Joggingbuxum breytt í gönguskó í nýrri markaðsherferð Íslandsstofu Íslandsstofa hleypir í dag nýrri markaðsherferð af stokkunum sem ætlað er að lokka ferðamenn til landsins. Viðskipti innlent 24. júní 2021 08:18
Hjólhýsasölumenn hafa ekki náð einum EM-leik: „Það bara selst allt“ Ekkert lát er á ferðaþorsta landsmanna sem margir virðast stefna á ferðalög innanlands í sumar. Sala á ferðavögnum hófst strax síðasta haust og hafa þeir selst upp jafnóðum. Viðskipti innlent 23. júní 2021 16:07
Stefnir í áframhaldandi hótelrekstur í Bændahöllinni Einkaviðræður aðila tengdum Hótel Óðinsvé um kaup á Bændahöllinni eru vel á veg komnar. Nýir eigendur áforma áframhaldandi rekstur hótels í fasteigninni sem hýst hefur Hótel Sögu í 59 ár. Viðskipti innlent 23. júní 2021 16:05
Kvikmyndagerð á Íslandi er mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna Um 40 prósent allra erlendra ferðamanna sem hingað koma til lands gera það eftir að hafa séð afþreyingarefni sem framleitt er á Íslandi. Innlent 21. júní 2021 23:05
Faxaflóahafnir búast við 92 skemmtiferðaskipum Samkvæmt nýjustu áætlunum Faxaflóahafna er von á 92 skemmtiferðaskipum með 60 þúsund farþega um borð, það sem eftir lifir ári. Í byrjun árs voru 198 skemmtiferðaskipakomur til Faxaflóahafna með um 217 þúsund farþega. Innlent 21. júní 2021 20:05
Breytingar á skimunum muni hafa jákvæð áhrif á ferðavilja Ferðamálastjóri segir ákvörðun um að hætta að skima bólusetta á landamærunum vafalaust eiga eftir að auka ferðavilja erlendra ferðamanna til landsins. Hvers kyns takmarkanir hafi óhjákvæmilega áhrif. Innlent 20. júní 2021 18:51
Telur órökrétt að hætta að skima bólusetta Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur órökrétt að hætta að skima bólusetta einstaklinga á landamærunum, ekki síst vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða indverska afbrigðis. Áfram sé hætta á öðrum faraldri. Innlent 19. júní 2021 18:31
Perlugestir geta tekið flugið niður í Öskjuhlíð Gestir Perlunnar munu geta ferðast á allt að fimmtíu kílómetra hraða niður í Öskjuhlíð þegar svokölluð fluglína verður tekin þar í notkun. Innlent 18. júní 2021 21:01
Aflétting sóttvarnareglna á landamærum metin í lok mánaðar Aflétting sóttvarnareglna á landamærunum verður metin í lok mánaðar. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ferðaþjónustan vonast til að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin. Innlent 18. júní 2021 19:00
Ferðamennirnir miður sín og í farsóttarhúsi Ferðamenn sem greindust með Delta-afbrigði kórónuveirunnar í vikunni eru miður sín, að sögn yfirlæknis. Þá beri að hafa í huga fyrir veisluhöld helgarinnar að stór hluti yngri aldurshópa sé aðeins hálfvarinn. Innlent 18. júní 2021 18:41
Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. Innlent 18. júní 2021 12:05
Eyddu 220 milljörðum á ferð sinni um Ísland árið 2020 Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 3,9% árið 2020 samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum ferðaþjónustureikninga, samanborið við 8% árið 2019. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 18. júní 2021 10:47
Ævintýraleg útivist með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum Suðurlandið er risastór kennslustofa í jarðfræði og ævintýraheimur. Samstarf 18. júní 2021 09:15
Ferðaþjónustan vill afnám sóttkvíar Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vonar að sóttkví við komuna til landsins verði fljótlega afnumin og að slíkt verði til þess að ferðaþjónustan hérlendis komist aftur á fullt. Viðskipti innlent 18. júní 2021 06:49
Loka Litlu kaffistofunni í ágúst Litlu kaffistofunni á Suðurlandsvegi verður lokað í sumar, en áætlað er að síðasti opnunardagur verði 31. júlí. Ástæðan er breytt rekstrarumhverfi. Viðskipti innlent 17. júní 2021 22:21
Taka við veitinga- og verslunarrekstri á Þingvöllum Icewear hefur tekið við veitinga- og verslunarrekstri Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Þjónustumiðstöðinni á Leirum og einnig Gestastofu sem er staðsett rétt við útsýnisskífuna á Hakinu, þar sem gengið er niður í Almannagjá. Viðskipti innlent 16. júní 2021 11:42
Sagt að hypja sig úr landi og koma aldrei aftur Bandaríkjamaðurinn Vincent Reynolds, maðurinn sem komst í fréttir hér á landi þegar hann gekk upp að gígnum í Geldingadölum og hljóp síðan niður þegar hraun tók að streyma úr gígnum, segist ekki hafa ætlað að móðga nokkurn mann eða særa með athæfi sínu. Innlent 13. júní 2021 22:25
Sælkerarölt í Reykholti í Biskupstungum í allt sumar Heimagert konfekt, rúgbrauð bakað í hver og ný íslensk jarðarber, hindber og brómber er það sem gestir Sælkeraröltsins í Reykholti í Bláskógabyggð fá meðal annars að smakka á í göngu um þorpið alla föstudaga í sumar. Innlent 13. júní 2021 20:06
Kröfur vegna launaþjófnaðar hjá ferðaþjónustunni hlaupa á hundruðum ASÍ gaf út ályktun á dögunum um það að tími til þess að vanda til verka þegar ferðaþjónustan tæki við sér hafi ekki verið nýttur. Því væru uppi áhyggjur um aukna gerviverktöku, lægri laun og minni réttindum. Innlent 13. júní 2021 13:01
Icelandair Group losar sig við Iceland Travel Icelandair Group og Nordic Visitor undirrituðu í dag samning um kaup þess síðarnefnda á 100 prósent hlut Icelandair Group í Iceland Travel. Viðskipti innlent 11. júní 2021 18:09
Hringdi í Hótel Flatey í leit að leigubíl Starfsmanni Hótels Flateyjar brá heldur í brún á dögunum þegar hringt var í hann og beðið um „bíl á Dillon“ Innlent 10. júní 2021 19:54
Mesta lækkun atvinnuleysis síðan um aldamót Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. Innlent 10. júní 2021 13:38
„Ekki kærkomin hvíld, en mætum nú öflugri til leiks“ Friðrik Rafnsson var kjörinn nýr formaður Leiðsagnar - Stéttarfélags leiðsögumanna á aðalfundi í gær. Friðrik hefur verið ritari félagsins síðasta árið og tekur við starfinu af Pétri Gauta Valgeirssyni. Viðskipti innlent 9. júní 2021 10:26
Kjörin formaður Ferðafélags Íslands fyrst kvenna Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur verið kjörinn nýr forseti Ferðafélags Íslands og tekur við af Ólafi Erni Haraldssyni, sem gegnt hefur embættinu síðustu sautján ár. Anna Dóra er fyrsta konan til að taka við embætti forseta FÍ í 94 ára sögu félagsins. Innlent 8. júní 2021 23:10
Ferðafélagið fjölgar ferðum fyrir gönguþyrsta Íslendinga Útlit er fyrir að íslenska ferðasumarið muni endurtaka sig í ár. Mikill fjöldi fólks ætlar að ferðast innanlands og ganga um íslenska náttúru. Þetta segir framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands og segir hann langt síðan jafn margir voru skráðir í félagið. Ferðalög 8. júní 2021 14:01
Opna 45 kílómetra gönguleið milli Knarrarós- og Selvogsvita Vitaleiðin, ný göngu- og hjólaleið við suðurströndina, verður formlega opnuð á laugardaginn. Leiðin er um 45 kílómetrar að lengd og liggur milli Knarrarósvita, austur af Stokkseyri, og Selvogsvita, vestur af Þorlákshöfn. Lífið 8. júní 2021 13:34
Leggur til sjálfsmyndabann við ferðamannastaði Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg lýsir yfir áhyggjum sínum af þeirri hættu sem geti skapast við sjálfsmyndatökur ferðamanna. Hann segir að annað hvort þurfi að koma upp öruggum útsýnispöllum eða banna sjálfsmyndatökur. Innlent 7. júní 2021 18:38
Fjöldi farþega milli landa tvöfaldast milli mánaða Fjöldi farþega í millilandaflugi hjá Icelandair í maí var rúmlega tvöfalt fleiri en í síðasta mánuði. Félagið hefur aukið flugframboð sitt að undanförnu í takt við aukna eftirspurn eftir flugi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu sem vísar til flutningatalna sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag. Viðskipti innlent 7. júní 2021 18:36
Hættu lífi sínu fyrir sjálfsmynd við Dettifoss Tvær gulklæddar verur hættu lífi sínu við brún Dettifoss í þeim tilgangi að taka sjálfsmyndir. Myndband af atvikinu vekur óhug. Innlent 6. júní 2021 12:37
Allt sem þau heyrðu reyndist vera satt Von er á 23 farþegavélum til landsins í dag og hafa þær ekki verið fleiri það sem af er þessu ári. Hröð aukning hefur verið í fjölda komuvéla á Keflavíkurflugvelli síðustu vikur og samhliða því berast fregnir af örtröð í landamæraskimun, starfsmannaskorti ferðaþjónustuaðila og yfirvofandi vöntun á bílaleigubílum. Innlent 6. júní 2021 08:01