Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Perez kom fyrstur í mark og Verstappen þarf að bíða eftir titlinum

Sergio Perez, liðsmaður Red Bull, kom fyrstur í mark þegar kappaksturinn í Singapúr í Formúlu 1 fór fram í dag. Liðsfélagi hans, heimsmeistarinn Max Verstappen, hefði getað tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð með sigri í dag, en hann endaði sjöundi og þarf því að bíða með fagnaðarlætin.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton biðst afsökunar á bræði sinni

Lewis Hamilton hefur beðið liðsfélaga sína hjá Mercedes í Formúlu 1 afsökunar á því að hafa misst stjórn á skapi sínu á meðan hollenska kappakstrinum stóð um helgina. Hamilton missti forystuna vegna ákvarðanatöku liðsins og endaði fjórði.

Formúla 1
Fréttamynd

Ver­stappen á rá­spól í Hollandi

Heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól í Formúlu 1 kappakstri morgundagsins sem fram fer í heimalandi hans, Hollandi. Hann skaust fram fyrir Charles Leclerc í blálokin.

Formúla 1
Fréttamynd

Kynntur sem nýr ökumaður Alpine en mun aka fyrir McLaren

Ástralski ökumaðurinn Oscar Piastri mun aka fyrir McLaren á næsta tímabili í Formúlu 1, þrátt fyrir að hafa verið kynntur sem nýr ökumaður Alpine-liðsins fyrr í sumar. Hann kemur í stað Daniel Ricciardo sem yfirgefu McLaren-liðið eftir tímabilið.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso: Hamilton er hálfviti

Ökuþórinn Lewis Hamilton hjá Mercedes segist vera þakklátur fyrir að vera enn þá á lífi eftir árekstur við Fernando Alonso á fyrsta hring í belgíska kappakstrinum í gær.

Formúla 1
Fréttamynd

Segir Ricciar­do ó­þekkjan­legan

Christian Horner, liðsstjóri Red Bull í Formúlu 1, segir fyrrum ökumann liðsins, Daniel Ricciardo, nær óþekkjanlegan á brautinni. McLaren og Ricciardo komust að samkomulagi nýverið um að rifta samningi hans eftir tímabilið. Óvíst er hvort Ricciardo verði áfram í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili

Formúla 1
Fréttamynd

Fyrrum heimsmeistarinn tekur sæti Vettels

Fyrrum heimsmeistarinn Fernando Alonso á nóg eftir í Formúlu 1 þrátt fyrir að vera 41 árs gamall. Hann hefur gert langtímasamning við Aston Martin um að keyra fyrir framleiðandann frá og með næsta tímabili í Formúlu 1.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton hvergi nærri hættur: „Ég á nóg eftir“

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton kom annar í mark í sínum þrjúhundruðasta kappakstri þegar franski kappaksturinn í formúlu 1 fór fram í gær. Þetta var besti árangur sjöfalda heimsmeistarans á tímabilinu, en þessi 37 ára ökuþór segist hvergi nærri hættur.

Formúla 1
Fréttamynd

Hómófóbía og kynþáttafordómar í F1

Lið Aston Martin í Formúlu 1 gaf út yfirlýsingu fyrir helgi þar liðið segist ekki hafa neina þolinmæði fyrir mismunun á vinnustað sínum. Kom yfirlýsingin í kjölfar lýsingu starfsmanns á andlegu ofbeldi sem hann varð fyrir.

Formúla 1
Fréttamynd

Leclerc tók þrisvar framúr Verstappen

Charles Leclerc fór með sigur af hólmi í Formúlu 1-kappakstrinum sem fram fór í Austurríki í dag. Leclerc tók þrisvar sinnum framúr Max Verstappen í kappakstrinum og kom að lokum fyrstur í mark.

Formúla 1