Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Höttur 98-92 | Haukar höfðu betur í einvígi nýliðanna Það var himinn og haf milli fyrri og seinni hálfleiks Hauka. Höttur spilaði frábærlega í fyrri hálfleik þar sem hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru fór ofan í og voru gestirnir níu stigum yfir í hálfleik.Haukar keyrðu yfir Hött í þriðja leikhluta. Gestirnir komu til baka í fjórða leikhluta en það dugði ekki til og Haukar fögnuðu sex stiga sigri 98-92. Körfubolti 7. október 2022 21:01
Viðar: Höfðum ekki trú og þor til að fara alla leið Höttur tapaði í Ólafssal gegn Haukum 98-92. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var afar svekktur með þriðja leikhluta sem gerði útslagið. Sport 7. október 2022 20:22
Körfuboltakvöld um liðin: „Held að það sé alveg raunhæfur draumur“ Tindastólsmenn voru hársbreidd frá því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á síðasta tímabili en bjuggu til eitt mesta ævintýri körfuboltasögunnar með því að fara frá því að vera í tómu tjóni um mitt tímabil í því að fara alla leið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 7. október 2022 13:01
ÍR teflir fram dæmdum ofbeldismanni Körfuknattleikslið ÍR leikur með Bandaríkjamanninn Tylan Jamon Birts innanborðs í vetur. Hann var ákærður fyrir nauðgun árið 2016 en játaði á sig líkamsárás. Körfubolti 7. október 2022 08:00
Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld fer aftur af stað Það eru sjö beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 Sport í dag í golfi, handbolta og körfubolta. Körfubolti 7. október 2022 06:01
Umfjöllun og viðtöl: ÍR 83-77 Njarðvík | Fallbyssufóðrið skaut á móti ÍR, sem var spáð botnsæti Subway-deildar karla í körfubolta, vann Njarðvík 83-77 í fyrstu umferð deildarinnar í Breiðholti í kvöld. Mikil stemning var á fyrsta leik liðsins í nýju íþróttahúsi við Skógarsel. Körfubolti 6. október 2022 22:10
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 76-84 | Stjarnan lagði ríkjandi Íslandsmeistara að velli Valur og Stjarnan áttust við í fyrstu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í Origo-höllinni að Hlíðaranda í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 76-84 Stjörnunni í vil. Körfubolti 6. október 2022 22:00
Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 83-90 | Grindavík vann eftir framlengingu í Vesturbænum Grindavík vann góðan útisigur á KR í 1.umferð Subway-deildar karla eftir framlengdan leik í Vesturbænum. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en gestirnir voru sterkari undir lokin og tryggðu sér sætan sigur. Körfubolti 6. október 2022 21:55
Jóhann Þór: Yrði risastórt fyrir okkur sem félag að fá hann heim „Góður sigur, ég er mjög sáttur með þessi tvö stig. Þetta spilaðist ekkert eitthvað æðislega en tvö góð stig og við tökum það,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur gegn KR í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Körfubolti 6. október 2022 21:49
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Breiðablik 100-111 | Breiðablik vann upphafsleik tímabilsins Breiðablik fór til Þorlákshafnar í upphafs leik Subway deildar-karla og vann nokkuð öruggan sigur á Þór Þorlákshöfn. Breiðablik byrjaði leikinn betur og leit aldrei um öxl eftir að hafa verið með sextán stiga forystu eftir fyrsta leikhluta. Leikurinn endaði með ellefu stiga sigri Breiðabliks 100-111. Körfubolti 6. október 2022 21:18
„Töpuðum síðasta leik á undirbúningstímabilinu sem gerði mikið fyrir okkur“ Breiðablik vann ellefu stiga útisigur á Þór Þorlákshöfn 100-111. Ívar Ásgrímsson var þjálfari Breiðabliks í kvöld vegna fjarveru Péturs Ingvarssonar sem var í leikbanni. Ívar var afar ánægður með sigur í 1. umferð Subway deildarinnar. Sport 6. október 2022 20:18
Körfuboltakvöld um liðin sem hefja leik í kvöld: „Það heldur vöku fyrir mér“ Subway deild karla í körfubolta fer af stað í kvöld en fjórir leikir úr fyrstu umferðinni fara þá fram. Subway Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir mótið í vikunni og nú má sjá hvað sérfræðingarnir höfðu að segja um liðin átta sem í kvöld spila sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu 2022-23. Körfubolti 6. október 2022 13:01
Dagskráin í dag: Man. Utd á Kýpur og Subway-deildin hefst með stórleik Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag þar sem sýndar verða meðal annars beinar útsendingar frá leikjum í Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni í fótbolta, og úr fyrstu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Sport 6. október 2022 09:01
Þórsarar segja formann KKÍ fara með rangt mál Þór frá Þorlákshöfn hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Hannesar S. Jónssonar, formanns KKÍ, við Vísi í tengslum við félagsskiptamál Spánverjans Pablo Hernández til Þórs í sumar. Þar er Hannes sagður fara með rangt mál. Körfubolti 5. október 2022 16:00
