Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Dæmdur til að greiða miska­bætur fyrir að hafa veist að tveimur stúlkum

Karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til þess að greiða tveimur ólögráða stúlkum miskabætur fyrir að hafa beitt þær ofbeldi. Er honum gert að greiða annarri þeirra 450 þúsund krónur og hinni 200 þúsund krónur. Ákvörðun um frekari refsingu var frestað og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur fellst á aðra af tveimur beiðnum Atla Rafns

Hæstiréttur hefur veitt Atla Rafn Sigurðarsyni áfrýjunarleyfi í máli hans gegn Leikfélagi Reykjavíkur. Telur rétturinn að málið geti verið fordæmisgefandi. Hæstiréttur hafnaði hins vegar áfrýjuarbeiðni Atla Rafns í málinu gegn Kristínu Eysteinsdóttur, fyrrverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins.

Innlent
Fréttamynd

Jón Steinar hafi boðið geranda hennar „út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu“

Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir ákvörðun dómsmálaráðherra um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar harðlega í pistli sem hún birtir á Vísi í dag. Þar segir Þorbjörg frá aðkomu Jóns Steinars að kynferðisofbeldismáli, í hverju hún var þolandi, sem hafi orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn.

Innlent
Fréttamynd

Segja það hafa verið mistök að greiða Rúmenunum

Það var yfirsjón hjá Vinnumálastofnun að greiða kröfur starfsmanna í þrotabú Manna í vinnu, samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni, og verður málsmeðferð greiðslnanna tekin til endurskoðunar hjá stofnuninni, þar sem hún virðist ekki í samræmi við lög.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmennirnir fá borgað í „óvæntri vendingu“

Ábyrgðarsjóður launa hefur fallist á að gangast í ábyrgð fyrir vangreiddar launagreiðslur til fjögurra félagsmanna Eflingar sem störfuðu hjá fyrirtækinu Eldum rétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Upphæðirnar nema 120-195 þúsund krónum handa hverjum félagsmanni fyrir sig og hafa greiðslurnar þegar verið lagðar inn á reikninga þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Ákvörðun um áfrýjun „auðvitað ekki léttvæg“

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir það ekki hafa verið léttvæga ákvörðun að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur til Landsréttar. Hún hafi leitað til sérfræðinga við ákvörðunina og farið vel yfir málið.

Innlent
Fréttamynd

Fánaberi Íslands í Ríó ákærður fyrir líkamsárás

Þormóður Jónsson, þrefaldur Ólympíufari og fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á dyravörð á Lewboski bar aðfaranótt Þorláksmessu 2018. Þormóður segist í stuttu samtali við Vísi ekki hafa ráðist á neinn. Um vitleysu sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Lilja þurfi að svara fyrir á­kvörðun um á­frýjun

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra verða að svara því hvers vegna hún ætlar að áfrýja dómi héraðsdóms, sem komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar jafnréttismála stæði óhaggaður. 

Innlent
Fréttamynd

Skilinn eftir í lífshættulegu ástandi

Tæplega fimmtugur karlmaður búsettur í Kópavogi hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás fimmtudagskvöldið 23. apríl í fyrra. Árásin átti sér stað utan við og inni í húsnæði í bæjarfélaginu þar sem fórnarlambið bjó.

Innlent
Fréttamynd

Áfrýjar dómi um brot á jafnréttislögum

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu hennar um að úrskurður kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra yrði ógiltur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af ákæru fyrir árás á fyrrverandi maka

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði karlmann af ákæru um ofbeldi í nánu sambandi í síðustu viku. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að ráðast á fyrrverandi maka sinn og barnsmóður, tekið hana hálstaki og hent henni út á stétt.

Innlent
Fréttamynd

2,5 milljóna sekt fyrir endur­tekin um­ferðar­laga­brot

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt konu til að greiða 2,5 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs fyrir endurtekin umferðarlagabrot eftir að hafa ítrekað ekið bíl, ýmist undir áhrifum ávana- eða fíkniefna eða slævandi lyfja. Ákæran var í sjö liðum, en brotin voru framin bæði í Reykjavík og á Selfossi á tímabilinu frá júní 2019 til júní 2020.

Innlent
Fréttamynd

Bauðst til að borga táningsstúlku til að sleppa við kæru

Íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi táningsstúlku. Birti hann kynferðislega mynd af henni á vefsíðu ásamt nafni hennar og upplýsingum um notendanafn hennar á samfélagsmiðlinum Snapchat.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir nauðgun undir fölsku flaggi

Gabríel Varada Snæbjörnsson hefur verið dæmdur í fjögurrra ára fangelsi fyrir nauðgun og brot gegn blygðungarsemi ungrar konu. Gabríel vilti á sér heimildir um tuttugu mánaða skeið, kúgaði konuna til kynmaka með öðrum mönnum og til að senda sér kynferðislegt myndefni. Þá nauðgaði hann henni á hótelherbergi á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Dómar yfir Jar­oslövu og fimm sam­verka­mönnum mildaðir

Jaroslava Davíðsson var í Landsrétti í dag dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot með aðild að framleiðslu amfetamíns í sumarbústað í Borgarnesi. Dómur hennar og fimm karlmanna í málinu voru mildaðir frá því sem var í héraðsdómi. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af á­kæru um þvingaða kossa þrátt fyrir af­­sökunar­beiðni og „sjálfu“ á heim­­leið

Karlmaður sem ákærður var fyrir að hafa þvingað unga konu til að kyssa sig á leið heim úr miðbænum í júní 2019 var sýknaður af öllum kröfum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn sendi konunni, sem er fimmtán árum yngri en hann, skilaboð daginn eftir þar sem hann baðst afsökunar á „gærdeginum“, auk þess sem hann tók af þeim svokallaðar „sjálfur“ á leiðinni, þar sem dómurinn mat hann í „ráðandi“ stöðu.

Innlent
Fréttamynd

Úrskurður um upplýsingar KPMG um Samherja aftur í hérað

Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 4. desember á síðasta ári um að endurskoðunarfyrirtækinu KPMG bæri að afhenda héraðssaksóknara gögn í sinni vörslu um þjónustu við útgerðarfyrirtækið Samherja. KPMG átti aðild að málinu en Samherji hafði áður reynt að fá úrskurðinn felldan úr gildi.

Viðskipti innlent