Telja göngubann ekki samræmast lögum Ferðafélagið Útivist telur bann við göngu upp Kirkjufell samræmist ekki lögum um almannarétt. Ekki sé hægt að setja ferðir óvanra göngumanna undir sama hatt og ferðir skipulagðra hópa sem búa að mikilli þekkingu. Innlent 15. nóvember 2022 11:49
Meiri gæði, öryggi og ánægja í ferðamannalandinu Íslandi Þessa dagana mætir okkur í matvöruverslunum brosandi fólk og býður Neyðarkallinn til sölu, eða raunar Neyðarkonuna þetta árið. Ég hvet auðvitað öll til að styðja við öflugt starf björgunarsveitanna okkar um allt land, með því að kaupa neyðarfólkið eða með öðrum hætti. Starf þeirra er ómetanlegt og landið væri einfaldlega ekki eins öruggt og raun ber vitni ef þeirra nyti ekki við. Skoðun 14. nóvember 2022 08:01
Vök Baths hlutu Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar voru afhent í dag í nítjánda sinn en það voru Vök Baths á Egilsstöðum sem hlutu verðlaunin að þessu sinni. Eliza Reid afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu. Viðskipti innlent 11. nóvember 2022 18:00
Flestar brottfarir í október voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 159 þúsund í nýliðnum október samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða fjórða fjölmennasta októbermánuðinn frá því mælingar hófust. Brottfarir í ár voru 80% af því sem þær voru í októbermánuði 2018 eða þegar mest var. Innlent 10. nóvember 2022 09:52
Fátt sem fellur með krónunni Arion banki spáir sex prósent hagvexti árið 2022 sem er nokkuð meiri vöxtur en hafði verið gert ráð fyrir. Bankinn segir að gengi íslensku krónunnar muni halda áfram að gefa eftir fram á næsta ár. Fátt falli með henni um þessar mundir. Viðskipti innlent 10. nóvember 2022 09:30
Icelandair flýgur til Prag og Barcelona Icelandair hefur kynnt tvo nýja áfangastaði í millilandaflugi sumarið 2023, Prag og Barcelona. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið flýgur áætlunarflug til Prag. Flogið verður í morgunflugi. Viðskipti innlent 9. nóvember 2022 09:27
„Þrjú banaslys á fjórum árum, það er bara of mikið“ Landeigendur hafa bannað göngur á Kirkjufell við Grundarfjörð fram á næsta sumar. Þrjú banaslys á fjórum árum sé ekki ásættanlegt og því þurfi að bregðast við. Innlent 8. nóvember 2022 21:00
Bannið við gönguferðum á Kirkjufell sé skiljanlegt Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að ákvörðun landeigenda um að banna gönguferðir á Kirkjufell sé vel ígrunduð. Það sé skiljanlegt að vant fjallafólk setji sig á móti ákvörðuninni en raunin sé sú að óvant ferðafólk sé stór hluti þeirra sem sæki á svæðið. Innlent 8. nóvember 2022 17:56
Bláa lónið setur stefnuna á Kauphöllina í byrjun næsta árs Bláa lónið, eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, vinnur nú að undirbúningi að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað sem það áformar að geti orðið að veruleika á fyrri hluta næsta árs. Tvö innlend fjármálafyrirtæki hafa verið fengin sem ráðgjafar Bláa lónsins við skráningarferlið þar sem til stendur að bjóða hluti í félaginu til sölu. Fyrirtækið var verðmetið á um 60 milljarða í síðustu stóru viðskiptum með bréf í félaginu fyrir meira en ári. Innherji 8. nóvember 2022 13:37
Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. Innlent 8. nóvember 2022 09:38
92 þúsund flugu með Play í október Flugfélagið Play flutti 91.940 farþega í október. Sætanýting var 81,9 prósent, samborið við 81,5 prósent í september. Viðskipti innlent 7. nóvember 2022 15:32
Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. Lífið 7. nóvember 2022 14:53
Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. Innlent 6. nóvember 2022 06:45
„Sorgleg afleiðing ólýðræðislegra stjórnarhátta“ Afsögn Önnu Dóru Sæþórsdóttur, fyrrverandi forseta Ferðafélags Íslands, kom ekki til vegna aðgerðaleysis stjórnar í eineltis- og kynferðisofbeldismálum, „heldur var hún sorgleg afleiðing ólýðræðislegra stjórnarhátta og eineltistilburða hennar.“ Innlent 4. nóvember 2022 10:04
Ferðamenn dvelja lengur og eyða meiru en nokkru sinni áður Þrátt fyrir að ferðaþjónustuárið hafi farið hægt af stað í kjölfar afléttinga takmarkana heimsfaraldursins víða um heim, er margt sem bendir til þess að velta í ferðaþjónustu gæti náð óþekktum hæðum á árinu 2022. Innherji 4. nóvember 2022 07:30
Sannleikurinn er sagna bestur Undanfarnar vikur hefur Ferðafélag Íslands verið mikið í fjölmiðlum þar sem m.a. hafa komið fram alvarlegar ásakanir í garð stjórnar, og félagið jafnvel kallað „skjallbandalag“ þar sem þöggun og meðvirkni ráði ríkjum”. Skoðun 4. nóvember 2022 07:01
Gestir klæða sig úr fötunum inni í fjalli í Þjórsárdal „Fjallaböðin“, hótel og baðaðstaða er nýtt verkefni í Þjórsárdal, sem hófst í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Einnig verður byggð upp gestastofa, veitingaaðstaða, fjölbreyttir gistimöguleikar, sýningarhald og upplýsingamiðstöð á staðnum. Innlent 3. nóvember 2022 22:30
Actice ehf. undir hatt Kynnisferða Ferðaþjónustufyrirtækið Kynnisferðir hefur nú undirritað samkomulag við fyrirtækið Actice ehf. um kaup á því síðarnefnda. Actice ehf. eða Activity Iceland sérhæfir sig í sérsniðnum ferðalausnum í íslenskri náttúru. Viðskipti innlent 3. nóvember 2022 18:23
Icelandair hækkar en erlendir keppinautar lækka Hlutabréfaverð fjölda erlendra flugfélaga hefur lækkað skarpt á einu ári. Þrátt fyrir það hefur Icelandair hækkað lítillega á sama tíma. Viðskiptalíkan Icelandair byggir á tengiflugi milli Evrópu og Ameríku, en sjóðstjóri segir að af þeim sökum sé rekstur flugfélagsins ekki eins berskjaldaður fyrir verri efnahagshorfum í Evrópu og önnur flugfélög. Innherji 3. nóvember 2022 07:00
Áhugavert fyrsta rekstrarár eftir að hafa opnað hótel í upphafi faraldurs Hún var ferðamálastjóri í áratug áður en hún keypti aflagðan sveitaskóla nyrst í Skagafirði og breytti í hótel með ærnum kostnaði. Sama dag og Ólöf Ýrr Atladóttir og maður hennar opnuðu var hins vegar öllu skellt í lás vegna covid. Innlent 2. nóvember 2022 22:55
Blússandi aðsókn í Skógarböðin Aðsóknin að Skógarböðunum í Eyjafirði gegnt Akureyri hefur verið miklu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir en nú hafa tæplega sextíu þúsund manns heimsótt böðin frá því að þau opnuðu í vor. Næsta skref er að byggja Spa hótel við böðin með hundrað og tuttugu herbergjum. Innlent 1. nóvember 2022 21:05
Skráðar gistinætur aldrei fleiri og framboð á gistirýmum aldrei meira Skráðar gistinætur fyrstu níu mánuði ársins voru 7.144.438 og er þetta í fyrsta sinn sem fjöldinn fer yfir sjö milljónir. Framboð af gistirýmum hefur aldrei verið meira en í september síðastliðnum, eða 11.677 herbergi en þörf er á enn fleirum, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Innlent 1. nóvember 2022 06:37
Verðmat IFS á Icelandair 29 prósentum yfir markaðsgengi IFS hækkaði verðmat sitt á Icelandair eftir uppgjör þriðja ársfjórðungs og verðmetur nú félagið 29 prósentum yfir markaðsgengi við upphaf dags. Hærra verðmat má rekja til þess að gert er ráð fyrir að reksturinn fari batnandi samhliða meðal annars lækkandi olíuverði og betri sætanýtingu. Innherji 31. október 2022 13:05
„Þetta var algjör hörmung“ Samgönguverkfræðingur segir ekkert því til fyrirstöðu að á höfuðborgarsvæðinu verði til almenningssamgöngur á pari við þær sem finna má í borgum á borð við Lundúnir og Kaupmannahöfn - en halda þurfi rétt á spöðunum. Fréttastofa tók snúning á samgöngumálunum og ræddi við ferðamenn, sem sögðu farir sínar ekki sléttar af Strætó. Innlent 31. október 2022 09:00
Bílaleiga Akureyrar með sjö þúsund bíla og 300 starfsmenn Umsvif Bílaleigu Akureyrar hafa aldrei verið eins mikil og í ár en fyrirtækið er með yfir sjö þúsund bíla í leigu og starfsfólkið fór yfir þrjú hundruð í sumar. Þá styttist óðum í fimm hundraðasta rafmagnsbílinn. Innlent 30. október 2022 20:01
Stefnt að því að skemmtiferðaskip tilkynni leiðina að næstu höfn Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, stefnir að því að leggja fram frumvarp á vorþingi sem felur í sér ákvæði um að skemmtiferðaskip þurfi að tilkynna um áætlaða leið að næstu höfn hér á landi. Innlent 28. október 2022 10:33
Renata nýr framkvæmdastjóri hjá Arctic Adventures Renata Blöndal hefur verið ráðin til ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures þar sem hún tekur við stöðu framkvæmdastjóra sölu- og þjónustu. Viðskipti innlent 28. október 2022 08:04
Settu upp Blátt lón og bræddu hraun í Lundúnum Stærsti kynningarviðburður seinni ára á Íslandi sem áfangastað fer nú fram í Lundúnum. Öllu hefur verið tjaldað til fyrir viðburðinn, til að mynda hefur manngerðu Bláu lóni verið komið fyrir. Viðskipti innlent 27. október 2022 23:51
Vildu banna forsetanum að ræða við stjórn og starfsfólk Ferðafélagsins Tillaga sem stjórn Ferðafélagsins lagði fram við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, þáverandi forseta þess, gerði ráð fyrir að hún ætti hvorki að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólks á skrifstofu félagsins. Hún segist hafa litið á tillöguna sem „þöggunarsamning“. Innlent 27. október 2022 15:59
Óþrifnaður við gosstöðvarnar Mörg hundruð manns leggja leið sína að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli á hverjum degi þrátt fyrir að nokkuð sé liðið frá goslokum. Klósettskortur á svæðinu hefur verið til vandræða þar sem þreyttir göngugarpar hafa gert þarfir sínar úti í náttúrunni og skilið ummerkin eftir. Innlent 26. október 2022 21:02
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent