Ákærður fyrir að binda barn niður og kitla það Karlmaður hefur verið ákærður fyrir brot gegn barnaverndalögum með því að sýna dreng, sem var gestkomandi á heimili hans, yfirgang og vanvirðandi og ruddalega háttsemi. Innlent 12. september 2023 14:42
Rændi unga bræður á leið út í sjoppu Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. þessa mánaðar vegna gruns um að hann hafi framið átta refsiverð brot frá 27. júní síðastliðnum. Meðal brotanna er rán fimm þúsund króna af ungum bræðrum sem voru á leið út í sjoppu að kaupa sér nammi. Innlent 12. september 2023 08:00
„Ég er að gera það sama og áður“ „Starfsemin er enn þá í gangi á Íslandi. Þetta er það sem ég hef valið mér að gera,“ segir Catalina Ncogo sem var umtalaðasta kona landsins árið 2009 og hristi rækilega upp í íslensku samfélagi. Innlent 12. september 2023 06:01
Skjólstæðingur sviptur ökuréttindum eftir akstur undir áhrifum ADHD-lyfja Lögmaður manns sem dæmdur var fyrir akstur undir áhrifum amfetamíns eftir að hann tók ADHD-lyf segir stjórnvöld ekki gera nóg til að upplýsa sjúklinga um lagalega skyldu þeirra. ADHD-samtökin segja ástandið vera ólíðandi. Innlent 11. september 2023 21:01
Fékk skilorðsbundinn dóm fyrir manndráp af gáleysi Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi á Hvalfjarðarvegi í Kjós í nóvember 2021. Karlmaðurinn var ökumaður bíls sem fór út af veginum. Þrítugur karlmaður, farþegi í bílnum, lést í slysinu. Amfetamín mældist í blóði ökumannsins. Innlent 11. september 2023 15:29
Ákærður fyrir hundruð milljóna króna skattalagabrot Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigandi og stjórnandi Sæmarks, hefur verið ákærður í einu stærsta skattalagabroti Íslandssögunnar. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa skotið rúmum milljarði króna undan skatti með því að nota aflandsfélög. Tveir aðrir sæta einnig ákæru í málinu. Innlent 11. september 2023 14:27
Tug milljóna króna bótakrafa en ákærði neitar sök 39 ára pólskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp í íbúð við Drangahrauni í Hafnarfirði í júní. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Ákærði neitar sök. Innlent 8. september 2023 15:47
Kennari sem löðrungaði nemanda fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni grunnskólakennara sem sagt var upp fyrir að hafa löðrungað þrettán ára stúlku, nemanda í skólanum. Rétturinn telur að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi. Innlent 7. september 2023 22:10
Saltdreifaramálið fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni tveggja manna sem hlutu þunga fangelsisdóma í Saltdreifaramálinu svokallaða. Innlent 7. september 2023 13:15
Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði Karlmaður hefur verið dæmdur til átta mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot í nánu sambandi, með því að hafa beitt dóttur sína ofbeldi og hótað henni og syni sínum ofbeldi. Hann hótaði dótturinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði. Innlent 5. september 2023 21:09
Grunaður um vopnuð rán á vespu og fimmtán önnur brot Gæsluvarðhald karlmanns, sem hann hefur sætt frá 6. ágúst síðastliðnum, hefur verið framlengt til 27. september næstkomandi. Hann er grunaður um að hafa framið tvö vopnuð rán sama daginn auk fimmtán misalvarlegra brota frá árinu 2019. Innlent 5. september 2023 18:08
Fara aftur fram á frávísun í hryðjuverkamálinu Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars sakborninganna sem ákærðir eru fyrir skipulagningu hryðjuverka, hefur skilað greinagerð í málinu þar sem farið er fram á frávísun ákærunnar. Fyrri ákæru í málinu var vísað frá þar sem hún taldist ekki nægilega skýr. Innlent 4. september 2023 19:29
Átta ára fangelsi fyrir hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni Karlmaður var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi yfir fjögurra ára tímabil. Hann þarf að greiða eiginkonu sinni fyrrverandi sjö milljónir króna í miskabætur. Innlent 4. september 2023 16:48
Kókaínpar hafnaði samverknaði þrátt fyrir heilmikil samskipti Erlendur karlmaður og erlend kona hafa verið dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á kókaíni til landsins. Fólkið játaði brot sitt en hafnaði að um samverknað hefði verið að ræða. Samverknaður kemur til þyngingar við brot á lögum. Innlent 1. september 2023 16:00
Sagðir hafa frelsissvipt mann og þrýst klaufhamri í endaþarm hans Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir grófa frelsissviptingu og rán í mars í fyrra. Annar þeirra er einnig ákærður fyrir nauðgun með því að hafa þrýst klaufhamri í endaþarmsop fórnarlambsins. Innlent 29. ágúst 2023 23:41
Nauðgunarmál Finns ekki fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarleyfisbeiðni Finns Þ. Gunnþórssonar, sem Landsréttur dæmdi í júní í þriggja ára fangelsi vegna nauðgunar. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness gefið honum tveggja og hálfs árs dóm, en hann var þyngdur í Landsrétti. Innlent 28. ágúst 2023 15:23
