Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Manuela sýknuð þriðja sinni og nú í Hæstarétti

Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm í máli ákæruvaldsins á hendur Manuelu Ósk Harðardóttur sem gefið var að sök að hafa svipt barnsfeður sína tvo valdi og umsjón með börnum þeirra. Kom meðal annars fram í dómi Hæstaréttar að réttur foreldris með lögheimili barnanna væri ríkari til að taka ákvarðanir um málefni þess.

Innlent
Fréttamynd

Dularfull fjármögnun dýrasta húss á Íslandi

Halldór Kristmannsson hefur sett hús sitt við Sunnuflöt 48 í Garðabæ á sölu. Höll. Ef Halldór fær viðunandi tilboð má búast við því að þar fari dýrasta hús Íslandssögunnar. Enda um glæsilega lúxusvillu að ræða sem vart á sér hliðstæðu hér á landi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Talinn hafa flogið inn Bark­ár­dalinn án nægi­legrar að­gæslu

Héraðsdómur Reykjavíkur metur það svo að Arngrímur Jóhannsson flugstjóri hafi ekki sýnt nægilega aðgæslu vegna yfirvofandi hættu á blöndungsísingu, er hann hagaði flugi inn Barkárdal á Tröllaskaga í ágúst 2015, með þeim afleiðingum að kanadíski flugmaðurinn Arthur Grant Wagstaff fórst. 

Innlent
Fréttamynd

Beraði kynfærin í viðurvist ungrar stúlku að loknum ljósatíma

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa berað og handleikið kynfæri sín fyrir utan sólbaðsstofu í Reykjavík hvar ung stúlka var við störf. Þótti hann hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi hennar.

Innlent
Fréttamynd

Upp­sögn starfs­manns Mennta­mála­stofnunar dæmd ó­lög­mæt

Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög.

Innlent
Fréttamynd

Á­tján mánaða fangelsi fyrir inn­brot og nauðgun

Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa brotist inn á heimili vinkonu sinnarog naágranna og nauðgað henni. Maðurinn var jafnframt dæmdur til greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Brota­vilji Jóhannesar talinn bæði sterkur og ein­beittur

Landsréttur telur að brotavilji Jóhannes Tryggva Sveinbjörnssonar, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum hafi bæði verið einbeittur og sterkur. Hann hafi framið alvarleg brot gegn konunum, í skjóli trúnaðartrausts sem þær báru til hans.

Innlent
Fréttamynd

Isavia sýknað af bóta­kröfu vegna út­boðs á verslunar­rými

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í síðasta mánuði Isavia af bótakröfu fyrirtækisins Drífu ehf., sem fer með rekstur Icewear. Drífa krafðist bóta úr hendi Isavia vegna þess að fyrirtækinu var ekki úthlutað verslunarrými á Keflavíkurflugvelli í kjölfar útboðs árið 2014.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er hárrétt niðurstaða“

Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað.

Innlent
Fréttamynd

Með óað­finnan­lega hnýtta þver­slaufu á Kvía­bryggju

Vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson á að baki einstakt lífshlaup. Í þessu höfundatali segir hann meðal annars af dvölinni á Kvíabryggju en þar var hann eins og hvítur hrafn. Þá kemur hann inn á þá útskúfun sem hann telur sig hafa mátt sæta af hálfu þeirra sem tilheyra menningarelítunni.

Menning