Everton nálgast fallsvæðið | Botnliðin unnu sína leiki Everton tapaði enn einum leiknum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið heimsótti Southampton þar sem heimamenn fóru með 2-0 sigur. Þá unnu botnliðin Burnley og Watford góða sigra í sínum leikjum og hleyptu miklu lífi í fallbaráttuna. Enski boltinn 19. febrúar 2022 17:18
Ziyech reyndist hetja Chelsea Hakim Ziyech skoraði eina mark leiksins á lokamínútunum þegar Chelsea vann 1-0 sigur gegn Crystal Palace í Lundúnaslag ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Enski boltinn 19. febrúar 2022 17:04
Arsenal nálgast Meistaradeildarsæti Arsenal er nú aðeins einu stigi á eftir Manchester United í baráttunni um Meistaradeildarsæti eftir góðan 2-1 sigur gegn nýliðum Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Enski boltinn 19. febrúar 2022 16:59
Framherjatríóið sá um mörkin í endurkomusigri Liverpool Liverpool vann mikilvægan 3-1 sigur gegn fallbaráttuliði Norwich í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gestirnir í Norwich tóku forystuna í síðari hálfleik, en Sadio Mané, Mohamed Salah og Luis Diaz sáu til þess að Liverpool tók stigin þrjú. Enski boltinn 19. febrúar 2022 16:53
West Ham mistókst að endurheimta Meistaradeildarsætið West Ham og Newcastle gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Heimamenn í West Ham gátu lyft sér aftur upp í Meistaradeildarsæti með sigri, en Newcastle er nú fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið. Enski boltinn 19. febrúar 2022 14:25
City gerði fjórar tilraunir til að fá Kane Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að félagið hafi gert fjórar tilraunir til að fá enska landsliðsfyrirliðann Harry Kane frá Tottenham í sumar. Enski boltinn 19. febrúar 2022 11:46
Skilur ekki af hverju fjölmiðlar reyna að búa til vandamál milli sín og félagsins Antonio Conte, knatsspyrnustjóri Tottenham Hotspur, hefur gagnrýnt fjölmiðla á Bretlandseyjum fyrir að reyna að búa til vandamál á milli sín og félagsins sem hann þjálfar. Enski boltinn 19. febrúar 2022 07:01
„Algjör þvæla“ að Maguire og Ronaldo séu að rífast um fyrirliðabandið Ralf Rangnick, bráðabirgðarstjóri Manchester United, segir það algjöra þvælu að Harry Maguire og Cristiano Ronaldo eigi í einhvers konar valdabaráttu um stöðu fyrirliða félagsins. Enski boltinn 18. febrúar 2022 23:30
Maguire segir að lygarnar haldi áfram Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er búinn að fá sig fullsaddan af frásögnum ensku götublaðanna sem halda því fram að mikil óeining sé innan herbúða liðsins. Enski boltinn 18. febrúar 2022 14:00
Mbappe nú orðaður við Liverpool Ein allra stærsta spurning sumarsins í knattspyrnuheiminum er um það hvar franski landsliðsframherjinn Kylian Mbappe spilar á næsta tímabili. Enski boltinn 18. febrúar 2022 11:30
„Veist ekki hvort þeir vilji selfie eða eru með hníf“ John Mousinho, formaður leikmannasamtaka Englands, vill að þeir stuðningsmenn sem hlaupa inn á völlinn í miðjum leik fái lífstíðarbann frá fótboltavöllum landsins. Enski boltinn 18. febrúar 2022 09:00
„Haltu stóru höndunum þínum í burtu frá mér“ Jordan Henderson virtist allt annað en skemmt í miðjum fagnaðarlátum Liverpool eftir að liðið komst yfir gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Enski boltinn 17. febrúar 2022 15:00
Conte kvartar: „Veiktum hópinn í janúar“ Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, segist vera með lakari leikmannahóp í höndunum eftir félagaskiptagluggann í janúar en fyrir hann. Enski boltinn 17. febrúar 2022 12:30
Rashford þreyttur á stöðugum falsfréttum og svarar þeim á Twitter Marcus Rashford er orðinn þreyttur á stöðugum greinarskrifum blaðamanna um óeiningu innan leikmannahóps Manchester United. Fótbolti 17. febrúar 2022 07:00
Man Utd kært fyrir dómaratuð leikmanna Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur lagt fram kæru á enska stórveldið Manchester United fyrir að hafa ekki stjórn á leikmönnum sínum í leik liðsins gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Enski boltinn 16. febrúar 2022 18:45
Swindon Town leitar að sex ára gömlum strák sem á ekkert en gaf samt Ungur stuðningsmaður enska knattspyrnuliðsins Swindon Town elskar uppáhaldsleikmanninn sinn það mikið að hann var tilbúinn að gefa honum það litla sem hann á. Enski boltinn 16. febrúar 2022 14:00
Portúgalarnir skutu United upp í Meistaradeildarsæti Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes skorðu mörk Manchester United er liðið vann 2-0 sigur gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Enski boltinn 15. febrúar 2022 22:19
Bolton fékk skell í fyrsta byrjunarliðsleik Jóns Daða Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson og félagar hans í Bolton máttu þola 3-1 tap er liðið heimsótti Burton Albion í ensku C-deildinni í kvöld. Enski boltinn 15. febrúar 2022 21:42
CR7: 537 mínútur og 37 skot en ekkert einasta mark á árinu 2022 Hvað er í gangi hjá Cristiano Ronaldo? Það er von að sumir spyrji þar sem portúgalski framherjinn hjá Manchester United hefur enn ekki skorað mark á árinu 2022. Enski boltinn 15. febrúar 2022 17:01
Segir innbrotið um jólin hafa valdið fjölskyldunni mikilli skelfingu Portúgalinn Joao Cancelo er enn með áverka á andliti, og eiginkona hans og ung dóttir eru einnig að vinna úr því mikla áfalli þegar fjórir menn brutust inn á heimili þeirra þegar fjölskyldan var öll heima. Enski boltinn 15. febrúar 2022 15:31
Tekur ekki fyrirliðabandið af Harry Maguire Harry Maguire hefur ekki verið sannfærandi í vörn Manchester United að undanförnu en knattspyrnustjóri félagsins ætlar samt ekki að gera breytingu á stöðu hans innan liðsins. Enski boltinn 15. febrúar 2022 14:01
Gerðu grín að höndum Pickfords og slagsmál brutust út Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands í fótbolta, varð fyrir aðkasti gesta á bar í bænum East Boldon, nærri Sunderland, á sunnudaginn. Enski boltinn 15. febrúar 2022 13:01
Di Canio segir að Virgil van Dijk sé pirraður og ekki sami leikmaður Gamla ítalska knattspyrnuhetjan Paolo Di Canio, sem gerði garðinn meðal annars frægan í ensku úrvalsdeildinni, hefur sterkar skoðanir á Virgil van Dijk hjá Liverpool og hvernig hollenski miðvörðurinn er að spila eftir að hafa komið til baka eftir krossbandsslit. Enski boltinn 15. febrúar 2022 11:01
Robbie Fowler sótti um gamla starfið hans Milosar Liverpool goðsögnin Robbie Fowler sótti um þjálfarastarf í sænska fótboltanum í vetur en þessu slær sænska Sportbladet upp í frétt á miðlum sínum. Enski boltinn 15. febrúar 2022 10:01
Rangnick: Líka Solskjær að kenna ef við náum ekki Meistaradeildarsæti Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, ætlar ekki að taka einn ábyrgð á því ef lið hans tekst ekki að tryggja sér sæti meðal fjögurra efstu í ensku úrvalsdeildinni í vor. Enski boltinn 14. febrúar 2022 15:30
Hetja Newcastle fótbrotin Loksins þegar var farið að birta yfir Newcastle liðinu eftir þrjá sigurleiki í röð kom annað áfall. Enski boltinn 14. febrúar 2022 13:31
Neville veit hvaða leikmenn United eru á bak við lekann Gary Neville segir vita hvaða leikmenn Manchester United láku upplýsingum um meinta vanhæfni þjálfara liðsins til fjölmiðla. Enski boltinn 14. febrúar 2022 10:31
Leicester og West Ham gerðu jafntefli West Ham mætti í heimsókn til Leicester í síðdegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni. Fyrirfram var búist við fjörugum og spennandi leik en liðin eru þó á ólíkum stað í töflunni. Leceister um miðja deild en West Ham að berjast um meistaradeildarsæti. Leiknum leik með jafntefli, 2-2. Fótbolti 13. febrúar 2022 18:30
Þriðji sigur Newcastle í röð Newcastle, Liverpool og Wolves unnu öll sína leiki í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 13. febrúar 2022 16:24
Naumur sigur Liverpool á Turf Moor Liverpool minnkaði forskot Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar aftur niður í níu stig eftir 0-1 sigur á Burnley á Turf Moor í dag. Enski boltinn 13. febrúar 2022 16:10