Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Kennir sjálfum sér um upp­sögnina

    Bruno Fernandes skoraði loks í dag sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, í fyrsta deildarleiknum eftir að Erik ten Hag var rekinn. Hann kennir sjálfum sér um brottreksturinn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma

    Bournemouth tók á móti Manchester City og vann 2-1 sigur. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir gegn Englandsmeisturunum sem áttu erfitt með að skapa sér góð færi. Tapið þýðir að Liverpool situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig, City er þar á eftir með 23 stig.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Topp­sætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum

    Liverpool tryggði sér efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri gegn Brighton á Anfield. Heimamenn lentu undir en tvö mörk á tveimur mínútum í seinni hálfleik tryggðu sigurinn. Manchester City tapaði samtímis gegn Bournemouth og Liverpool er því með tveggja stiga forystu á toppnum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Jürgen Klopp: Ég vil ekki stíga á neinar tær

    Jürgen Klopp hefur komið fram og varið þá ákvörðun sína að taka við starfi hjá Red Bull fótboltasamsteypunni. Hann hefur fengið hörð viðbrögð og mikla gagnrýni í heimalandi sínu ekki síst frá stuðningsmönnum hans gömlu félaga í heimalandinu, Mainz og Dortmund.

    Fótbolti