Héraðsdómur hafnaði nauðasamningi Gray Line Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun að staðfesta nauðasamning Allrahanda GL ehf. sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line. Félagið hyggst áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar en það hefur verið í greiðsluskjóli frá því á seinasta ári. Viðskipti innlent 3. nóvember 2021 12:08
Hyggjast laða ferðamenn að Odda á Rangárvöllum Forystumenn Oddafélagsins, sem stefna að endurreisn Odda á Rangárvöllum sem menningar- og fræðaseturs, hyggjast jafnframt gera þetta fornfræga höfuðból að ferðamannastað. Innlent 1. nóvember 2021 22:22
Náttúruperla við ströndina sem fáir utan heimamanna vissu af „Hér er mikil náttúruperla,“ segir jarðfræðingurinn Steingrímur J. Sigfússon um klettaströndina á Rauðanesi í Þistilfirði, sem lengi vel var nánast eins og vel varðveitt innansveitarleyndarmál, en ferðamenn hafa verið að „uppgötva“ á seinni árum. Lífið 31. október 2021 07:57
Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. Innlent 28. október 2021 22:46
Hótelin með snjóhengju skuldbindinga eftir faraldurinn Formaður félags Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að það muni taka hótelin tíma að koma rekstrinum í jafnvægi eftir hrun ferðaþjónustunnar í covid faraldrinum. Bankar og fleiri aðilar þurfi að sýna þeim skilning og stjórnvöld að jafna stöðu hótelanna gagnvart leiguíbúðum og hótelskipum. Viðskipti innlent 28. október 2021 20:00
Hundruð milljóna króna deila um leigumál send aftur í hérað Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í hundruð milljóna krónu deilu Íþaka fasteigna og Fosshótela um leigugreiðslur vegna Fosshótels við Höfðatorg. Héraðsdómur þarf því að taka málið aftur fyrir. Viðskipti innlent 28. október 2021 15:10
Bíða spennt eftir 2022 og segja landsbyggðina eiga mikið inni Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 að mati ferðabókaútgefandans Lonely Planet. Sviðstjóri hjá áfangastofu Vestfjarða segir að viðurkenningin muni nýtast þeim næstu árin en mikilvægt sé að uppbygging verði í takt við aukna eftirspurn. Innlent 28. október 2021 13:18
Ísland aftur orðið rautt Ísland er enn á ný orðið rautt á korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu eftir nokkrar vikur í appelsínugulum lit. Innlent 28. október 2021 10:47
Vestfirðir efstir á lista Lonely Planet yfir bestu áfangastaði í heimi 2022 Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022, eða svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var í gærkvöldi. Viðskipti innlent 28. október 2021 08:21
Hótelin skattlögð langt umfram AirBnB og hótelskip Enn ríkir töluverð óvissa um rekstur hótela þótt ferðamönnum hafi fjölgað í sumar og haust. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að bæta þurfi samkeppnisstöðu hótela gagnvart leiguíbúðum fyrir ferðamenn og skemmtiferðaskipum sem sigli í vaxandi mæli í kringum landið. Viðskipti innlent 27. október 2021 19:31
Íslenskt forystufé fari á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu Ráðamenn forystufjársetursins í Þistilfirði vinna að því að íslenskir forystusauðir verði skilgreindir sem dýrategund í útrýmingarhættu og fari jafnvel á heimsminjaskrá sem menningarminjar. Þeir segja íslenska forystuféð einstakt í heiminum. Innlent 25. október 2021 21:21
Féll tvo metra í Raufarhólshelli og missti meðvitund Leiðsögumaður sem var á ferð með hópi ferðamanna í Raufarhólshelli missti meðvitund eftir að hafa fallið niður af palli í hellinum síðasta föstudag. Innlent 25. október 2021 13:24
Eiginmanninum færður kaffisopinn út á túnið Á bænum Holti í Þistilfirði eru þau Hildur Stefánsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson komin á ról fyrir allar aldir, hún að undirbúa morgunverð fyrir ferðamennina en hann að afla heyja fyrir búsmalann en þau reka bæði gistiheimili og sauðfjárbú. Lífið 24. október 2021 08:12
Edition vill vera hjartslátturinn í nýrri miðborg Reykjavíkur Nóttin í svítu á nýjasta hótelinu í Reykjavík kostar á bilinu 117 þúsund upp í rúma eina og hálfa milljón. Þar er boðið upp á einstakt útsýni yfir gömlu höfnina og ýmsa aðra þjónustu sem prýðir fimm stjörnu hótel. Innlent 22. október 2021 19:00
SE gefur grænt ljós á kaup Nordic Visitor á Iceland Travel Samkeppniseftirlitið (SE) hefur samþykkt kaup ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor hf. á Iceland Travel ehf. Komst eftirlitið að þeirri niðurstöðu að ekki yrði til markaðsráðandi staða eða umtalsverð röskun á samkeppni með samrunanum og því væri ekki tilefni til íhlutunar. Viðskipti innlent 22. október 2021 14:38