Meintur svikahrappur hafi lofað kynlífi og beðið um pening Kona sem er grunuð um að hafa svikið 25 milljónir af ellefu karlmönnum, þar af nokkrum með þroskaskerðingu er laus úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir henni frá því í byrjun mánaðar rann út í dag. Innlent 25. ágúst 2023 15:41
Vildi pening frá foreldrum sínum og hótaði ítrekað að drepa þá Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. september næstkomandi vegna gruns um að hann hafi framið margvísleg hegningarlagabrot. Flest brotin snúa að meintu ofbeldi og hótunum í garð foreldra hans. Innlent 25. ágúst 2023 15:19
Framvísaði fölsuðum skilríkjum og fer í fangelsi Erlendur ríkisborgari hefur verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar, þar af tveggja óskilorðsbundinna, fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum og koma því þannig til leiðar að hann hlaut fullnaðarskráningu hjá Þjóðskrá Íslands á fölskum forsendum. Innlent 25. ágúst 2023 14:48
Dómur fyrir hrottalega frelsissviptingu ekki bersýnilega rangur Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarleyfisbeiðni Þórðar Más Sigurjónssonar sem var sakfelldur fyrir frelsissviptingu, líkamsárás og hótanir, sem og önnur brot. Maðurinn vildi meina að dómar héraðsdóms og Landsréttar í málinu væru bersýnilega rangir, en Hæstiréttur féllst ekki á það. Innlent 25. ágúst 2023 13:44
Rándýri Porsche-inn sem lyktaði dregur dilk á eftir sér Bílabúð Benna þarf að greiða Ólöfu Finnsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Dómstólasýslunnar, tæplega 700 þúsund krónur vegna gjalda sem Ólöf þurfti að standa skil á þrátt fyrir að kaupum hennar á Porsche hjá bílabúðinni hefði verði rift. Þá þarf Bílabúð Benna að greiða 700 þúsund krónur í málskostnað. Innlent 24. ágúst 2023 16:53
Meintur handrukkari aftur á bak við lás og slá Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmanni verði gert að afplána 445 daga eftirstöðvar fangelsisdóms, sem hann fékk reynslulausn á í lok árs 2021. Maðurinn er með 26 mál í ferli hjá lögreglu, þar á meðal tvö sem varða grun um frelsisviptingar og stórfelldar líkamsárásir. Innlent 24. ágúst 2023 15:21
Situr í gæsluvarðhaldi lengur en lög gera ráð fyrir: „Það einfaldlega gengur ekki í réttarríki“ Undanfarnar vikur hafa reglulega birst fréttir af því að fallist hafi verið á framlengingu gæsluvarðhalds manns sem grunaður er um að hafa banað ungri konu í heimahúsi á Selfossi þann 27. apríl síðastliðinn. Hann mun sæta gæsluvarðhaldi út ágúst og mun þá hafa verið í haldi í átján vikur. Innlent 23. ágúst 2023 13:31
Drangahraunsmálið: Sagðist ætla að drepa manninn og síðan hengja sig Maður sem grunaður er um að hafa banað Jaroslaw Kaminski í Drangahrauni í Hafnarfirði þann 17. júní segist hafa stungið hann í sjálfsvörn. Hann stakk Kaminski ítrekað og lýsti því yfir í skilaboðum að hann ætlaði að drepa hann. Innlent 22. ágúst 2023 12:49
Sat á þremur og hálfu kílói af kókaíni Laurent Georges Pascal Ruaud, 59 ára gamall Dóminíki, hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann flutti þrjú og hálft kíló af kókaíni til landsins í dekkjum og rörum hjólastóls sem hann notaðist við á leiðinni til landsins. Innlent 21. ágúst 2023 14:04
Ekki gerð refsing fyrir stórfellt heimilisofbeldi Maður var fundinn sekur en ekki gerð refsing vegna stórfelldra brota í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Samkvæmt dóminum, sem féll á föstudag í Héraðsdómi Reykjaness, er sagt að maðurinn hafi verið ósakhæfur og að fangelsisvist myndi ekki gera honum gott. Innlent 20. ágúst 2023 11:25
Skreið nakinn um garðinn og tíndi gras Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir einstaklingi sem er meðal annars sakaður um að hafa brotist tvisvar inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu og beitt fólk þar ofbeldi. Sá er einnig grunaður um ítrekaðan þjófnað og að hafa valdið hneykslan á almannafæri þegar hann skreið allsnakinn um garð í Reykjavík og tíndi gras. Innlent 17. ágúst 2023 12:16
Fá að skoða síma í þágu rannsóknar á hefndarklámi Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þar sem heimiluð var rannsókn á efni farsíma manns sem lagt var hald á í þágu rannsóknar á hefndarklámi. Innlent 16. ágúst 2023 11:48
Vill opna „búsetúrræði með takmörkunum“ fyrir flóttafólk Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, skoðar nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur. Innlent 15. ágúst 2023 12:40
Ekki hægt að velta vanda á sveitarfélögin: „Látum fólk auðvitað ekki svelta“ Formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir þau ekki geta tekið við réttinda- og heimilislausu flóttafólki án samtals. Hún segir áríðandi að ríkið skýri málið betur og ætlar að óska eftir fundi með ráðherra. Innlent 14. ágúst 2023 12:11