KR-konur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með stórsigri KR-konur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta með 23 stiga sigri á Grindavík, 68-45, í DHL-Höllinni í kvöld. Grindavík var í 2. sæti deildarinnar fyrir leikinn en nú tíu stigum á eftrir KR þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Körfubolti 10. febrúar 2010 19:04
Jóhann: Hver er í sínu horni og allar á einhverju egótrippi Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sagði að liðið sitt hafi ekki unnið saman sem lið í fjórtán stiga tapi á móti Keflavík í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Grindavík hafði unnið fjóra síðustu leiki sína í deildinni en náði ekki að framlengja sigurgönguna í kvöld. Körfubolti 3. febrúar 2010 22:15
Jón Halldór: Það er eintóm gleði hjá okkur Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var að sjálfsögðu ánægður eftir öruggan og sannfærandi sigur á Grindavík í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Keflavík náði mest 26 stiga forskoti og sjöundi sigurinn í sjö leikjum á árinu 2010 var aldrei í hættu. Körfubolti 3. febrúar 2010 21:28
IE-deild kvenna: Úrslit og stigaskor leikja kvöldsins Keflavík vann Suðurnesjauppgjörið við Grindavík í kvöld. Keflavíkurstúlkur ávallt nokkrum skrefum á undan og lönduðu sanngjörnum sigri. Körfubolti 3. febrúar 2010 21:00
Heldur sigurganga Keflavíkurstúlkna áfram í kvöld? Heil umferð fer fram í Iceland Express deild í körfubolta í kvöld þegar önnur umferð A- og B-deildanna fer fram. Hamar og KR töpuðu í síðustu umferð og mætast í Hveragerði á sama tíma og tvö heitustu liðin, Keflavík og Grindavík, spila í Toyota-höllinni í Keflavík. Í B-deildinni mætast Valur-Njarðvík og Snæfell-Haukar. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Körfubolti 3. febrúar 2010 16:30
Haukakonur í bikarúrslit Kvennalið Hauka komst í kvöld í úrslit Subway-bikarsins í körfubolta með því að leggja Njarðvík 73-41 í undanúrslitaleik sem fram fór í Hafnarfirði. Körfubolti 31. janúar 2010 20:47
IE-deild kvenna: Fyrsta tap KR-stúlkna í vetur Þau undur og stórmerki áttu sér stað í Iceland Express-deild kvenna í kvöld að KR tapaði. Það hefur ekki gerst áður í vetur. Körfubolti 27. janúar 2010 20:53
Keflavíkurkonur fá stórt próf á móti toppliði KR í kvöld A- og B-deild Iceland Express deildar kvenna hefjast í kvöld með fjórum leikjum og stórleikur kvöldsins er á milli KR og Keflavík í DHL-höllinni þar sem Keflavíkurkonur fá stórt próf. Körfubolti 27. janúar 2010 17:00
Grindavíkurstelpur yfir hundrað stigin í fyrsta leik Skibu Grindavík, Hamar og KR unnu öll örugga sigra í Iceland Express deild kvenna í kvöld en þessi þrjú lið voru þegar búin að tryggja sér sæti í A-deildinni nú þegar deildinni verður skipt í tvennt. Körfubolti 20. janúar 2010 18:09
Keflavík gulltryggði sætið í A-deildinni - burstaði Hauka Keflavíkurkonur tryggðu sér 4. sætið og þar með sæti í A-deild með 85-65 stórsigri á Haukum í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Þetta var síðasta umferðin áður en deildinni er skipt í tvo hluta en með Keflavík í efri hlutanum verða KR, Grindavík og Hamar. Körfubolti 20. janúar 2010 18:08
Julia Demirer lent á Íslandi og komin með leikheimild Julia Demirer verður með Hamar á móti Keflavík í átta liða úrslitum Subwaybikars kvenna í körfubolta í kvöld en liðin mætast í Toyota-höllinni í Keflavík klukkan 19.15. Julia Demirer lenti á Íslandi í gær og er komin með öll leyfi hjá KKÍ. Körfubolti 17. janúar 2010 14:00
Hamar þriðja kvennaliðið til að bæta við sig erlendum leikmanni Það er ljóst að samkeppnin er að harðna í Iceland Express deild kvenna eftir að þrjú af átta liðum deildarinnar hafa bætt við sig erlendum leikmanni á síðustu vikum. Hamar hefur nú bæst í hóp með Haukum og Grindavík því Julia Demirer er á leiðinni aftur til liðsins. Körfubolti 15. janúar 2010 11:30
Er Heather Ezell að senda valnefndinni skilaboð? Heather Ezell, bandaríski leikstjórnandinn hjá Haukum, hefur átt frábært tímabil með liðinu en var engu að síður ekki kosin besti leikmaður fyrri hlutans í Iceland Express deild kvenna. Miðað við frammistöðu hennar í fyrstu tveimur leikjunum á nýju ári er eins og hún sé að senda valnefnd KKÍ smá skilaboð. Körfubolti 14. janúar 2010 14:00
IE-deild kvenna: KR-stúlkur enn ósigraðar Sigurganga KR-stúlkna í Iceland Express-deild kvenna hélt áfram í kvöld er liðið lagði Hamar, 77-49, á heimavelli sínum í Vesturbænum. Körfubolti 13. janúar 2010 21:18