Raunveruleikinn í ferðaþjónustu Á forsíðu Fréttablaðsins fimmtudaginn 21. október var frétt með fyrirsögninni „Hundruð ferðaþjónustufyrirtækja þurfa áfram lánafrystingu í vetur”. Þessi frétt var ágætis áminning ofan í fullyrðingar og umfjallanir hinna ýmsu greiningaraðila undanfarið, þar sem halda mætti að allt væri fallið í ljúfa löð og vandræði ferðaþjónustunnar að baki. Skoðun 22. október 2021 14:00
Bændasamtökin enn í viðræðum við ríkið um Hótel Sögu Viðræður standa enn yfir á milli Bændasamtaka Íslands og ríkisins um kaup á Hótel Sögu fyrir Háskóla Íslands. Þá er enn rætt við tvo aðila í hótelgeiranum, að sögn Gunnars Þorgeirssonar, formanns Bændasamtakanna. Innlent 22. október 2021 11:17
Forsýna The Reykavík Edition þann 9. nóvember Lúxushótelið The Reykjavík Edition verður opnað í sérstakri forsýningu þann 9. nóvember en hótelið tók við sínum fyrstu gestum nú fyrr í mánuðinum. Viðskipti innlent 21. október 2021 16:41
Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. Innlent 20. október 2021 22:11
Hlé gert á áætlunarflugi til Íslands vegna kröfu um Covid-próf Bólusettir Norðmenn geta nú ferðast til langflestra landa Evrópu án þess að þurfa framvísa neikvæðu Covid-19 prófi. Ísland er þar undanskilið og hafa stjórnendur SAS tekið ákvörðun um að gera hlé á frekara áætlunarflugi frá Noregi til Íslands vegna þessa. Viðskipti innlent 20. október 2021 15:06
Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. Viðskipti innlent 20. október 2021 09:32
Fóru ekki inn í daginn vitandi að hann myndi enda illa Rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland segir fyrirtækið hafa lært af ferðinni afdrifaríku í janúar í fyrra þar sem stór hópur ferðamanna festist á Langjökli. Hann vill nú miðla þeirra reynslu og vonar að aðrir læri af mistökum þeirra. Innlent 15. október 2021 19:15
Aðsókn að gosstöðvunum aldrei verið minni Þeim fækkar ört sem vilja gera sér ferð að gosstöðvunum í Geldingadölum. Hraun hefur enda ekki sést koma upp úr gígnum í tæpar fjórar vikur, en það gerðist síðast þann 18. september. Áhöld eru uppi um hvort gosinu sé lokið eða hvort nú sé í gangi lengsta goshléið til þessa. Innlent 15. október 2021 09:11
Yfir nífalt fleiri brottfarir í september Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 108 þúsund í septembermánuði. Horfa þarf nokkur ár aftur í tímann til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í september en um að ræða 969% aukningu milli ára. Viðskipti innlent 12. október 2021 17:09
Óvænt símtal um einangrun á síðustu stundu framlengdi draumafríið á Íslandi Draumafrí bandarísku hjónanna John og Kimberly Moran hér á landi var óvænt framlengt um tvær vikur, eftir að þau greindust með Covid-19 rétt áður en þau áttu að fara í flug heim. Innlent 8. október 2021 10:53
Þjóðarbúið gæti orðið af tugmilljarða tekjum vegna sóttvarna á landamærum Harðari sóttvarnareglur á landamærunum hér en í samkeppnislöndum gætu kostað þjóðarbúið tugi milljarða króna sem annars kæmu frá ferðaþjónustunni og seinkað stækkun flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli að mati Ísavía. Mikilvægt sé að hér gildi svipaðar reglur og annars staðar í samkeppni við önnur ríki um farþega. Innlent 7. október 2021 19:30
Flugið geti skilað margfaldri loðnuvertíð í útflutningstekjum Framkvæmdastjóri hjá Ísavia segir fyrirsjánleika varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum skipta sköpum varðandi tekjur ferðaþjónustunnar á næsta ári. Tekjur af ferðaþjónustunni geti gefið margfalda loðnuvertíð á næsta ári ef flugfélögin vissu af afléttingu aðgerða nú á haustmánuðum. Viðskipti innlent 7. október 2021 12:18
Farþegar gætu orðið fleiri árið 2024 en fyrir faraldur Fleiri farþegar gætu farið um Keflavíkurflugvöll árið 2024 en 2019 ef bjartsýnasta spá Isavia gengur eftir. Samkvæmt henni verða þeir tæplega 7,9 milljónir talsins sem er meira en mældist árið fyrir heimsfaraldurinn. Viðskipti innlent 7. október 2021 09:22
Bein útsending: Haustráðstefna Stjórnvísi 2021 Haustráðstefna Stjórnvísi fer fram á Grand Hotel milli klukkan níu og ellefu í dag. Þema ráðstefnunnar er Nýtt jafnvægi. Viðskipti innlent 7. október 2021 08:31
Segja Ísland munu verða útundan með strangar aðgerðir á landamærunum „Ef löndin í kringum okkur verða með mun léttari aðgerðir getum við ekki ætlast til þess að ná sama árangri. Við höfum alveg séð það skýrt að harðar aðgerðir á landamærum hafa áhrif á ferðavilja og á orðspor Íslands sem áfangastaðar.“ Innlent 7. október 2021 06:47