Baldur tjáir sig um málskotsréttinn Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi og prófessor í stjórnmálafræði, segir það hafa verið hárrétt af Ólafi Ragnari Grímssyni að vísa ICESAVE-málunum til þjóðarinnar á sínum tíma. Innlent 24. mars 2024 18:41
Fjölgar í stuðningshópi Höllu Hrundar Hátt í átta hundruð manns hafa gengið í Facebook hópinn „Ég vil að Halla Hrund orkumálastjóri bjóði sig fram til forseta Íslands“. Ört fjölgar í hópnum, sem var búinn til í gærkvöldi. Innlent 24. mars 2024 15:50
Salvör Nordal gefur ekki kost á sér Salvör Nordal umboðsmaður barna hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi forsetakosningum. Frá þessu greindi hún á Facebook síðu sinni í gær. Innlent 24. mars 2024 14:13
Fram fram fylking Forðum okkur hættu frá. Tjáningarfrelsið er mikilvæg réttindi sem auðvelt er að glata, misnota og vanrækja. Frelsið er í raun ekki almennilega raunverulegt fyrr en við njótum þess ekki til fulls. Líkt og heilsa, svefn eða súrefni. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Skoðun 24. mars 2024 09:01
Margrét Friðriks safnar undirskriftum til að kanna áhugann Margrét Friðriksdóttir ritstjóri Fréttarinnar.is er á lista yfir þá einstaklinga sem safna undirskriftum fyrir forsetaframboð. Hún segist með því vera að kanna áhugann fyrir forsetaframboði hennar. Innlent 23. mars 2024 14:53
„Meiri líkur en minni“ á að Jón Gnarr fari fram Jón Gnarr leikari og fyrrverandi borgarstjóri segir meiri líkur en minni á að hann gefi kost á sér í komandi forsetakosningum. Innlent 22. mars 2024 21:36
Ellefu manns óvart í framboði Að minnsta kosti ellefu manns hófu meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð á Ísland.is fyrir slysni. Þau ætluðu öll að mæla með öðrum frambjóðenda en stofnuðu svo sjálf til meðmælasöfnunnar. Innlent 22. mars 2024 17:40
Spáir því að Katrín tilkynni um forsetaframboð á næstu dögum Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir alla innan raða Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar nú velta fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að hún muni gera það og verða kjörin næsti forseti lýðveldisins. Innlent 22. mars 2024 15:42
Orkumálastjóri íhugar forsetaframboð „Ég hef fengið fullt af hvatningu í þetta embætti og almennt í ólík störf í gegnum tíðina en þetta er kveðja sem hittir beint í hjartastað,“ segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, sem íhugar forsetaframboð. Innlent 22. mars 2024 13:35
Þverneitar að hafa freistast til að fegra ferilskrána „Alls ekki! Því skyldi ég gera það?“ svarar Halla Tómasdóttir athafnamanneskja og forsetaframbjóðandi ákveðið, spurð að því hvort hún hafi freistast til þess að fegra ferilskrána. Innlent 22. mars 2024 06:11
Rúmlega þrjátíu manns dregið forsetaframboðið til baka Landskjörstjórn og Þjóðskrá Íslands hafa borist nokkur erindi um fólk sem óvart hefur stofnað til meðmælasöfnunar vegna forsetakosninga í ár þegar ætlunin var að mæla með framboði. Alls hafa um áttatíu manns stofnað söfnun á einhverjum tímapunkti. Innlent 21. mars 2024 15:37
Fólk hafi skráð sig í forsetaframboð fyrir slysni Borið hefur á því að fólk hafi skráð sig fyrir slysni á lista Þjóðskrár yfir þá sem óska eftir meðmælum fyrir framboði í forsetakosningunum í ár. Fréttastofu er kunnugt um tvö tilvik en Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist telja þau vera fleiri. 34 voru á listanum í gær en eru 42 í dag. Innlent 21. mars 2024 11:00
Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. Innlent 21. mars 2024 10:23
Dregur framboðið til baka vegna fárra undirskrifta Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður hefur hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Hann var meðal þeirra fyrstu til að boða framboð en hefur aðeins fengið tíu prósent tilskilinna meðmæla. Þá lýsir hann yfir stuðningi við framboð Baldurs Þórhallssonar. Innlent 20. mars 2024 19:12
„Við höfum verið mjög feimnir gagnvart þessu“ „Við erum í raun að bjóða okkur fram saman. Við erum að bjóða okkur fram sameiginlega að þessum verkefnum. Við höfum tekist þannig á við öll okkar verkefni í lífinu,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor, um eiginmann hans fjölmiðlamanninn Felix Bergsson. Innlent 20. mars 2024 14:02
Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. Innlent 20. mars 2024 12:10
Naglarnir raðist í líkistu ríkisstjórnarinnar „Þetta er orðið þreytt ástand. Þetta er einhvern veginn eins og Weekend at Bernie´s, þegar þeir drösluðust með lík heila helgi. Ríkisstjórnin er löngu dauð en einhvern veginn skröltir hún áfram,“ dæsir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi. Hann er að öðru leyti hress og segir hamingjuna eiga heimilisfesti í Flóanum. Innlent 20. mars 2024 11:41
Bein útsending: Baldur tilkynnir um ákvörðun sína Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og Felix Bergsson, eiginmaður hans, munu í hádeginu í dag, funda með þeim hópi fólks sem hvatt hefur Baldur til að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Innlent 20. mars 2024 11:01
„Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum. Innlent 20. mars 2024 09:11
Baldur boðar til blaðamannafundar Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, ætlar á morgun að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til embættis forseta Íslands á blaðamannafundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 19. mars 2024 15:12
Ástþór eyðir milljónum en næsti frambjóðandi þúsundköllum: „Það væsir ekkert um mig fjárhagslega“ Ástþór Magnússon hefur 28 ára reynslu af því að bjóða sig fram til forseta og hann er hvergi nærri hættur. Hann er byrjaður snemma að auglýsa framboð sitt að þessu sinni og notar samfélagsmiðla til þess. Innlent 18. mars 2024 08:01
Ísdrottningin safnar undirskriftum til að komast á Bessastaði Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, er byrjuð að safna meðmælum fyrir forsetaframboð í komandi kosningum. Þetta má sjá á vefnum Ísland.is, en þegar þetta er skrifað eru 25 að safna meðmælum. Innlent 17. mars 2024 22:54
Halla býður sig fram til forseta Halla Tómasdóttir stefnir að því að verða næsti forseti Íslands. Halla tilkynnti um framboð sitt til forseta á blaðamannafundi í Grósku í Vatnsmýri í Reykjavík í hádeginu í dag. Fjöldi stuðningsmanna Höllu hafði þar safnast saman. Innlent 17. mars 2024 12:09
Bein útsending: Blaðamannafundur Höllu Tómasdóttur Blaðamannafundur sem Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og forstjóri B Team, hefur boðað til hefst í Grósku í Vatnsmýri klukkan 12 í dag. Innlent 17. mars 2024 11:01
Virði lýðræðis Hver á embætti forseta Íslands? Þjóðin. Hver getur boðið sig fram til embættis forseta Íslands? Allir Íslendingar (einstaklingar með íslenskan ríkisborgararétt) sem náð hafa 35 ára aldri. Þetta er eina sjálfstæða, frjálsa og óháða embættið sem þjóðin á sameiginlega. Skoðun 17. mars 2024 09:00
Baldur opinberar ákvörðun sína í næstu viku Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ætla að gefa upp ákvörðun sína um mögulegt forsetaframboð í næstu viku. Margir hafa hvatt Baldur til framboðs að undanförnu og er Baldur sagður hafa íhugað það alvarlega. Innlent 16. mars 2024 15:59
Halla boðar til blaðamannafundar Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og forstjóri B Team, hefur boðað til blaðamannafundar í Grósku í Vatnsmýri í hádeginu á morgun. Halla hefur að undanförnu verið orðuð við framboð til embættis forseta Íslands og má leiða líkur að því að hún komi á fundinum til með að tilkynna um framboð. Innlent 16. mars 2024 09:58
Katrín noti mögulega orðróm um forsetaframboð í pólitískri skák Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gæti verið að nota umræðu um mögulegt forsetaframboð sitt til að styrkja pólitíska stöðu sína. Þessari tilgátu vörpuðu bæði Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, í Pallborðinu á Vísi í dag. Innlent 14. mars 2024 15:30
Gefur ekki kost á sér Ólafur Jóhann Ólafsson mun ekki gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Innlent 14. mars 2024 14:40
Vöruð við því strax í upphafi að hún ætti ekki séns Þóra Arnórsdóttir segist aldrei hafa gert ráð fyrir að ná kjöri sem forseti Íslands í kosningunum 2012, þar sem hún bauð sig fram á móti Ólafi Ragnari Grímssyni, sitjandi forseta. Þóra ræddi hæðir og lægðir forsetaframboðs í Íslandi í dag í fyrradag. Lífið 14. mars 2024 14:23