Joanna Skiba kemur aftur til Grindavíkur Grindavíkurkonur hafa bætt við sig erlendum leikmanni en bandaríski leikstjórnandinn Joanna Skiba sem er með pólskt vegabréf mun snúa aftur til Grindavíkur þar sem hún lék veturinn 2007-08. Þetta kom fyrst fram á karfan.is. Körfubolti 12. janúar 2010 13:00
Ná Haukakonur að leika sama leik og í fyrra? Kvennalið Hauka í körfubolta hefur fengið góðan liðstyrk því danska landsliðskonan Kiki Lund mun spila með Íslandsmeisturunum út tímabilið. Lund er 26 ára skytta sem hefur leikið á Spáni undanfarið eina og hálfa árið. Haukar eru því fyrsta liðið í Iceland Express deild kvenna sem teflir fram tveimur erlendum leikmönnum í vetur. Körfubolti 8. janúar 2010 15:45
Umfjöllun: Sameinað átak kom KR-konum aftur á sigurbrautina KR-konur eru komnar aftur á sigurbraut í kvennakörfunni eftir fimmtán stiga sigur á Keflavík, 70-55, í DHL-Höllinni í kvöld. Það má segja að frábær liðsvörn og sameinað átak í sókninni hafi lagt grunninn að sigrinum eitthvað sem KR-liðið hefur farið langt á í vetur en vantaði tilfinnanlega í bikartapinu á móti Hamar á dögunum. Körfubolti 16. desember 2009 22:16
Hildur: Það komu allar tilbúnar í þennan leik „Þetta var mjög mikilvægur sigur sem kemur okkur vonandi á sporið aftur. Það var vörnin sem klikkaði í bikartapinu á móti Hamar og núna vorum við að spila klassavörn," sagði Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR eftir 70-55 sigur KR á Keflavík í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Körfubolti 16. desember 2009 22:09
Jón Halldor: Ég taldi sex loftbolta í fyrri hálfleik Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í Iceland Express deildinni var allt annað en sáttur með frammistöðu sinna stelpna í tapinu á móti KR í DHL-Höllinni í kvöld. Körfubolti 16. desember 2009 22:05
Heather með þrennu í stjörnuleiknum Heater Ezell úr Haukum var valinn maður stjörnuleiks kvenna í dag en hún náði glæsilegri þrennu. Skoraði 29 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Körfubolti 12. desember 2009 16:39
Kristi vann þriggja stiga keppnina Stjörnuhelgi KKÍ er nú í fullum gangi í íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. Kristi Smith, leikmaður Keflavíkur, varð hlutskörpust í þriggja stiga keppninni hjá konunum. Körfubolti 12. desember 2009 14:52
Haukar unnu í Stykkishólmi Haukar unnu í kvöld öruggan sigur á Snæfelli í Iceland Express deild kvenna, 77-63, í Stykkishólmi. Körfubolti 9. desember 2009 21:03
Ágúst: Virkilega stoltur af mínu liði Ágúst Björgvinsson, þjálfari kvennaliðs Hamars, var kampakátur með sigurinn á KR í kvöld. Hamarsliðið er nú komið áfram í átta liða úrslit Subway-bikarsins. Körfubolti 6. desember 2009 21:33
Benedikt: Vörnin náði sér ekki á strik Kvennalið Hamars vann KR með tíu stiga mun í Vesturbænum í kvöld. Þetta var fyrsta tap KR á tímabilinu og er liðið úr leik í Subway-bikarnum en Hamar fer áfram í átta liða úrslit. Körfubolti 6. desember 2009 21:26
Umfjöllun: Hamar fyrst liða til að leggja KR Hamar frá Hveragerði komst í kvöld í átta liða úrslit Subway-bikarsins í kvennaflokki. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann virkilega sterkan tíu stiga sigur á KR í Vesturbænum, lokatölur urðu 64-74. Körfubolti 6. desember 2009 21:11
Ingibjörg með slitin krossbönd Ingibjörg Jakobsdóttir, bakvörður Grindavíkur í Iceland Express deild kvenna, verður ekkert meira með á tímabilinu eftir að ljóst varð að hún hafði slitið krossbönd í leik á móti Haukum á dögunum. Ingibjörg hafði ekkert verið með í síðustu tveimur leikjum vegna meiðslanna. Körfubolti 3. desember 2009 11:45
Benedikt: Enn nóg eftir af tímabilinu Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, fór varlega í yfirlýsingarnar eftir að hans lið vann sinn tíunda sigur í röð í Iceland Express-deild kvenna. Körfubolti 2. desember 2009 21:50
IE-deild kvenna: Úrslit og stigaskor Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. KR vann stórleikinn vestur í bæ, Hamar lagði Njarðvík og Keflavík valtaði yfir Val. Körfubolti 2. desember 2009 21:09
Umfjöllun: KR enn ósigrað KR er enn ósigrað í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir sigur á Grindavík á heimavelli í kvöld, 81-56. Körfubolti 2. desember 2009 20:39
Ekki spilað í Stykkishólmi í kvöld vegna veðurs Mótanefnd KKÍ hefur ákveðið að fresta leik Snæfells og Hauka í Iceland Express deild kvenna vegna slæmrar veðurspár fyrir kvöldið en það er spáð stormi norðvestan- og vestanlands fram á nótt. Körfubolti 2. desember 2009 14:15
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti