Gætu spilað um helgina þrátt fyrir að hafa verið settir í bann Þeir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar sem ferðuðust ekki í landsliðsverkefni til landa á rauðum lista bresku ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir að hafa verið kallaðir inn í landsliðshópinn, hafa verið settir í fimm daga bann af FIFA. Þrátt fyrir það gætu þeir spilað um helgina. Enski boltinn 8. september 2021 23:31
Neitaði nýjum samning á Old Trafford Fótboltamaðurinn Jesse Lingard hefur hafnað samningstilboði Manchester United. Núverandi samningur leikmannsins rennur út sumarið 2022 Enski boltinn 8. september 2021 16:00
Leigði einkaflugvél til að komast aftur til Liverpool Naby Keïta, miðvallarleikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, er kominn aftur til Englands eftir að hafa setið fastur í heimalandi sínu Gíneu eftir að valdarán átti sér stað í landinu. Hann leigði sjálfur einkaflugvél til að komast til baka. Enski boltinn 8. september 2021 15:01
Brasilísku stjörnurnar fá ekki að spila í ensku úrvalsdeildinni um helgina Alls verða átta brasilískir leikmenn brasilíska landsliðsins fjarverandi er enska úrvalsdeildin fer af stað á nýjan leik um helgina. Enski boltinn 8. september 2021 13:00
Skelfingar landsleikjahlé Tottenham Það gæti þó reynst þrautin þyngri að fullmanna leikmannahóp Tottenham Hotspur gegn Crystal Palace er enska úrvalsdeildin hefst á nýjan leik eftir landsleikjahlé um næstu helgi. Enski boltinn 8. september 2021 10:00
Engin myndbandsdómgæsla í úrvalsdeild kvenna Emma Hayes, þjálfari Englandsmeistara Chelsea, vill sjá myndbandsdómgæslu tekna upp í úrvalsdeild kvenna í fótbolta á Englandi eftir umdeild mark Arsenal í 3-2 sigri gegn hennar liði um liðna helgi. Enski boltinn 7. september 2021 16:01
Munu þurfa sýna fram á bólusetningu eða neikvætt próf við komuna á Old Trafford Frá og með leiknum gegn Newcastle United sem fram fer þann 11. september mun Manchester United krefjast þess að þau sem ætla að sjá leiki liðsins á Old Trafford sýni fram á annað hvort bólusetningu eða 48 klukkustunda gamalt PCR-próf. Enski boltinn 7. september 2021 14:00
Gæti verið að endurkomu Ronaldo seinki Leiks Manchester United og Newcastle United er beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem það er fyrsti leikur Man Utd síðan Cristiano Ronaldo skrifaði undir hjá félaginu. Enski boltinn 7. september 2021 09:46
Ferguson sagði bikara og medalíur ekki skipta máli fyrir börn og unglinga Sir Alex Ferguson hafði mikinn áhuga á þjálfun og þróun ungra iðkenda í akademíu Manchester United og lagði mikla áherslu á að markmiðið væri ekki að þeir ynnu til verðlauna sem börn og unglingar, heldur síðar meir. Fótbolti 7. september 2021 07:31
Tottenham mun sekta Giovani Lo Celso og Cristian Romero Leikmenn Tottenham, Giovani Lo Celso og Cristian Romero, fóru gegn skipunum félagsins þegar að þeir fóru og hittu argentínska landsliðið í vikunni. Enski boltinn 6. september 2021 22:01
Tottenham og Chelsea stefna á fyrsta kolefnishlutlausa leikinn Lundúnaliðin Tottenham og Chelsea stefna á fyrsta kolefnishlutlausa knattspyrnuleik heims þegar að liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni þann 19. september næstkomandi. Enski boltinn 6. september 2021 20:30
Kominn aftur til Englands eftir ránið í vor Sænski landsliðsmarkvörðurinn Robin Olsen samdi við enska B-deildarliðið Sheffield United undir lok félagaskiptagluggans. Hann og fjölskylda hans eru enn að jafna sig eftir skelfilega lífsreynslu sem þau urðu fyrir í vor. Enski boltinn 6. september 2021 15:31
Meistararnir byrjuðu titilvörnina á tapi Englandsmeistarar Chelsea þurftu að sætta sig við 3-2 tap þegar að liðið heimsótti Arsenal í Lundúnaslag í fyrstu umferð ensku Ofurdeildarinnar. Enski boltinn 5. september 2021 13:26
„Ef þeir vinna ekki á móti Norwich, þá er þetta líklega búið fyrir Arteta“ Joe Cole, fyrrum leikmaður Chelsea og Liverpool, og nú sérfræðingur hjá BT Sport, segir að Mikel Arteta verði að öllum líkindum látinn taka poka sinn ef Arsenal mistekst að vinna Norwich í ensku úrvalsdeildinni næstu helgi. Enski boltinn 5. september 2021 12:00
Salah vill verða launahæsti leikmaður Liverpool frá upphafi Egypski knattspyrnumaðurinn Mohamed Salah vill fá 500 þúsund pund í vikulaun ef hann skrifar undir nýjan samning við Liverpool, en það myndi gera hann að launahæsta leikmanni félagsins frá upphafi. Enski boltinn 5. september 2021 10:16
Mourinho við Xhaka: Farðu í bólusetningu Granit Xhaka, leikmaður Arsenal og svissneska karlalandsliðsins í fótbolta, greindist með kórónuveiruna í vikunni. Knattspyrnusamband Sviss greindi frá því að hann væri óbólusettur en José Mourinho, þjálfari Roma, sem reyndi að fá Xhaka í sínar raðir í sumar hefur hvatt hann til að láta sprauta sig. Enski boltinn 4. september 2021 11:30
Óhjákvæmilegt að gróðinn verði gríðarlegur á alla kanta „Þetta er ekki áhætta að fá hann til liðs við Manchester United“ segir Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar Íslandsbanka, um skipti Cristiano Ronaldo til Manchester United. Í greiningu sinni á skiptunum segir Björn óhjákvæmilegt að félagið, styrktaraðilar og Ronaldo sjálfur græði umtalsvert á þeim. Enski boltinn 4. september 2021 08:00
Rifist um argentínsku landsliðsmennina | Gætu misst af tveimur leikjum í deildinni Tottenham Hotspur og Aston Villa eiga í deilum við argentínska knattspyrnusambandið vegna leikmanna liðanna sem eru í landsliðshópi Argentínu. Leikmennirnir eiga á hættu að missa af næstu tveimur deildarleikjum með liðum sínum. Enski boltinn 3. september 2021 22:02
Sjáðu mörkin: Þægilegur sigur hjá Man. United í fyrsta leik Manchester United vann 2-0 sigur á Reading í fyrsta leik tímabilsins í ensku ofurdeildinni í fótbolta. María Þórisdóttir spilaði allan leikinn fyrir United. Enski boltinn 3. september 2021 20:37
Ronaldo þakklátur Cavani fyrir númerið Cristiano Ronaldo fékk það í gegn að hann myndi klæðast treyju númer sjö, líkt og hann er vanur, eftir endurkomuna til Manchester United. Hann kveðst þakklátur Edinson Cavani fyrir að hafa verið til í að skipta um númer. Enski boltinn 3. september 2021 15:00
Ronaldo sendur snemma heim úr landsliðsverkefni Cristiano Ronaldo var í gær sendur snemma heim úr landsliðsverkefni Portúgal eftir að hann nældi sér í leikbann þegar hann fagnaði marki með því að fara úr treyjunni og fékk gult spjald að launum. Fótbolti 3. september 2021 07:01
Ronaldo fær sjöuna hjá Manchester United Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo fær að leika í treyju númer sjö hjá Manchester United líkt og hann gerði þegar hann lék með liðinu fyrir tólf árum. Edinson Cavani gefur sjöuna eftir og mun leika í treyju númer 21. Enski boltinn 2. september 2021 23:00
Xhaka með veiruna Granit Xhaka, miðvallar leikmaður Arsenal og svissneska landsliðsins, greindist með Covid-19 í gær, miðvikudag. Fótbolti 2. september 2021 16:30
Var drullusama um sjöuna hjá Man. Utd. og kennir Van Gaal um allt Ángel Di María segir að sér hafi verið drullusama um hina frægu treyju númer sjö hjá Manchester United sem hann klæddist á eina tímabilinu sem hann lék með liðinu. Þá kennir Argentínumaðurinn Louis van Gaal um ófarir sínar hjá United. Enski boltinn 2. september 2021 11:00
United sækir um undanþágu fyrir Ronaldo Enska fótboltafélagið Manchester United hefur sótt um undanþágu til ensku úrvalsdeildarinnar svo stjarnan Cristiano Ronaldo, sem gekk í raðir félagsins í gær, geti borið sína frægu sjöu á bakinu. Enski boltinn 1. september 2021 17:31
Chelsea kært vegna hegðunar leikmanna gegn Liverpool Enska knattspyrnusambandið hefur kært Chelsea vegna hegðunar leikmanna í 1-1 jafnteflinu við Liverpool um liðna helgi. Enski boltinn 1. september 2021 16:45
Við það að fá taugaáfall í fangelsinu Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, er við það að fá taugaáfall í HMP Altcourse-fangelsinu. Þar bíður hann dóms eftir að hafa verið ákærður fyrir fjölda kynferðisbrota. Enski boltinn 1. september 2021 16:02
Håland enn í áformum Man United þrátt fyrir komu Ronaldo Endurkoma Cristiano Ronaldo til Manchester United hefur ekki breytt áformum félagsins varðandi kaup á Erling Braut Håland sumarið 2022. Enski boltinn 1. september 2021 14:01
Arsenal eyddi mest allra liða í ensku úrvalsdeildinni Arsenal, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, eyddi mest allra liða deildarinnar í sumar. Liðið fjárfesti í sex leikmönnum fyrir samtals 156.8 milljónir punda. Þar á eftir koma Manchester-liðin tvö, United og City. Enski boltinn 1. september 2021 10:30
Chelsea rétt náði að koma Saúl inn fyrir lokun | Allt það helsta á lokadegi gluggans Lokadagur félagaskiptagluggans í Evrópu lokaði á miðnætti í nótt, aðfaranótt miðvikudags. Mikið af félögum náðu rétt svo að koma leikmönnum inn eða út áður en hurðin lokaðist og bíða hefði þurft fram í janúar. Fótbolti 1. september 2021 08:30