Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Lokavitni, myndband og málflutningur á lokadegi

Síðasti dagur aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri, er í dag. Marek er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps. Þrír fórust í brunanum að Bræðraborgastígi 1 í fyrrasumar. Hann hefur neitað sök og hefur jafnframt verið metinn ósakhæfur.

Innlent
Fréttamynd

Síðasta degi aðal­með­ferðar frestað

Síðasta degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hefur verið frestað fram í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Frétti af upp­sögninni í gegnum skjá­skot frá sam­starfs­manni

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku Vegagerðina til að greiða tveimur fyrrverandi starfsmönnum samtals 11,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar þeirra árið 2019. Þeir sögðust báðir hafa frétt af uppsögnunum í gegnum samstarfsfólk sitt en kröfðu Vegagerðina um tíu sinnum hærri bætur en þeim var að lokum úthlutað.

Innlent
Fréttamynd

Gjör­breyttur eftir á­fallið á spítalanum

Marek Moszczynski, pólskur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar, taldi sig vera með illkynja krabbamein þegar bruninn varð. Geðlæknar telja líklegt að áfallið við þær fréttir hafi komið andlegum veikindum hans af stað.

Innlent
Fréttamynd

Komst út á hnjánum vafinn í sæng og svo haldið sofandi í mánuð

Íbúi að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola síðdegis 25. júní, var tvo mánuði á sjúkrahúsi og þar af haldið sofandi í mánuð eftir brunann. Hann þurfti að gangast undir húðágræðslu vegna brunasára. Þá lýsti hann því að þegar var byrjað að skíðloga í húsinu þegar hann áttaði sig á því að kviknað væri í.

Innlent
Fréttamynd

Hvarf inn í reykinn og sást ekki meir

Lögreglumenn sem voru með þeim fyrstu á vettvang brunans að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar lýsa algjöru „kaosástandi“. Fólk hafi legið í götunni eftir að hafa kastað sér út úr húsinu og ekki hafi verið unnt að hjálpa öllum; maður á þriðju hæð hafi til dæmis „horfið inn í reykinn“ og ekki sést meir.

Innlent
Fréttamynd

Íslenska parið neitar því að hafa kveikt í húsinu

Íslenskt par sem bjó á fyrstu hæð hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til grunna síðasta sumar, neitar því að hafa átt þátt í íkveikjunni. Þau voru bæði heima þegar eldurinn kviknaði og lýsa skelfilegri atburðarás síðdegis 25. júní 2020.

Innlent
Fréttamynd

Sjónum beint að íslensku pari

Vinnuveitandi Mareks Moszczynski, pólsks karlmanns á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hitti Marek tveimur klukkustundum fyrir íkveikjuna. Marek hafi þá verið í miklu andlegu ójafnvægi, sem þykir afar ólíkt honum.

Innlent
Fréttamynd

Kom inn ganginn í ljósum logum

Örvænting og skelfing einkenndi frásagnir íbúa að Bræðraborgarstíg 1 þegar þeir lýstu eldsvoðanum 25. júní í fyrra við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þá sögðu þeir frá því að Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana í húsinu með íkveikju, hefði verið mikill rólyndismaður – en sumir tóku eftir einkennilegri hegðun hans í aðdraganda eldsvoðans.

Innlent
Fréttamynd

„Hvað get ég sagt? Ég er saklaus“

Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrra, baðst undan því að gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann vísaði í fyrri skýrslur sem teknar voru af honum hjá lögreglu og ítrekaði að hann væri saklaus.

Innlent
Fréttamynd

Meintur morðingi svarar fyrir sig í héraðsdómi

Aðalmeðferð í Bræðraborgarstígsbrunanum hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri, er sá fyrsti í Íslandssögunni til að vera ákærður fyrir að bana þremur. Reiknað er með því að hann gefi skýrslu fyrstur fyrir dómi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Leyndi kaup­endur ó­lög­legum fram­kvæmdum og þarf að greiða tíu milljónir í bætur

Seljandi fasteignar í Reykjavík upplýsti kaupendur hússins ekki um að breytingar sem hann hafði ráðist í væru gerðar í óleyfi. Kaupendurnir stefndu seljandanum eftir að sáttafundir mistókust og kröfðust bóta vegna galla á húsinu og tapaðra leigutekna. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á mánudag seljandann til að greiða kaupendunum rúmar tíu milljónir í bætur.

Innlent
Fréttamynd

Hverjar verða breytingarnar við landamærin?

Heilbrigðisráðherra hefur kynnt öllum þingflokkum frumvarp sem lagt verður fram á Alþingi í fyrramálið, þar sem lögð er til undantekningarlaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir afmarkaðan hóp komufarþega við landamærin.

Innlent
Fréttamynd

Veiktist alvarlega á Grundartanga og dæmdar bætur níu árum síðar

Fyrrverandi starfsmanni járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga hafa verið dæmdar bætur vegna sjúkdóms sem hann þróaði með sér í starfi í óviðunandi starfsumhverfi. Starfsmaðurinn veiktist alvarlega árið 2012 og hefur síðan þá barist fyrir réttlæti. Sjóvá þarf að greiða honum 22 milljónir króna og 1,5 milljón króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Í al­var­legu á­standi eftir að úr­skurðurinn var kveðinn upp

Uhunoma Osayomore, 21 árs hælisleitandi frá Nígeríu, fékk gríðarlegt áfall þegar kærunefnd útlendingamála staðfesti brottvísun hans úr landi á föstudag. Vinir Uhunoma segja frá því í pistli í dag að hann hafi verið lagður inn á bráðageðdeild eftir að hann fékk fréttirnar og andlegri heilsu hans hrakað mjög.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert „plan b“ að taka barn í fóstur

Freyja Haraldsdóttir, baráttukona fyrir réttindum fólks með fötlun og fyrrverandi varaþingmaður, upplifir mikinn létti og gleði yfir því að Barnaverndarstofa hafi metið hana hæfa til að taka að sér fósturbarn – og það eftir sjö ára þrautagöngu í kerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Í fangelsi fyrir að skjóta að mönnum út um glugga

Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa skotið af skammbyssu og ógnað fólki í Súðarvogi fyrir tveimur árum. Hann var einnig dæmdur fyrir vörslu á fíkniefnum og ólöglegum vopnum og skotfærum.

Innlent