Pavel hættur: „Hef átt nokkur rifrildi við körfuboltann í gegnum tíðina“ Körfuboltamaðurinn Pavel Ermolinskij hefur greint frá því í bréfi til Borgnesinga sem birt er í Skessuhorni, fréttaveitu Vesturlands, að hann sé hættur í körfubolta eftir farsælan feril. Körfubolti 5. október 2022 10:09
Tölvupóstsamskipti sýna að Þór fékk grænt ljós áður en það varð rautt Formaður körfuknattleiksdeildar Þórs úr Þorlákshöfn segir vinnubrögð Körfuknattleikssambands Íslands í kringum félagsskipti Spánverjans Pablo Hernández koma illa niður á félaginu. Formaður sambandsins segist skilja gremju Þórsara en regluverkið sé skýrt. Körfubolti 5. október 2022 08:32
Þórsarar fengu Hernández á brostnum forsendum | KKÍ breytti reglunni Þór frá Þorlákshöfn samdi í sumar við Spánverjann Pablo Hernández á grundvelli skriflegra svara KKÍ þess efnis að hann yrði undanþeginn því að vera talinn sem erlendur leikmaður í Subway-deild karla. Breyting varð svo á því síðar í sumar, eftir að Þór hafði samið við leikmanninn. Körfubolti 4. október 2022 12:01
Jón Axel spilaði með Grindavík í gær: Bíður enn tilboða frá Evrópu Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson spilaði með karlaliði Grindavíkur í körfubolta sem vann ÍR 81-80 í æfingaleik í aðdraganda tímabilsins í Subway-deild karla í gærkvöld. Jón Axel hefur verið án liðs í sumar og orðaður við Grindvíkinga, en kveðst þó enn bíða tilboðs frá meginlandi Evrópu. Körfubolti 3. október 2022 12:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 80-77 | Valur Meistarar meistaranna eftir spennuleik Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Stjörnunnar áttust við í leiknum sem markar upphaf keppnistímabilsins í körfubolta karla hér á landi. Valsmenn báru sigur úr býtum í kaflaskiptum en spennandi leik 80-77. Kristófer Acox lokaði leiknum af vítalínunni þegar stutt var eftir. Körfubolti 2. október 2022 22:50
Fíflagangur eða leið til að hafa óeðlileg áhrif? Í hópi þjálfara, fyrirliða og formanna félaganna tólf í Subway-deild karla eru ákveðnir aðilar sem spáðu algjörlega á skjön við kollega sína í spá um gengi liðanna í vetur, sem birt var í dag. Körfubolti 29. september 2022 14:00
Keflavík spáð sigri en Hetti og ÍR falli Keflavík endar í efsta sæti Subway-deildar karla í körfubolta en Höttur og ÍR falla niður í 1. deild, samkvæmt árlegri spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna tólf í efstu deild. Körfubolti 29. september 2022 12:51
Keflavík frumsýnir Bandaríkjamann í kvöld Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við bandaríska leikmanninn Eric Ayala um að spila með liðinu í vetur. Körfubolti 22. september 2022 14:47
„Hún er tilbúin að deyja fyrir klúbbinn eftir aðeins tvær vikur í Njarðvík“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, gat ekki annað en verið sáttur eftir sjö stiga sigur á Haukum í uppgjöri meistara meistaranna í kvöld, 94-87. Þrír leikmenn léku sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík í kvöld. Körfubolti 18. september 2022 22:41
Liðið orðið klárt hjá KR-ingum KR-ingar eru orðnir fullmannaðir fyrir komandi keppnistímabil í Subway-deild karla í körfubolta, að sögn Helga Más Magnússonar þjálfara liðsins. Síðasti púslbitinn er frá Lettlandi. Körfubolti 16. september 2022 09:31
Sutt í Vesturbæinn KR hefur samið við Saimon Sutt um að leika með liðinu í Subway deild karla í körfubolta á komandi leiktíð. Um er að ræða fjölhæfan 27 ára gamlan leikmann sem kemur frá Eistlandi. Körfubolti 12. september 2022 19:30
Sárafáir dæmi til að fá ellefu þúsund krónur Útborguð laun dómara fyrir leik í Subway-deildunum í körfubolta eru rétt rúmar ellefu þúsund krónur. Dómarar þurfa meðal annars að mæta á leikstað klukkutíma fyrir leik og starfinu fylgja ýmsar aðrar kvaðir sem ekki er greitt aukalega fyrir. Körfubolti 9. september 2022 14:00
ÍR fær leikmann frá Eistlandi ÍR hefur samið við Martin Paasoja um að leika með liðinu í Subway deild karla í körfubolta á komandi leiktíð. Körfubolti 5. september 2022 23:01
ÍR-ingar fá Bandaríkjamann frá Austurríki og Blikar frá Hafnarfirði ÍR og Breiðablik hafa tryggt sér sinn Bandaríkjaleikmanninn hvort fyrir komandi átök í Subway-deild karla í körfubolta í vetur. Körfubolti 2. september 2022 13:21
Snýr aftur eftir fjögurra ára bann fyrir ólöglega lyfjanotkun Körfuknattleiksmaðurinn Oddur Rúnar Kristjánsson hefur nú afplánað langt bann vegna ólöglegrar lyfjanotkunar og mun taka slaginn með Njarðvíkingum í vetur. Körfubolti 31. ágúst 2022 12:00
Almar Orri yfirgefur KR Almar Orri Atlason, leikmaður KR, hefur yfirgefið Vesturbæinn og mun halda til Bandaríkjanna til að leika með Sunrise Christian Academy skólanum næsta leiktímabil. Körfubolti 30. ágúst 2022 09:30