Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu

Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu.

Erlent
Fréttamynd

Komst yfir 22 milljónir vegna mistaka í bankanum

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku framkvæmdastjóra fiskvinnslufyrirtækis til þriggja ára fangelsisvistar fyrir umboðssvik og peningaþvætti. Hann notfærði sér mistök við útgáfu banka til þess að komast yfir 22 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Þungir dómar í Hvalfjarðargangamálinu

Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma.

Innlent
Fréttamynd

„Borðum rétt“ brot á einka­leyfi Eldum rétt

Álfasaga fær ekki að nota slagorðið „Máltíð í góðu jafnvægi fyrir þig borðum rétt,“ til sölu og markaðssetningar á matarpökkum og annarri tengdri vöru. Slagorðið er talið svipa of til slagorðs Eldum rétt, „Eldum rétt,“ sem fyrirtækið hefur einkaleyfi á.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga samstarfskonu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað þáverandi samstarfskonu hans á heimili hennar í Kópavogi árið 2016. Maðurinn þarf að greiða konunni þrjár milljónur króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Laumaðist til að taka myndir af konum í sundlaugarklefa

Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir blygðunarsemisbrot með því að taka, eða reynt að taka, á farsíma sinn myndir af þremur konum sem voru naktar eða hálfnaktar í kvennaklefa Sundlaugar Kópavogs.

Innlent
Fréttamynd

Sakfelldur fyrir árás á Rauða húsinu

Manni sem sló annan í andliti með glasi á veitingastað á Eyrarbakka vorið 2017 hefur nú verið gert að greiða fórnarlambi sínu rúma hálfa milljón króna í bætur auk þess að hann hlaut skilorðsbundinn fangelsisdóm.

Innlent
Fréttamynd

Fá átta milljónir vegna mistaka hjá Umboðsmanni skuldara

Íslenska ríkið þarf að greiða hjónum 8,2 milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka sem gerð voru hjá Umboðsmanni skuldara þegar starfsmaður stofnunarinnar leiðbeindi þeim ranglega við meðferð greiðsluaðlögunarmáls hjónanna í september 2016.

Innlent
Fréttamynd

Tekur mál Magnúsar til um­fjöllunar

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fallist á að taka kæru Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, til efnislegrar meðferðar. Snýr kæran að hæfi dómara í Markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings.

Innlent
Fréttamynd

Borgin sýknuð í dómsmálinu um innviðagjöldin

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af kröfu verktakafyrirtækisins Sérverk ehf. sem krafði borgina um endugreiðslu á rétt rúmlega 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð.

Innlent