnukonan Yasmine Mrabet ætlar sér að leggja fram kæru á hendur annarrar knattspyrnukonu sem kýldi hana í miðjum vináttulandsleik í vikunni. Fótbolti 5. júní 2024 16:31
Víkingur hefði átt að fá víti: „Ég skil ekki hvernig hann sér þetta ekki“ Víkingur vann 5-2 sigur á Fylki um síðastliðna helgi. Dómari leiksins hlaut töluverða gagnrýni fyrir að sjá ekki Aron Elís handleika boltann áður en hann jafnaði leikinn 1-1. Mistök geta hins vegar alltaf gerst og það er nokkuð ljóst að mati Stúkunnar að Víkingur hefði átt að fá víti skömmu síðar. Íslenski boltinn 5. júní 2024 15:30
Conte kynntur til leiks hjá Napoli Antonio Conte, fyrrverandi knattspyrnustjóri Chelsea og Tottenham, hefur verið kynntur til leiks sem nýr stjóri ítalska félagsins Napoli. Fótbolti 5. júní 2024 15:01
Arteta vill fá leikmann sem skoraði gegn Íslandi Úkraínskur leikmaður Girona á Spáni er undir smásjá Arsenal, silfurliðs síðustu tveggja ára í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 5. júní 2024 14:30
Arnar Þór ráðinn íþróttastjóri Gent Arnar Þór Viðarsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, hefur verið ráðinn sem nýr íþróttastjóri belgíska félagsins Gent. Fótbolti 5. júní 2024 14:01
Snæviþakinn völlur á Akureyri: „Eina vitið að spila í apríl og taka frí í júní“ Þrátt fyrir að sumarið sé gengið í garð er óhætt að segja að aðstæður til knattspyrnuiðkunnar utandyra séu ekki eins og best verður á kosið um land allt. Fótbolti 5. júní 2024 13:00
Hrósaði Davíð Smára í hástert: „Minnir á Arnar Gunnlaugsson í viðtölum“ Atli Viðar Björnsson hefur hrifist af framgöngu Davíðs Smára Lamude, þjálfara Vestra, í sumar. Íslenski boltinn 5. júní 2024 12:01
Á leið á landsleik í London í boði Netgíró Fjöldi fólks tók þátt í skemmtilegum leik sem Netgíró stóð fyrir í maí. Leikurinn var afar einfaldur en eina sem þurfti að gera var að kaupa eitthvað með Netgíró í maí fyrir 9.900 kr. eða meira og þannig fór viðkomandi sjálfkrafa í pottinn. Lífið samstarf 5. júní 2024 11:07
Ætla að banna starfsfólki United að borða með leikmönnunum Sir Jim Ratcliffe og félagar hans í INEOS eru byrjaðir að taka til hendinni hjá Manchester United og ætla að breyta ýmsu hjá félaginu, meðal annars hverjir mega snæða með leikmönnum þess á æfingasvæðinu. Enski boltinn 5. júní 2024 11:01
Sádagullið heillar De Bruyne: „Þú ert að tala um ótrúlegar upphæðir“ Kevin De Bruyne, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, segir að það gæti orðið erfitt að hafna freistandi tilboði frá Sádi-Arabíu. Enski boltinn 5. júní 2024 10:30
„Komu inn í leikinn með þennan fína „við erum betri en þið í fótbolta“ hroka Lárus Orri Sigurðsson segir að Stjarnan hafi einfaldlega bognað undan baráttugleði Vestra í leik liðanna í Bestu deild karla um helgina. Íslenski boltinn 5. júní 2024 09:00
Treystir sér ekki að skoða myndir sem teknar voru rétt eftir samstuðið Framherji HK missti tvær tennur og sauma þurfti þrjátíu spor þegar hann lenti í samstuði við samherja sinn í Bestu deildinni um helgina. Íslenski boltinn 5. júní 2024 08:00
City fer í mál við ensku úrvalsdeildina: „Ógnarstjórn meirihlutans“ Englandsmeistarar Manchester City hefur farið í mál við ensku úrvalsdeildina vegna fjárhagsreglna hennar. Enski boltinn 5. júní 2024 07:31
Helsti styrktaraðili Liverpool sakaður um tengsl við hryðjuverkasamtök Breski bankinn Standard Chartered hefur verið sakaður um tengsl við hryðjuverkamenn. Kemur þetta fram í réttarskjölum frá New York í Bandaríkjunum. Enski boltinn 5. júní 2024 07:00