Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Áttu rétt?

Þegar upp koma ágreiningsmál milli aðila getur komið til þess að útkljá þurfi þau fyrir dómi. Því miður er það svo að kostnaður við að sækja mál fyrir dómstólum getur orðið nokkuð hár.

Skoðun
Fréttamynd

Lands­réttur taldi ekki sannað að faðir hafi kýlt dóttur sína í and­litið

Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði föður af ákæru fyrir að hafa beitt dóttur sína líkamlegu ofbeldi árið 2016. Maðurinn var sakfelldur í héraði árið 2019 fyrir að hafa veist að dóttur sinni og kýlt hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut nefbrot og bólgu yfir hægra kinnbeini.

Innlent
Fréttamynd

„Eins og fangar í búri“ þegar brotist var inn í húsbílinn

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað þýskan ferðamann af ákæru um stórfellda líkamsárás á mann sem reyndi að brjótast inn í Volkswagen Caddy húsbíl ferðamannsins og kærustu hans sem hafði verið lagt á bílastæði við hringtorg á mótum Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar febrúarnótt á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni og brot gegn börnum í Austurbæjarskóla

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa mánudaginn 2. september 2019 farið í heimildarleysi inn í Austurbæjarskóla í Reykjavík og brotið gegn þremur nemendum skólans. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur eftir hádegið í dag. Þinghald í málinu er lokað.

Innlent
Fréttamynd

Líkama látna líklega velt yfir handriðið og kastað

Við rannsókn á dauða manns sem lést eftir fall af svölum fjölbýlishúss í Grafarholti 8. desember 2019, komust sérfræðingar að þeirri niðurstöðu að „utanaðkomandi“ kraftur hefði orðið til þess að maðurinn fór fram af. 

Innlent
Fréttamynd

Hafþór áfrýjaði og fékk þyngri dóm

Hafþór Logi Hlynsson hefur verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti. Þyngdi Landsréttur þar með dóm yfir Hafþóri Loga sem hlaut tólf mánaða dóm í Héraðsdómi Reykjavík í nóvember 2018.

Innlent
Fréttamynd

Sextán ára fangelsi fyrir morð í Úlfarsárdal

Arturas Leimontas, Lithái á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað landa sínum á sextugsaldri í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Leimontas var sakfelldur fyrir að hafa hrint manninum fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Grafarholti.

Innlent
Fréttamynd

Taldi hugmyndina fráleita en hitti svo Jón Ásgeir

Einar Kárason rithöfundur hefur sent frá sér mikla bók, Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en þar er farið yfir einstakan feril athafnamannsins sem lenti í fordæmalausum málaferlum í tengslum við viðskipti sín og rekstur.

Innlent
Fréttamynd

Mál Jón Baldvins sent aftur heim í hérað

Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að taka aftur fyrir frávísunarkröfu Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðerra í dómsmáli er varðar meinta kynferðislega áreitni hans á hendur Carmen Jóhannsdóttur. Þetta er niðurstaða Landsréttar.

Innlent
Fréttamynd

Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni

Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019.

Innlent
Fréttamynd

Börnin nutu vafans og skólabílstjóri fær engar bætur

Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað Dalabyggð af kröfu manns um miska- og skaðabætur fyrir að hafa neitað honum um starf sem skólabílstjóri. Sveitarfélagið sendi verktakafyrirtæki sem annaðist aksturinn bréf þar sem tilkynnt var um þá ákvörðun að hafna því að maðurinn myndi sinna slíkum akstri.

Innlent
Fréttamynd

Sex mánaða dómur fyrir að keyra á nágranna sinn

Landsréttur staðfesti í dag sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Ragnari Val Björgvinssyni fyrir að hafa ekið á nágranna sinn Hreggvið Hermannsson í desember 2017. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 og staðfesti Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari niðurstöðuna í samtali við fréttastofu.

Innlent