Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Newcastle ekki tapað í seinustu níu | Enn eitt tapið hjá Leeds

    Newcastle United vann góðan 2-1 sigur gegn Southampton er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og liðið hefur nú ekki tapað deildarleik síðan fyrir jól. Þá vann Aston Villa öruggan 3-0 sigur gegn Leeds, en þeir síðarnefndu hafa tapað sjö af seinustu átta deildarleikjum sínum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Chelsea vann öruggan sigur gegn botnliðinu

    Leikmennn Chelsea létu fréttir af eiganda félagsins ekki hafa áhrif á sig er liðið heimsótti botnlið Norwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Chelsea tók forystuna snemma leiks og vann að lokum öruggan 3-1 sigur.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Gerrard vill halda Coutinho

    Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, óskar eftir því að félagið tryggi sér varanlega þjónustu brasilíska leikstjórnandans Philippe Coutinho.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Mér fannst Eriksen vanta faðmlag

    Brentford heimsótti Norwich og vann 1-3 sigur í fallbaráttuslag um liðna helgi. Atvikið sem náði flestum fyrirsögnum úr leiknum var þó hvorki mörk eða boltatækni, heldur tækling Christian Eriksen.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Wenger ásakaði Liverpool-manninn um að svindla

    Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, var allt annað en sáttur þegar hans gamli lærisveinn, Alexis Sanchez, var rekinn af velli í seinni leik Liverpool og Internazionale í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Eins og maður sé orðinn tíu kílóum léttari“

    „Frá fyrsta degi hefur þetta verið frábært,“ segir Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í fótbolta, sem hefur upplifað algjöran viðsnúning í sínu fótboltalífi í vetur eftir komuna í fótboltabæinn Bolton þar sem Íslendingar eru í miklum metum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Jón Daði bjargaði stigi fyrir Bolton

    Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson kom liðsfélögum sínum í Bolton til bjargar þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins seint í uppbótartíma er liðið tók á móti Morecambe í ensku C-deildinni í fótbolta í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liverpool fór áfram þrátt fyrir tap

    Liverpool er á leið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 1-0 tap gegn Ítalíumeisturum Inter í kvöld. Liverpool vann fyrri leik liðanna 2-0 og fer því áfram eftir samanlagðan 2-1 sigur.

    Fótbolti