Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Ekki vanhæfur þrátt fyrir „óviðeigandi“ ummæli

Þrátt fyrir að tvenn ummæli staðgengils lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í garð fjölmiðlafólks séu talin óheppileg og óviðeigandi er hann ekki vanhæfur til að fara með rannsókn á meintu broti gegn friðhelgi Páls Steingrímssonar skipstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Ákærði læknirinn hættur eftir tvær vikur í starfi hjá HSN

Læknir sem er ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum hætti í dag störfum hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Þetta staðfestir forstjóri stofnunarinnar í samtali við fréttastofu. Hann hafði verið við störf hjá stofnuninni í tvær vikur.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlu­flug­menn fá að á­frýja til Hæsta­réttar

Hæstiréttur hefur veitt þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóra þess og tveimur flugmönnum leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar, þar sem þeim var gert að greiða sekt fyrir að hafa lent tveimur þyrlum í friðlandi Hornstranda fyrir tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

„Þreklaus“ Ingó segist ekki hafa kýlt konu

Ingólfur Þórarinsson, sem er ef til vill betur þekktur sem Ingó veðurguð, segir það í „besta falli galið“ að hann hafi kýlt konu og hrækt framan í hana. Hann segist þreyttur á að verjast nafnlausum ásökunum en birtir á Facebook skjáskot af pósti frá lögmanni sínum þar sem fram komi að hann hafi aldrei verið kærður ofbeldisbrot eða kynferðisbrot.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir brot gegn eiginkonu og þremur börnum

Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og þremur börnum frá árinu 2014 og þar til sambandi þeirra lauk árið 2021. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vestfjarða en þinghald í málinu er lokað.

Innlent
Fréttamynd

Sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir gegn sambýliskonu

Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tvívegis ráðist á þáverandi sambýliskonu sína og fyrir fíkniefnalagabrot. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Sektaður um 125 milljónir fyrir skatt­svik

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann til að greiða 125 milljónir króna í sekt fyrir skattsvik. Maðurinn játaði brotin og þarf að greiða sektina innan fjögurra vikna ella sæta fangelsisvist í 360 daga. 

Innlent
Fréttamynd

Hátt í 300 milljóna sekt fyrir skattalagabrot

Framkvæmdastjóri ótilgreinds einkahlutafélags þarf að greiða ríkissjóði 283 milljónir króna fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum, ella sæta fangelsi í 360 daga. Maðurinn var einnig dæmdur í 24 mánaða óskilorðsbundið fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Fimm vitni höfðu sögur að segja af hegðun Ingólfs

Fimm vitni komu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag og sögðu frá samskiptum sínum eða vina sinna við Ingólf Þórarinsson. Ingólfur stefnir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni fyrir ummæli sem Sindri lét falla á Twitter og krefst greiðslu miskabóta vegna þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Sindri segist hafa heyrt mjög margar sögur af Ingó í gegnum árin

Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson segir að á þeim tíma sem hann kallaði Ingólf Þórarinsson barnaníðing á samfélagsmiðlum hafi verið komnar fram gríðarlega alvarlegar ásakanir í garð tónlistarmannsins. Aðspurður hvers vegna hann lét sig málið varða svaraði Sindri: „Af hverju ekki?“

Innlent